Úthlutunarreglur

ÚTHLUTUNARREGLUR

1. gr. Úthluta skal úr Spretti einu sinni á ári.

2. gr. Um mánaðamótin september/október skal auglýsa úthlutunina í fjölmiðlum á Austurlandi. Í auglýsingunni skal koma fram umsóknarfrestur sem er nánar ákveðinn af úthlutunarnefnd. Allar upplýsingar um úthlutun úr sjóðnum, þ.m.t. reglur þessar skulu vera aðgengilegar á heimasíðu UÍA og á skrifstofu UÍA.

3. gr. Úthlutunarnefnd Spretts skal skipuð fjórum einstaklingum, tveimur körlum og tveimur konum. Skal UÍA tilnefna tvo fulltrúa í nefndina og Alcoa tvo fulltrúa. Nefndin skipti með sér verkum og tilnefnir Alcoa Fjarðaál formann nefndarinnar fyrra árið, en UÍA hið síðara. Séu greidd atkvæði í nefndinni um styrkveitingu og þau falla jöfn, skal atkvæði formanns ráða úrslitum. Starfsmaður UÍA er starfsmaður nefndarinnar.

4. gr. Umsækjendur um afreksstyrki og ferðastyrki þurfa að vera á tólfta aldursári til þess að geta sótt um styrk og ekki eldri en tuttugu ára.

5. gr. Úr Spretti skal úthluta eftirtöldum tegundum styrkja:

A) Afreksstyrkir, upp á 200.000 krónur hver, að hámarki fjórir á ári.

B) Ferðastyrkir. Hámarksstyrkur 100.000 krónur.

C) Þjálfara og félagastyrkir. Hámarksstyrkur er 200.000

D Styrkur til Íþróttamanns UÍA. 250.000 krónur.

Alcoa Fjarðaál leggur árlega til fjármagn í úthlutun hvers árs. Úthlutunarnefnd skal leitast við að úthluta fjármagni hvers árs, en hefur þó heimild til að geyma hluta  styrkfjárins til næsta árs, ef hún telur ástæðu til.

6. gr. Afreksstyrki skal veita íþróttafólki 14-20 ára, sem sérstaklega hefur skarað fram úr í sinni grein. Kynjahlutfall styrkþega skal vera jafnt ef kostur er. Afreksstyrkir skulu ekki bundnir við tiltekið verkefni en sá sem hlýtur afreksstyrk skal gefa úthlutunarnefnd skýrslu um ráðstöfun styrksins innan árs frá því að viðkomandi hlýtur hann. Fjárhæð hvers afreksstyrks er kr. 200.000.-

7. gr. Ferðastyrkir skulu veittir íþróttafólki 12-20 ára, sem búsett er á Austurlandi til að standa straum af kostnaði við æfingaferðir milli byggðarlaga á Austurlandi eða út fyrir fjórðunginn. Þá er heimilt að veita styrkina til að standa straum af öðrum kostnaði sem hlýst af því að æfa viðkomandi íþróttagrein. Þeir skulu að jafnaði ganga fyrir um styrk sem eru kallaðir til æfinga í úrvalshópum á vegum sérsambanda ÍSÍ eða með landsliðum. Séu fleiri en einn af Austurlandi á leið í slík verkefni innan sama sérsambands má sækja um fyrir hópinn með einni umsókn. Hámarksfjárhæð almennra ferðastyrkja til einstaklinga skal vera kr. 100.000.-

8. gr. Um þjálfara- og félagastyrki geta annars vegar sótt þjálfarar sem hyggjast afla sér aukinnar þekkingar eða réttinda með námskeiðum eða annars konar fræðslu. Skilyrði er að viðkomandi þjálfari sé starfandi á Austurlandi. Einnig er heimilt að styrkja aðra starfsmenn íþróttafélaga eða sjálfboðaliða til að afla sér þekkingar sem nýtist við skipulag þjálfunar barna og unglinga. Séu fleiri en einn þjálfari á leið á sama námskeið, eða staðið sé fyrir námskeiði á Austurlandi, er heimilt að sækja um fyrir alla sem það sækja í einni umsókn.

Hins vegar er heimilt að styrkja aðildarfélög UÍA sem hyggjast auka tækifæri barna og unglinga á svæðinu til að stunda íþróttir. Verkefni skulu vera á ábyrgð tiltekins íþróttafélags og vera nýjung eða viðbót við það starf sem fyrir er á viðkomandi svæði. Einnig er heimilt að styrkja kaup á búnaði eða uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar. Hámarksfjárhæð þjálfara- og félagastyrkja er 200.000.

9. gr. Umsóknum um styrki úr Spretti skal skilað á eyðublaði sem aðgengilegt er á heimasíðu UÍA. Þar skal skýrt koma fram um hvaða tegund styrks er sótt og hvert verkefnið er sem sótt er um styrk til. Tilgreina skal og sundurliða fyrirhugaðan kostnað við viðkomandi verkefni. Þegar sótt er um afreksstyrk skal tilgreina helstu afrek umsækjanda á sviði íþrótta sem og annað það sem umsækjandi telur að geri hann að verðugum viðtakanda styrksins.

10. gr. Almennir styrkir úr Spretti eru greiddir út eftir á. Styrkþegi skal skila til skrifstofu UÍA staðfestingu á lokum verkefnis og kostnaði við það. Að því loknu er styrkurinn greiddur út. Afreksstyrkir eru greiddir út þegar við úthlutun.

Sé styrkur ekki sóttur innan 24 mánaða frá úthlutun rennur styrkupphæðin inn í sjóðinn aftur og bætist við í næstu úthlutun.

11. gr. Auk ofangreindra styrkja skal Íþróttamaður UÍA, sem tilnefndur er árlega af stjórn UÍA, hljóta styrk úr Spretti að fjárhæð kr. 250.000.- Styrkur þessi er afhentur sérstaklega og greiddur út fyrirfram án kvaða.

Samþykkt í október 2021

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok