Formannafundurinn

Formannafundur aðildarfélaga UÍA var haldin í Grunnskólanum á Reyðarfirði fimmtudaginn 11.Maí. Mæting var ágæt miðað við oft áður og mættu aðilar frá tólf aðildarfélögum, en aðildarfélög að UÍA eru 33. Það bar ýmislegt á góma á þessum fundi og íþróttalíf greinilega í miklum uppgangi í flestum félögum. Framkvæmdir á íþróttamannvirkjum á Austurlandi voru meðal þess sem formenn ræddu en stórar framkvæmdir eru víða á íþróttamannvirkjum og þá sérstaklega í Fjarðarbyggð.

Meðal þess sem verið er að vinna að þessa dagana ber fyrst að nefna Fjarðarbyggðarhöllina, en það er knattspyrnuhöll sem verið er að reisa þar sem gamli völlurinn var. Stefnt er að því að vígja höllina 17. júní næstkomandi. Önnur stór verkefni sem verið er að vinna að eru gervigrasvöllur í fullri stærð í Neskaupsstað og ný sundlaug á Eskifirði, en vígsla hennar fer einmitt fram næstu helgi. Á fundinum ljóstraði Bergur formaður Freyfaxa því upp að félagið væri hugsanlega að ráðast í það metnaðarfulla verkefni að reisa reiðhöll hér austanlands. Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir hestamenn en þess ber að geta að iðkendum í reiðmennsku hefur fjölgað hér austanlands gríðarlega síðustu ár. Hestamannafélagið Blær er einnig stórhuga og eru þeir með áform um að reisa reiðskemmu í Neskaupsstað á næstu árum. Það er ljóst að uppgangur er í langflestum íþróttagreinum hér fyrir austan en þó ekki öllum. Mikil lægð hefur verið í frjálsíþróttum hér fyrir austan síðustu ár og lýstu menn áhyggjum sínum yfir því á fundinum. UÍA stefnir að því í samvinnu við félögin að breyta því, en hugmynd er að svokallaður farandþjálfari verði fenginn til að rífa frjálsíþróttastarfið upp. Að svo stöddu er þó óljóst hvernig nákvamlega verði að því staðið. Að loknum fundi héldu formenn félagana yfir í Fjarðarbyggðarhöll þar sem byggingarstjóri verkefnisins tók á móti þeim og fór yfir svæið með þeim.

MMÍ 12-14 ára

Við austfirðingar áttum fjóra keppendur á meistaramóti unglinga 12-14 ára sem fram fór í Laugardalshöll um síðustu helgi. Það voru þeir Egill Þórðarsson(Þristinum), Ingimar Jóhannsson(Þristinum), Brynjar Gauti Snorrasson(Hetti) og Bjarmi Hreinsson(Hetti). Þeir stóðu sig allir með miklum sóma og náðu góðum árangri. Egill var þó sá eini sem kom heim með verðlaunapening en hann varð í öðru sæti í kúluvarpi. En drengirnir stóðu sig vel eins og áður sagði og til að mynda komst Ingimar í úrslit í 60m hlaupi og Brynjar komst einnig í úrslit en það var í grindahlaupi. Einnig náðu þeir Ingimar og Brynjar góðum árangri í 800m hlaupi þar sem þeir voru örfáum sekúndubrotum frá verðlaunasæti.

Nánari úrslit má sjá hér að linknum fyrir neðan eða á fri.is

http://157.157.136.9/cgi-bin/ritarablod/urslitmot449.pdf

Meistaramót UÍA á Fáskrúðsfirði

Meistaramót UÍA verður haldið á laugardaginn 18.02.06. á Fáskrúðsfirði. Mótið hefst klukkan 12:00. Skráningargjald er 500kr. á grein nema hjá 10 ára og yngri, þau greiða 500kr fyrir báðar greinar. Skráning fer fram á vef frjálsíþróttasambands Íslands fri.is í mótaforriti þeirra. Tímaseðil má einning sjá á síðunni.

http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib446.htm

Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu UÍA í síma 471-1353

Formannafundur UÍA

Tilkynning um formannafund UÍA 2006.

Formannafundur UÍA 2006 verður haldin í Grunnskólanum á Reyðarfirði 11. maí næstkomandi. Fundurinn verður settur klukkan 18:30 og er áætlað að ljúka honum klukkan 21:00. Mikilvægt er að formenn eða fulltrúar þeirra mæti á fundin þar sem farið verður yfir íþróttamál á Austurlandi. Boðið verður uppá veitingar á fundinum og í lok fundar er áætlað að skoða nýtt knattspyrnuhús á Reyðarfirði. Vinsamlegast boðið komu ykkar í síma 471-1353 eða með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Dagskrá fundar:

  • Formaður UÍA Jóhann Tryggvason setur fundinn
  • Fulltrúar félaga kynna sig og segja frá starfi síns félags
  • Yfirlit frá gjaldkera og framkvæmdastjóra
  • Viðburðir sumarsins og starfið framundan
  • Styrktarsjóðurinn Sprettur kynning og umræður
  • Útnefning á íþróttamanni UÍA 2005
  • Veitingar og umræður

Skoðunarferð

 

 

Gestir á MM UÍA

Eins og flestum er kunnugt um þá er meistaramót UÍA um helgina á Fáskrúðsfirði og hefst það klukkan 12:00 á laugardaginn. Við hvetjum alla þá sem ekki hafa nú þegar skráð keppendur sína gera það hið fyrsta. UÍA hefur boðið þeim Hornfirðingum(USÚ) að taka þátt og hafa þeir þáð það. Það er því ljóst að um hörkumót og keppni verður að ræða. Við hvetjum sem flesta til að mæta og gera sér glaðan dag á Fáskrúðsfirði.

Úrvalsdeildin í körfubolta hefst á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag hefst Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Eins og flestir austfirðingar vita eru fulltrúar okkar að austan Höttur þar á meðal liða. Hattarmenn fá þá Þór frá Akureyri í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Körfuknattleiksdeild Hattar réð til starfa Bandarískan þjálfara sem hefur verið að móta liðið og koma þeim í form á undanförnum vikum. Mikill spenningur ríkir hér fyrir austan á þessu ævintýri þeirra Hattara og má klárlega búast við að fjölmennt verði á heimaleikjum Hattar í vetur. Einnig má búast við fjölmenni á útileiki því brottfluttir austfirðingar hafa stofnað stuðningsmannafélag fyrir sunnan og komið þar upp síðu því til kynningar, http://www.hattarar.blogspot.com/.

UÍA á Íþróttaþingi

Jóna Petra Magnúsdóttir, Gísli Sigurðarson, Jóhann Tryggvaon og Gunnar Gunnarsson voru fulltrúar UÍA á Íþróttaþingi sem fram fór á Grand Hótel í Reykjavík um seinustu helgi.

Helsta verkefni þingsins var að kjósa nýjan formann, en Ólafur Rafnsson vann kjörið og fékk 120 gegn 113 atkvæðum Sigríðar Jónsdóttur. Það var UÍA nokkurt áfall að Björg Blöndal, fyrrverandi Seyðfirðingur, missti sæti sitt í varastjórn ÍSÍ.
Annars gekk þingið næsta snurðulaust fyrir sig. Eitt fyrsta embættisverk nýs forseta var að fara þess á leit við Jóhann Tryggvason, formann UÍA, að hann flytti þingheimi nokkrar vísur til að stytta þeim stundir meðan beðið var eftir niðurstöðum kosningar til varastjórnar. Jóhann brást vel við erindinu og virtust fundarmenn hafa gaman að vísunum.

GG

MÍ 15-22 ára innanhúss

Við austfirðingar áttum tvo keppendur á MÍ sem fram fór í Laugardalshöll 4-5 febrúar síðasliðin. Það voru Þeir Ingólfur Daníel Sigurðsson og Þorgeir Óli Þorsteinsson. Þeir stóðu sig með ágætum og voru UÍA til sóma likt og endranær. Ingólfur náði góðum árangri í langstökki án atrennu en hann stökk 2,58m og varð í 7 sæti. Einnig keppti hann í langstökki og hástökki. Þorgeir Óli stóð sig einnig mjög vel og varð í 4 sæti í 800m hlaupi aðeins örfáum sekúndubrotum frá verðlaunasæti. Frekari úrslit er að finna á vef fri.is (mótaforriti)

http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib443.htm

SS-Bikarinn í handbolta

Höttur keppti í SS-bikarnum í handbolta síðastliðin þriðjudag, fjórða október, á móti Þór frá Akureyri. Lið Hattar átti mjög góða spretti en átti engu að síður við ofurefli að etja og töpuðu þeir leiknum með 12 marka mun, 20-32. En Hattarmenn geta borið höfuðið hátt því lið þeirra er ungt og óreint og eiga þeir framtíðina tvímannalaust fyrir sér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok