Íþróttamenn UÍA

Íþróttamaður UÍA er útnefndur árlega af stjórn sambandsins. Horft er til þess hvaða félagar í aðildarfélögum UÍA hafa skarað fram úr í sinni íþróttagrein á landsvísu eða á alþjóðavettvangi og hverjir geta talist góð fyrirmynd annarra íþróttamanna. Íþróttamaður UÍA hlýtur í dag veglegan farandbikar og að auki styrk úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa.

Ólafur Viggósson var fyrstur formlega útnefndur íþróttamaður UÍA en áður höfðu verið veittar ýmsar viðurkenningar fyrir unnin afrek, til dæmis afrek ársins eða stigahæsti einstaklingur. Eftirtaldir hafa verið útnefndir íþróttamenn UÍA.

1985 Ólafur Viggósson, Neskaupstað, knattspyrna

1986 Einar Vilhjálmsson, Egilsstöðum, frjálsar íþróttir

1987 Einar Vilhjálmsson, Egilsstöðum, frjálsar íþróttir

1988 Enginn útnefndur

1989 Jóna Harpa Viggósdóttir, Neskaupstað, blak

1990 Magnús Ver Magnússon, Seyðisfirði, aflraunir

1991 Magnús Ver Magnússon, Seyðisfirði, aflraunir

1992 Kristján Svavarsson, Eskifirði, knattspyrna

1993 Jóna Harpa Viggósdóttir, Neskaupstað, blak

1994 Eysteinn Hauksson, Egilsstöðum, knattspyrna

1995 Petrún Bj. Jónsdóttir, Neskaupstað, blak

1996 Brynjar Pétursson, Neskaupstað, blak

1997 Sigmar Vilhjálmsson, Egilsstöðum, frjálsar íþróttir

1998 Matthías Haraldsson, Neskaupstað, blak

1999 Þórarinn Sigurbergsson, Neskaupstað, skíði

2000 Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Egilsstöðum, frjálsar íþróttir

2001 Karl Friðrik Jörgensen Jóhannsson, Neskaupstað, skíði

2002 Hans Kjerúlf, Reyðarfirði, hestaíþróttir

2003 Valdís Lilja Andrésdóttir, Fljótsdal, frjálsar íþróttir

2004 Viðar Hafsteinsson, Egilsstöðum, körfuknattleikur

2005 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Neskaupstað, blak

2006 Enginn útnefndur

2007 Enginn útnefndur

2008 Ólafur Bragi Jónsson, Egilsstöðum, akstursíþróttir

2009 Erna Friðriksdóttir, Fellabæ, íþróttir fatlaðra/skíði

2010 Hjálmar Jónsson, Egilsstöðum, akstursíþróttir

2011 Helena Kristín Gunnarsdóttir, Neskaupstað, blak

2012 Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Neskaupstað, blak

2013 Eva Dögg Jóhannssdóttir, Reyðarfirði, glíma

2014 Eva Dögg Jóhannssdóttir, Reyðarfirði, glíma

2015 Eva Dögg Jóhannsdóttir, Reyðarfirði, glíma

2016 Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Reyðarfirði, glíma

2017 Ásmundur Háfldán Ásmundsson, Reyðarfirði, glíma

2018 Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Reyðarfirði, glíma

2019 Ana Maria Vidal Bouza, Neskaupstað, blak

2020 Daði Þór Jóhannsson, Fáskrúðsfirði, frjálsíþróttir

2021 Þórarinn Örn Jónsson, Neskaupstað, blak 

2022 Haraldur Gústafsson, Egilsstöðum, bogfimi

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok