Reglur um kjör á Íþróttamanni UÍA

1. Kjósa skal Íþróttamann UÍA ár hvert.

2. Skrifstofa UÍA heldur utan um og ber ábyrgð á kosningunni

3. Atkvæðisrétt eiga stjórnarmenn UÍA. Varamenn taki sæti stjórnarmanna í forföllum þeirra. Þeir sem kosningarrétt hafa samkvæmt 3. grein skulu kjósa leynilegri kosningu fimm menn. Sá sem settur er nr. eitt hlýtur 5 stig, annar hlýtur 4 stig, nr. þrjú hlýtur 3 stig, fjórði hlýtur 2 stig og fimmti hlýtur 1 stig.

4. Aðildarfélög og sérgreinaráð UÍA geta tilnefnt að hámarki þrjá einstaklinga í kjörið fyrir 1. febrúar ár hvert. Tilnefningar og greinargerð á þar til gerðum eyðublöðum um árangur á árinu skal senda til stjórnar UÍA. Stjórn UÍA getur ákveðið að tilnefna allt að 3 einstaklinga til viðbótar við þá er aðildarfélög og ráð tilnefna.
Í greinargerðum skal litið til:
a) Afreka (hér er átt við afrek unnin á mótum á vegum UÍA eða í hverri annarri opinberri íþróttakeppni)
b) Framfara
c) Ástundunar, framkomu og reglusemi

5. Heimilt er að kjósa hvern þann íþróttamann sem hefur keppt í íþrótt sinni fyrir UÍA eða aðildarfélög þess á árinu og náð að minnsta kosti 14 ára aldri á því ári..

6. Sá íþróttamaður sem flest stig fær samanlagt úr kosningunni hlýtur sæmdarheitið „Íþróttamaður UÍA“ (þess árs). Verði tveir eða fleiri jafnir að stigum í fyrsta sæti skal sá sem oftar fær stig í kjörinu vera á undan. Verði þeir einnig jafnir þá telst sá á undan sem oftar fær hærri stig í kjörinu. Fáist ekki endanlega röðun frá eitt til fimm eftir þessum aðferðum skal stjórn UÍA kjósa milli þeirra sem eru jafnir til þess að röðun fáist.

7. Íþróttamaður UÍA fær afhentan farandbikar til varðveislu í eitt ár og eignabikar. Letra skal á bikarinn nafn þess sem hann hlýtur og ártal. Bikarinn vinnst aldrei til eignar. Verðlaunin skulu afhent á sambandsþingi UÍA.

8. Með reglugerð þessari eru aðrar reglur um kjör Íþróttamanns UÍA fallnar úr gildi.

 

Samþykkt á 61. sambandsþingi UÍA, Eskifirði 5. mars 2011

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok