Malarvinnslubikarinn hálfnaður

Um síðustu helgi og nú í vikunni klárast fyrri umferð Malarvinnslubikarsins.

Í B-riðli er búið að spila 5 leiki og allt í járnum og virðist vera sem svo að allir geti unnið alla.  HRV-FC eru þó á toppi riðilsins með níu stig og eiga leik til góða.  Í A-riðli er keppni að fara af stað aftur í kvöld eftir að sá riðill fór í uppnám eftir úrsögn Einherja úr keppninni, en leikur Hattar og UMFB verður spilaður á Eiðum í kvöld.  Með sigri Hattarmanna í kvöld koma þeir sér í vænlega stöðu á toppnum, en þeir tróna þar nú með 6 stig, en sigri UMFB taka þeir toppsætið af Hattarmönnum.  Það er ljóst að framundan er mikil spenna í báðum riðlum og allt lagt í sölurnar til að komast í úrslitakeppni Malarvinnslubikarsins.  Stöðuna í riðlunum má finna hér á síðunni. 

Landsliðsæfing í blaki á Neskaupsstað

Fyrir stuttu síðan var valið í Landsliðsúrtak í blaki yngri landslið karla og kvenna.

Það var Landsliðsæfing í Neskaupsstað fyrir 17 ára landslið kvenna síðastliðna helgi og eru hvorki fleiri nér færri en 10 stúlkur frá Þróttir í 17 ára landsliði kvenna, en hópin skipa 21 stúlka. Það segir meira en mörg orð um hversu framarlaga Þróttur er í blaki. Í 18 ára landsliði karla er einn úr Þrótti, Jóhann Óli Ólasson, og sótti hann landsliðsæfingar suður síðasliðna helgi.

Stúlkurnar frá Þrótti eru:

Erla Guðbjörg Leifsdóttir
Erla Rán Eiríksdóttir
Freydís Ósk Hjörvarsdóttir
Helena Kristín Gunnarsdóttir
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
Kristína Salín Þórhallsdóttir
Sólveig Kristín Björgólfsdóttir
Steinunn Helga Björgólfsdóttir
Sæunn Skúladóttir
Una Gunnarsdóttir

Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins lokið

Þá er fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins lokið að undanskildum leik Hattar og Einherja.

 

Einhver flensa herjar á Vopnfirðinga þessa dagana og eiga þeir því erfitt með að manna sitt lið. Höttur hefur samþykkt að fresta leik þeirra sem átti að vera í fyrstu umferð um óákveðin tíma. En óhætt er að segja að menn séu á skotskónum því hvorki fleiri né færri en 27 mörk hafa litið dagsins ljós í fjórum leikjum. Ef fólk hefur áhuga á að sjá skemmtun og mörg mörk er tilvalið að fara á völlinn og sjá aðra umferð Malarvinnslubikarsins sem verður leikin á sunnudag og mánudag.

Önnur umferð:

A-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 Þristur - Höttur B Eiðavöllur

06/25/2006 16:00 UÍB - UMFB Þórshafnarvöllur

B-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 BN96 - KE Neskaupsstað

06/25/2006 20:00 Súlan - 06. apríl Stöðvarfjarðarvelli

06/26/2006 20:00 Dýnamó - HRV FC Mánavöllur, Höfn

 

Skráningar á Sumarhátíð

Skráningar keppenda á Sumarhátið UÍA eru hafnar.

 

Það verður keppt í eftirfarandi greinum:

Frjálsum íþróttum, skráning fer fram á mótaforriti FRÍ á fri.is

http://157.157.136.9/cgi-bin/Decathlon.exe?-BMainAdmin%20-N523%20-u1005%20-L2%20-P6

Sundi, fyrirkomulag á skráningum liggur ekki fyrir.

Knattspyrnumót, 6.flokkur drengja og stúlkna, skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Golfmót á Ekkjufelsvelli með og án forgjafar fyrir 9-16 ára, skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig verður keppt í Bandý, götukörfubolta, fjölskylduskokki ofl

meira síðar...

 

Spá liðanna í Malarvinnslubikarnum 2006

Liðin sem eru að taka þátt í Malarvinnslubikarnum gafst kostur á að spá fyrir um gengi síns liðs í sumar.

 

Það voru sex lið sem sendu inn sína spá, en það voru: Höttur, HRV- FC, Þristur, BN´96, UMFB og UÍB. UÍA kann þeim bestu þakkir fyrir. Stigin voru reiknuð þannig að lið sem var spáð efsta sætinu í sínum riðli fékk 6 stig, annað sæti fékk 5 stig og svo framvegis.

Spá liðanna:

A - RIÐILL

 

Lið Stig Sæti

Höttur

30

1

Einherji

28

2

UMFB

25

3

Þristurinn

19

4

UÍB

18

5

B - RIÐILL

Lið Stig Sæti

BN´96

31

1-2

KE

31

1-2

Dýnamó

21

3

HRV – FC

19

4

06.apríl

12

5

Súlan

12

6

Samkvæmt spá liðana verða það eftirfarandi lið í undaúrslitum:

Höttur - KE

BN´96 – Einherji

Lið sem oftast var spáð að kæmust í úrslita keppni:

Bn´96: 5 af 6

KE: 5 af 6

Höttur: 4 af 6

Einherji: 3 af 6

UMFB: 3 af 6

Dýnamó: 1 af 6

UÍB: 1 af 6

Þristur: 1 af 6

Lið sem oftast var spáð titlinum:

Höttur: 4 af 6

BN: 1 af 6

Einherji: 1 af 6

 

Afrekshópur UÍA fer á Gautarborgarleikana

Það eru níu krakkar sem mynda afrekshóp UÍA í frjálsum íþróttum og koma þau vítt og breytt að frá austurlandi.

 

Þau hafa verið að æfa af kappi að undanförnu fyrir Gautarborgarleikana sem þau fara á 5. júlí. Þjálfari hópsins er Natalí Jónsson sem er reyndur keppandi og þjálfari í frjálsum íþróttum.

Afrekshópurinn er:

Þorgeir Óli Þorsteinsson(1991)

Freydís Edda Benedictdóttir(1991)

Ásmundur H Ásmundson(1994)

Brynjar Gauti Snorrason(1992)

Elisa Marey Sverrirsdóttir(1993)

Sóldís Alda Óskarsdóttir(1993)

Hrefna Ingólfsdóttir(1990)

Signy Ingólfsdóttir(1994)

Hjalmar Ingólfsson(1991)

 

Einherji segir sig úr Malarvinnslubikarnum

Einherji frá Vopnarfirði hefur sagt sig úr Malarvinnslubikarnum af óviðráðanlegum orsökum. Það er því ljóst að breyta þarf uppröðun leikja en það hefur nú þegar verið gert bæði á mótavefnum okkar og hér á vefnum.

Frjálsíþróttaátak

UÍA hefur lagt af stað í frjálsíþróttaátak.

 

Nú þegar eru hafnar frjálsíþróttaæfingar á vegum UÍA á Stöðvarfirði og Brúarási. Í næstu viku bætist Breiðdalsvík í hópinn. Ef félög hafa áhuga á að fá þjálfara í heimsókn vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 471-1353.

 

Malarvinnslubikarinn af stað

Það voru hvorki fleiri né færri en 15 mörk skoruð í tveimur fyrstu leikjunum í Malarvinnslubikarnum í gær.

Í A-riðli tóku Þristarmenn á móti UMFB á Eiðavelli í blíðskapar veðri. Janft var í hálfleik 2-2 en í seinni hálfleik skoruðu Borgfirðingar 3 gegn 1 þeirra Þristamanna og endaði leikurinn 3-5 fyrir UMFB. Í B-riðli áttust við Knattspyrnufélag Eskifjarðar og Dýnamó frá Höfn. Leikurinn var spilaður á Stöðvarfirði því aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir KE er ekki til staðar í augnablikinu í þeirra byggðarlagi. Þetta var heimaleikur KE og sýndu þeir enga gestrisni og unnu öruggan sigur 5-2. Þremur leikjum var frestað í fyrstu umferð en í A-riðli áttu Höttur-B og Einherji að spila á Eiðavelli en þeim leik var frestað til miðvikudags. Í B-riðli munu BN´96 spila við Súluna á miðvikudag klukkan 20:00 og HRV og 06.apríl munu eigast við á Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00. Úrslit og markaskorara má sjá með því að smella á "Malarvinnslubikarinn, úrslit og tölfræði."

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok