Spá liðanna í Malarvinnslubikarnum 2006

Liðin sem eru að taka þátt í Malarvinnslubikarnum gafst kostur á að spá fyrir um gengi síns liðs í sumar.

 

Það voru sex lið sem sendu inn sína spá, en það voru: Höttur, HRV- FC, Þristur, BN´96, UMFB og UÍB. UÍA kann þeim bestu þakkir fyrir. Stigin voru reiknuð þannig að lið sem var spáð efsta sætinu í sínum riðli fékk 6 stig, annað sæti fékk 5 stig og svo framvegis.

Spá liðanna:

A - RIÐILL

 

Lið Stig Sæti

Höttur

30

1

Einherji

28

2

UMFB

25

3

Þristurinn

19

4

UÍB

18

5

B - RIÐILL

Lið Stig Sæti

BN´96

31

1-2

KE

31

1-2

Dýnamó

21

3

HRV – FC

19

4

06.apríl

12

5

Súlan

12

6

Samkvæmt spá liðana verða það eftirfarandi lið í undaúrslitum:

Höttur - KE

BN´96 – Einherji

Lið sem oftast var spáð að kæmust í úrslita keppni:

Bn´96: 5 af 6

KE: 5 af 6

Höttur: 4 af 6

Einherji: 3 af 6

UMFB: 3 af 6

Dýnamó: 1 af 6

UÍB: 1 af 6

Þristur: 1 af 6

Lið sem oftast var spáð titlinum:

Höttur: 4 af 6

BN: 1 af 6

Einherji: 1 af 6

 

Afrekshópur UÍA fer á Gautarborgarleikana

Það eru níu krakkar sem mynda afrekshóp UÍA í frjálsum íþróttum og koma þau vítt og breytt að frá austurlandi.

 

Þau hafa verið að æfa af kappi að undanförnu fyrir Gautarborgarleikana sem þau fara á 5. júlí. Þjálfari hópsins er Natalí Jónsson sem er reyndur keppandi og þjálfari í frjálsum íþróttum.

Afrekshópurinn er:

Þorgeir Óli Þorsteinsson(1991)

Freydís Edda Benedictdóttir(1991)

Ásmundur H Ásmundson(1994)

Brynjar Gauti Snorrason(1992)

Elisa Marey Sverrirsdóttir(1993)

Sóldís Alda Óskarsdóttir(1993)

Hrefna Ingólfsdóttir(1990)

Signy Ingólfsdóttir(1994)

Hjalmar Ingólfsson(1991)

 

Leikjaskrá Malarvinnslubikarsins

Leikjadagskrá Malarvinnslubikarsins 2006 er klár. Fyrsta umferð fer fram sunnudaginn 18. júní en gert er ráð fyrir að keppninni ljúki laugardaginn 19. ágúst. Á fundi sem haldin var í kvöld með forsvarsmönnum þeirra liða sem taka þátt að þessu sinni var tekin ákvörðun um að skipta keppninni í tvo riðla.

 

A riðill

B riðill
1.UÍB1.BN’96
2.UMFB2.KE
3.Höttur B3.HRV
4. Þristur4.06. apríl
 5.Dynamó
 6. Súlan

 

1. umferð Sunnudagur 18. júní kl. 20:00
UMFB – Þristur
--
BN’96-Súlan
KE – Dynamó Höfn
HRV-06. apríl

2. umferð sunnudagur 25. júní kl. 20:00
UÍB – UMFB
Þristur – Höttur B
--
BN’96 – KE
Dynamó Höfn – HRV
Súlan – 06. apríl

3. umferð miðvikudagur 28. júní kl. 20:00
Höttur – UÍB
--
HRV – BN’96
06. apríl – Dynamó Höfn
KE – Súlan

4. umferð sunnudagur 2. júlí kl. 20:00
--
KE – HRV
BN’96-06. apríl
Súlan – Dynamó Höfn

5. umferð sunnudagur 9. júlí kl: 20.00
Þristur – UÍB
Höttur – UMFB
--
Dynamó Höfn – BN’96
HRV – Súlan
06. apríl – KE

6. umferð fimmtudagur 13. júlí kl. 20:00

--
Súlan – BN’96
Dynamó Höfn - KE
06. apríl – HRV

7. umferð sunnudagur 16. júlí kl. 20:00
UMFB – UÍB
Höttur B – Þristur
--
KE-BN’96
HRV – Dynamó Höfn
06. apríl – Súlan

8. umferð sunnudagur 23. júlí kl. 20:00
UÍB – Höttur
UMFB - Þristur
--
BN ’96 – HRV
Dynamó Höfn – 06. apríl
Súlan – KE

9. umferð sunnudagur 30. júlí kl. 20:00
UMFB – Höttur B
UÍB - Þristur
--
HRV – KE
06. apríl – BN’96
Dynamó Höfn – Súlan

10. umferð sunnudagur 13. ágúst kl. 20:00
--
BN’96 – Dynamó Höfn
Súlan – HRV
KE – 06. apríl

Undanúrslit: miðvikudaginn 16. ágúst kl. 20:00

A1-B2

B1-A2

Úrslit: laugardaginn 19. ágúst kl. 14:00

 

 

Frjálsíþróttaátak

UÍA hefur lagt af stað í frjálsíþróttaátak.

 

Nú þegar eru hafnar frjálsíþróttaæfingar á vegum UÍA á Stöðvarfirði og Brúarási. Í næstu viku bætist Breiðdalsvík í hópinn. Ef félög hafa áhuga á að fá þjálfara í heimsókn vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 471-1353.

 

Malarvinnslubikarinn af stað

Það voru hvorki fleiri né færri en 15 mörk skoruð í tveimur fyrstu leikjunum í Malarvinnslubikarnum í gær.

Í A-riðli tóku Þristarmenn á móti UMFB á Eiðavelli í blíðskapar veðri. Janft var í hálfleik 2-2 en í seinni hálfleik skoruðu Borgfirðingar 3 gegn 1 þeirra Þristamanna og endaði leikurinn 3-5 fyrir UMFB. Í B-riðli áttust við Knattspyrnufélag Eskifjarðar og Dýnamó frá Höfn. Leikurinn var spilaður á Stöðvarfirði því aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir KE er ekki til staðar í augnablikinu í þeirra byggðarlagi. Þetta var heimaleikur KE og sýndu þeir enga gestrisni og unnu öruggan sigur 5-2. Þremur leikjum var frestað í fyrstu umferð en í A-riðli áttu Höttur-B og Einherji að spila á Eiðavelli en þeim leik var frestað til miðvikudags. Í B-riðli munu BN´96 spila við Súluna á miðvikudag klukkan 20:00 og HRV og 06.apríl munu eigast við á Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00. Úrslit og markaskorara má sjá með því að smella á "Malarvinnslubikarinn, úrslit og tölfræði."

Fundur í sundráði UÍA

Fundargerð Sundráðs UÍA 06.06.2006.

Sundráð UÍA átti að koma saman á skrifstofu UÍA 06.06.06.

 

Þar sem einungis Gunnar Jónsson og Pálína Margeirsdóttir boðaðu komu sína var ákveðið klukkustund fyrir fund að halda símafund á milli þeirra og skrifstofu UÍA þar sem Gísli Sigurðarson er.

Mætt á símafund 06.06.2006. klukkan 17:00 eru:

Gunnar Jónsson (Austra)

Pálína Margeirsdóttir (Leikni)

Gísli Sigurðarson (framkvæmdastjóri UÍA)

Gísli býður þau Gunnar og Pálínu velkomin á símafund. Gunnar og Gísli lýsa yfir óánægju sinni með það hversu fáir sækja fund. Það er áhyggjuefni að aðilar sjái sér ekki fært að mæta á fund með svo löngum fyrirvara hvað þá að svara fundarboði.

Mál rædd

  1. Sumarhátíð UÍA færist til 22-23 júlí. Sundráð gerir ekki beinar athugasemdir við frestun hennar.

  1. Æfingarbúðir á Egilsstöðum 17-18. júní sem búið var að ákveða að halda með þeim Brian Landsliðsþjálfara og Inga Þór virðast vera að detta upp fyrir ! Hattarmenn hafa ekki svarð tölvupósti frá Gunnari. Flestir í stjórn sunddeildar Hattar eru farnir í frí og eru ekki á svæðinu. Einnig hafa viðbrögð hinna deildanna ekki verið á þann veg að margir fengjust í þessar æfingarbúðir. Upp kom sú hugmynd að athuga hvort Neisti hefði áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Gunnar ætlar að hafa uppá Alberti formanni Neista og óska eftir því að þeir taki þetta að sér. Einnig ætlar Gunnar að heyra í Brian og kanna hans hug. Gísli ætlar að hafa upp á Laufeyju þjálfara hjá Hetti og kanna hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að félagið taki verkefnið að sér.

  1. Sunddagar á Eskifirði tókust vel til. Veðrið var reyndar mjög leiðinlegt en það létu fáir það á sig fá. Miklar og jákvæðar umræður sköpuðust á þessum sunddögum og komu þeir Brian og Ingi þór með margar góðar hugmyndir sem sunddeildirnar hér fyrir austan gætu hent í framkvæmd. Meðal annars sem rætt var að auka fjölda móta til muna og jafnvel að forma mótahald á árs basis þar sem mót yrðu haldin ávalt á sama stað.

  1. Rætt var um fyrirkomulag um mótahald og hugmynd frá Gunnari um að halda fleiri mót en gert hefur verið yfir árið hingað til. Gunnar mæltist til þess að haldin yrðu jóla- og bikarmót.

  1. Rætt var um ársplan sundstarfsins hér fyrir austan og hugmynd frá Gunnari um að forma það nánar. Gísli stingur uppá að gera það á fundi og einnig að raða þá mótum niður á félög.

  1. Rætt var um hlutverk sundráðs og í framhaldi sunddeildana. Það er óljóst hvað það er nákvamlega en Gísli ætlar að koma með þær reglur á næsta fund.

  1. Rætt var um mótaforrit og nauðsyn þess að eiga slíkt hér fyrir austan.

  1. Gunnar lýsti yfir óánægju sinni með samskipti milli sunddeilda hér fyrir austan. Deildirnar svara ekki tölvupóstum þó svo að aðilar frá þeim lesi póstinn. Rætt var um að bæta þurfi þessi mál. Gísli tekur undir þetta og bendir á að það sé lágmarks kurteisi að svara tölvupósti þó svo sé ekki meira.

  1. Þar sem fáir mættu til fundar og þeim störfum ekki lokið sem ætlað var er ákveðið að boða til fundar næstkomandi þriðjudag, 13. júní 2006.. Sá fundur verður haldin á Fáskrúðsfirði klukkan 18:00. Gísli boðar til fundar.

Fundi slitið 17:44

Gísli ritaði fundargerð

 

 

Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins lokið

Þá er fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins lokið að undanskildum leik Hattar og Einherja.

 

Einhver flensa herjar á Vopnfirðinga þessa dagana og eiga þeir því erfitt með að manna sitt lið. Höttur hefur samþykkt að fresta leik þeirra sem átti að vera í fyrstu umferð um óákveðin tíma. En óhætt er að segja að menn séu á skotskónum því hvorki fleiri né færri en 27 mörk hafa litið dagsins ljós í fjórum leikjum. Ef fólk hefur áhuga á að sjá skemmtun og mörg mörk er tilvalið að fara á völlinn og sjá aðra umferð Malarvinnslubikarsins sem verður leikin á sunnudag og mánudag.

Önnur umferð:

A-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 Þristur - Höttur B Eiðavöllur

06/25/2006 16:00 UÍB - UMFB Þórshafnarvöllur

B-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 BN96 - KE Neskaupsstað

06/25/2006 20:00 Súlan - 06. apríl Stöðvarfjarðarvelli

06/26/2006 20:00 Dýnamó - HRV FC Mánavöllur, Höfn

 

Fundur í sundráði UÍA

Fundargerð Sundráðs UÍA 13.06.2006.

Sundráð UÍA kom saman í Leiknishúsinu á Fáskrúðsfirði 13.06.06.

 

 

Mætt á fund 13.06.2006. klukkan 18:00 eru:

Gunnar (Austra)

Pálína (Leikni)

Oddrún (leikni)

Ómar(Valur)

Dísa Mjöll (Valur)

Elísabet (Þróttur)

Auður Jóna, þjálfari (Þróttur)

Gísli Sigurðarson (framkvæmdastjóri UÍA)

Fundur settur klukkan 18:30

Fundarstjóri er Gunnar Jónsson, Gísli ritar.

  1. Hlutverk sundráðs.

Gísli kynnti drög að starfsreglum sem Arngrímur viðar hafði, árið 2003, unnið uppúr drögum skíðaráðs frá 1986. Einnig hafði Gísli breytt þeim þeim smávægilega.

Enginn í sundráði kannaðist við að slíkt plagg hefi verið kynnt áður. Hlutverk ráðsins var rætt og stefnt er að því að forma starfsreglur enn frekar og fá skýrari deili á skyldum UÍA gagnvart ráðinu.

  1. Æfingarbúðir á Djúpavogi

Rætt um tímasetningu æfingabúða. Valur hefur ekki tök á að mæta, þeir eiga að sjá um hluta af 17. júní hátíðarhöldum í Fjarðarbyggð. Leiknir hefur fáa iðkendur sem eru eldri en 10 ára og því ólíklegt að fjöldmæting verði frá þeim. Austri mætir með sína iðkendur og eins Þróttur. Einnig ætla þjáfarar frá Þrótti, Leikni og Austra að mæta og þjálfari hjá Val stefnir að því.

  1. Árskipulag sundráðs

Rætt um að skipuleggja sundstarfið innan fjórðungs á árs grundvelli. Rætt um nauðsynþess að fjölga mótum og dreifa þeim jafnt yfir árið. Gunnar veltir upp þeirri hugmynd að sunddeildirnar byrji að vinna allt árið og verði með starf yfir vetrar tíman sem ekkihefur tíðkast hingað til. Ómar telur það líklega erfitt fyrir Val því hann hefur ekki trú á því að sundlaugin á Reyðarfirði verði mikið langlífari. Þá var rætt um hugsanlegt samstarf Austra og Vals og jafnvel sameiningu í einhverju formi. Elísabetu list vel á hugmyndina líkt og öllum nema hún nefnir það að kostnaðarliðir gætu leikið deildirnar grátt. Talað er um að allt starfið verði háð samgöngum. Gíisli stingur upp á tvískptingu aldúrshópa 10 ára og eldri verði í því formi sem verið hefur og eldri krakkarnir vinni allt árið og vinni að afreksstefnu. Rætt umað halda Meistaramót UÍA á veturna í Dymbilviku en allir aðilar voru sammála því að breyta ekki því fyrirkomulagi sem verið hefur hingað til, þeas að MMmót UÍA fari fram að hausti til. Ætlunin er að starf deildana verði óbreytt út sumarið og stefnt að því að forma starfð á árs grundvelli í haust. Gunnar stinger uppá að hver og ein deild taki að sér ákveðin hlutverk. Gunnar og Gísli munu forma hugmynd að hugsanlegum starfsemi á ársgrundvelli og kynna það deildunum þegar fram líða stundir.

4.Afrekshópur UÍA

Rætt um þá sniðugu hugmynd að setja þannig hóp á stofn. Fyrirkomulag lauslega rætt, ákveðið að Gísli setur sig í samband við Inga Þór til að kanna hvernig slíkir hópar starfa annars staða á landinu. Í framhaldinu formar hann og sendir út á sunddeildrnar.

  1. Mótaforrit

Nauðsynlegt er fyrir deildirnar að eiga slíkt forrit. Gunnar hefur kynnt sér slík forrit og fór hann stuttlega yfir hvernig ákveðið forrit virkar en það er forrit sem bæði er fyrir mót og einnig fyrir æfingar(þjálfara). Rætt um að deildirnar kaupi slíkan pakka saman og í sameiningu með UÍA. Gísli bendir á styrktarsjóðin Sprett í þeim efnum og telur líka að UÍA þurfi að endurnýja mótaforrit sín fyrir sunmót. Ómar ætlaði að “kanna” málið.

  1. Annað

Rætt um verðlaunapeninga og verðið á þeim. Aðilar sammála um að verðlaunapeningar eru orðnir of dýrir. Gísli og Pálína benda á KLM sem er gott að skipta við og eru ódýrari en flestir aðrir í þessum bransa.

Fyrirspurn kom frá Elísabetu (Þrótti) til UÍA. Hún vildi vita hvernig málum yrði háttað með tjaldstæði á sumarhátið. Hún talar um að vonlaust sé að vera með born og unglinga á Tjaldstæðinu á Egilsstöðum og biðlar til þess að tjaldstæði verði í Selskógi. Gísli bókar og kemur þessu á framfæri.

Fundi slitið 19:45

Fundargerð ritaði Gísli Sigurðarson, framkvæmdastjóri UÍA

 

Reglur Malarvinnslubikarsins 2006

Reglur Malarvinnslubikarsins 2006.

 

Reglur í Bikarkeppni UÍA og Malarvinnslunnar í knattspyrnu


1. Rétt til þáttöku hafa öll aðildarfélög UÍA. Við skráningu skulu þau skila inn upplýsingum um heimavöll sem er innan sambandssvæðis UÍA. Sé félag þáttakandi í deildarkeppni er því heimilt aðsenda b-lið sitt í mótið. Skráningargjöld skulu greidd fyrir fyrstu umferð.

2. Liðum í Malarvinnslubikarnum er óheimilt að tefla fram leikmönnum úr byrjunarliði í seinustu umferð Íslandsmeistaramóts í meistaraflokki. Í b-liði mega spila aðrir leikmenn félags en þeir sem hófu síðasta deildar/bikarleik með aðalliði félagsins.

3. Leikmenn mega skipta einu sinni um félag á keppnistímabilinu. Félagaskiptin skulu skriflega tilkynnt (eyðublað á www.uia.is) til skrifstofu UÍA og öðlast gildi þegar þau hafa verið staðfest af skrifstofu UÍA.

4. Við skráningu skal hvert félag leggja fram nöfn tveggja dómara (aðal og vara) og fjögurra aðstoðarmanna sem dæma munu í bikarnum. UÍA hefur yfirumsjón með dómaramálum og greiðir laun aðaldómara. Dómarar skulu hafa lokið unglingadómaraprófi KSÍ og aðstoðardómarar náð 16 ára aldri og kunna góð skil á knattspyrnureglunum. Félögin greiða, ef þarf, laun aðstoðardómara.

5. Heimalið skal sjá til þess að leikskýrsla sé útfyllt og eintak af henni sent til skrifstofu UÍA innan 7 daga frá leikdegi.

6. Fjöldi varamanna er ótakmarkaður og innáskiptingar ótakmarkaðar en leikmanni ber að fá leyfi dómara áður en hann kemur inn á leikvöllinn. Fari leikmaður án leyfis inn á leikvöllinn fær hann gult spjald.

7. Leikmanni sem vísað er af leikvelli í Malarvinnslubikarnum skal taka út leikbann í næsta leik.

8. Kærumál eru afgreidd af skrifstofu UÍA og er úrskurður skrifstofunnar endanlegur. Kæra skal hafa borist skrifstofu skriflega eigi síðar en 7 dögum eftir að leikur hefur farið fram (eyðublað á www.uia.is).

9. Mæti félag ekki til leiks á tilsettum leiktíma telst það hafa skráð sig úr Malarvinnslubikarnum.

10. Breyting á leiktíma í Malarvinnslubikarnum er óheimil nema í samráði við skrifstofu UÍA.

11. Brot á reglum Malarvinnslubikarsins varða stigasektum eða brottvísun úr keppni, séu brot ítrekuð eða sérstaklega gróf. Ákvörðun refsinga er í höndum skrifstofu UÍA og er ákvörðun hennar endanleg.

12. Að öðru leyti er stuðst við knattspyrnureglur KSÍ.

Skrifstofa UÍA Egilsstöðum 14. júní 2006
Gunnar Gunnarsson, ritari UÍA
Gísli Sigurðarson, framkvæmdastjóri UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok