Skráningar á Sumarhátíð

Skráningar keppenda á Sumarhátið UÍA eru hafnar.

 

Það verður keppt í eftirfarandi greinum:

Frjálsum íþróttum, skráning fer fram á mótaforriti FRÍ á fri.is

http://157.157.136.9/cgi-bin/Decathlon.exe?-BMainAdmin%20-N523%20-u1005%20-L2%20-P6

Sundi, fyrirkomulag á skráningum liggur ekki fyrir.

Knattspyrnumót, 6.flokkur drengja og stúlkna, skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Golfmót á Ekkjufelsvelli með og án forgjafar fyrir 9-16 ára, skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig verður keppt í Bandý, götukörfubolta, fjölskylduskokki ofl

meira síðar...

 

Spá liðanna í Malarvinnslubikarnum 2006

Liðin sem eru að taka þátt í Malarvinnslubikarnum gafst kostur á að spá fyrir um gengi síns liðs í sumar.

 

Það voru sex lið sem sendu inn sína spá, en það voru: Höttur, HRV- FC, Þristur, BN´96, UMFB og UÍB. UÍA kann þeim bestu þakkir fyrir. Stigin voru reiknuð þannig að lið sem var spáð efsta sætinu í sínum riðli fékk 6 stig, annað sæti fékk 5 stig og svo framvegis.

Spá liðanna:

A - RIÐILL

 

Lið Stig Sæti

Höttur

30

1

Einherji

28

2

UMFB

25

3

Þristurinn

19

4

UÍB

18

5

B - RIÐILL

Lið Stig Sæti

BN´96

31

1-2

KE

31

1-2

Dýnamó

21

3

HRV – FC

19

4

06.apríl

12

5

Súlan

12

6

Samkvæmt spá liðana verða það eftirfarandi lið í undaúrslitum:

Höttur - KE

BN´96 – Einherji

Lið sem oftast var spáð að kæmust í úrslita keppni:

Bn´96: 5 af 6

KE: 5 af 6

Höttur: 4 af 6

Einherji: 3 af 6

UMFB: 3 af 6

Dýnamó: 1 af 6

UÍB: 1 af 6

Þristur: 1 af 6

Lið sem oftast var spáð titlinum:

Höttur: 4 af 6

BN: 1 af 6

Einherji: 1 af 6

 

Afrekshópur UÍA fer á Gautarborgarleikana

Það eru níu krakkar sem mynda afrekshóp UÍA í frjálsum íþróttum og koma þau vítt og breytt að frá austurlandi.

 

Þau hafa verið að æfa af kappi að undanförnu fyrir Gautarborgarleikana sem þau fara á 5. júlí. Þjálfari hópsins er Natalí Jónsson sem er reyndur keppandi og þjálfari í frjálsum íþróttum.

Afrekshópurinn er:

Þorgeir Óli Þorsteinsson(1991)

Freydís Edda Benedictdóttir(1991)

Ásmundur H Ásmundson(1994)

Brynjar Gauti Snorrason(1992)

Elisa Marey Sverrirsdóttir(1993)

Sóldís Alda Óskarsdóttir(1993)

Hrefna Ingólfsdóttir(1990)

Signy Ingólfsdóttir(1994)

Hjalmar Ingólfsson(1991)

 

Einherji segir sig úr Malarvinnslubikarnum

Einherji frá Vopnarfirði hefur sagt sig úr Malarvinnslubikarnum af óviðráðanlegum orsökum. Það er því ljóst að breyta þarf uppröðun leikja en það hefur nú þegar verið gert bæði á mótavefnum okkar og hér á vefnum.

Frjálsíþróttaátak

UÍA hefur lagt af stað í frjálsíþróttaátak.

 

Nú þegar eru hafnar frjálsíþróttaæfingar á vegum UÍA á Stöðvarfirði og Brúarási. Í næstu viku bætist Breiðdalsvík í hópinn. Ef félög hafa áhuga á að fá þjálfara í heimsókn vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 471-1353.

 

Malarvinnslubikarinn af stað

Það voru hvorki fleiri né færri en 15 mörk skoruð í tveimur fyrstu leikjunum í Malarvinnslubikarnum í gær.

Í A-riðli tóku Þristarmenn á móti UMFB á Eiðavelli í blíðskapar veðri. Janft var í hálfleik 2-2 en í seinni hálfleik skoruðu Borgfirðingar 3 gegn 1 þeirra Þristamanna og endaði leikurinn 3-5 fyrir UMFB. Í B-riðli áttust við Knattspyrnufélag Eskifjarðar og Dýnamó frá Höfn. Leikurinn var spilaður á Stöðvarfirði því aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir KE er ekki til staðar í augnablikinu í þeirra byggðarlagi. Þetta var heimaleikur KE og sýndu þeir enga gestrisni og unnu öruggan sigur 5-2. Þremur leikjum var frestað í fyrstu umferð en í A-riðli áttu Höttur-B og Einherji að spila á Eiðavelli en þeim leik var frestað til miðvikudags. Í B-riðli munu BN´96 spila við Súluna á miðvikudag klukkan 20:00 og HRV og 06.apríl munu eigast við á Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00. Úrslit og markaskorara má sjá með því að smella á "Malarvinnslubikarinn, úrslit og tölfræði."

Landsliðsæfing í blaki á Neskaupsstað

Fyrir stuttu síðan var valið í Landsliðsúrtak í blaki yngri landslið karla og kvenna.

Það var Landsliðsæfing í Neskaupsstað fyrir 17 ára landslið kvenna síðastliðna helgi og eru hvorki fleiri nér færri en 10 stúlkur frá Þróttir í 17 ára landsliði kvenna, en hópin skipa 21 stúlka. Það segir meira en mörg orð um hversu framarlaga Þróttur er í blaki. Í 18 ára landsliði karla er einn úr Þrótti, Jóhann Óli Ólasson, og sótti hann landsliðsæfingar suður síðasliðna helgi.

Stúlkurnar frá Þrótti eru:

Erla Guðbjörg Leifsdóttir
Erla Rán Eiríksdóttir
Freydís Ósk Hjörvarsdóttir
Helena Kristín Gunnarsdóttir
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
Kristína Salín Þórhallsdóttir
Sólveig Kristín Björgólfsdóttir
Steinunn Helga Björgólfsdóttir
Sæunn Skúladóttir
Una Gunnarsdóttir

Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins lokið

Þá er fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins lokið að undanskildum leik Hattar og Einherja.

 

Einhver flensa herjar á Vopnfirðinga þessa dagana og eiga þeir því erfitt með að manna sitt lið. Höttur hefur samþykkt að fresta leik þeirra sem átti að vera í fyrstu umferð um óákveðin tíma. En óhætt er að segja að menn séu á skotskónum því hvorki fleiri né færri en 27 mörk hafa litið dagsins ljós í fjórum leikjum. Ef fólk hefur áhuga á að sjá skemmtun og mörg mörk er tilvalið að fara á völlinn og sjá aðra umferð Malarvinnslubikarsins sem verður leikin á sunnudag og mánudag.

Önnur umferð:

A-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 Þristur - Höttur B Eiðavöllur

06/25/2006 16:00 UÍB - UMFB Þórshafnarvöllur

B-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 BN96 - KE Neskaupsstað

06/25/2006 20:00 Súlan - 06. apríl Stöðvarfjarðarvelli

06/26/2006 20:00 Dýnamó - HRV FC Mánavöllur, Höfn

 

Fundur í sundráði UÍA

Fundargerð Sundráðs UÍA 13.06.2006.

Sundráð UÍA kom saman í Leiknishúsinu á Fáskrúðsfirði 13.06.06.

 

 

Mætt á fund 13.06.2006. klukkan 18:00 eru:

Gunnar (Austra)

Pálína (Leikni)

Oddrún (leikni)

Ómar(Valur)

Dísa Mjöll (Valur)

Elísabet (Þróttur)

Auður Jóna, þjálfari (Þróttur)

Gísli Sigurðarson (framkvæmdastjóri UÍA)

Fundur settur klukkan 18:30

Fundarstjóri er Gunnar Jónsson, Gísli ritar.

  1. Hlutverk sundráðs.

Gísli kynnti drög að starfsreglum sem Arngrímur viðar hafði, árið 2003, unnið uppúr drögum skíðaráðs frá 1986. Einnig hafði Gísli breytt þeim þeim smávægilega.

Enginn í sundráði kannaðist við að slíkt plagg hefi verið kynnt áður. Hlutverk ráðsins var rætt og stefnt er að því að forma starfsreglur enn frekar og fá skýrari deili á skyldum UÍA gagnvart ráðinu.

  1. Æfingarbúðir á Djúpavogi

Rætt um tímasetningu æfingabúða. Valur hefur ekki tök á að mæta, þeir eiga að sjá um hluta af 17. júní hátíðarhöldum í Fjarðarbyggð. Leiknir hefur fáa iðkendur sem eru eldri en 10 ára og því ólíklegt að fjöldmæting verði frá þeim. Austri mætir með sína iðkendur og eins Þróttur. Einnig ætla þjáfarar frá Þrótti, Leikni og Austra að mæta og þjálfari hjá Val stefnir að því.

  1. Árskipulag sundráðs

Rætt um að skipuleggja sundstarfið innan fjórðungs á árs grundvelli. Rætt um nauðsynþess að fjölga mótum og dreifa þeim jafnt yfir árið. Gunnar veltir upp þeirri hugmynd að sunddeildirnar byrji að vinna allt árið og verði með starf yfir vetrar tíman sem ekkihefur tíðkast hingað til. Ómar telur það líklega erfitt fyrir Val því hann hefur ekki trú á því að sundlaugin á Reyðarfirði verði mikið langlífari. Þá var rætt um hugsanlegt samstarf Austra og Vals og jafnvel sameiningu í einhverju formi. Elísabetu list vel á hugmyndina líkt og öllum nema hún nefnir það að kostnaðarliðir gætu leikið deildirnar grátt. Talað er um að allt starfið verði háð samgöngum. Gíisli stingur upp á tvískptingu aldúrshópa 10 ára og eldri verði í því formi sem verið hefur og eldri krakkarnir vinni allt árið og vinni að afreksstefnu. Rætt umað halda Meistaramót UÍA á veturna í Dymbilviku en allir aðilar voru sammála því að breyta ekki því fyrirkomulagi sem verið hefur hingað til, þeas að MMmót UÍA fari fram að hausti til. Ætlunin er að starf deildana verði óbreytt út sumarið og stefnt að því að forma starfð á árs grundvelli í haust. Gunnar stinger uppá að hver og ein deild taki að sér ákveðin hlutverk. Gunnar og Gísli munu forma hugmynd að hugsanlegum starfsemi á ársgrundvelli og kynna það deildunum þegar fram líða stundir.

4.Afrekshópur UÍA

Rætt um þá sniðugu hugmynd að setja þannig hóp á stofn. Fyrirkomulag lauslega rætt, ákveðið að Gísli setur sig í samband við Inga Þór til að kanna hvernig slíkir hópar starfa annars staða á landinu. Í framhaldinu formar hann og sendir út á sunddeildrnar.

  1. Mótaforrit

Nauðsynlegt er fyrir deildirnar að eiga slíkt forrit. Gunnar hefur kynnt sér slík forrit og fór hann stuttlega yfir hvernig ákveðið forrit virkar en það er forrit sem bæði er fyrir mót og einnig fyrir æfingar(þjálfara). Rætt um að deildirnar kaupi slíkan pakka saman og í sameiningu með UÍA. Gísli bendir á styrktarsjóðin Sprett í þeim efnum og telur líka að UÍA þurfi að endurnýja mótaforrit sín fyrir sunmót. Ómar ætlaði að “kanna” málið.

  1. Annað

Rætt um verðlaunapeninga og verðið á þeim. Aðilar sammála um að verðlaunapeningar eru orðnir of dýrir. Gísli og Pálína benda á KLM sem er gott að skipta við og eru ódýrari en flestir aðrir í þessum bransa.

Fyrirspurn kom frá Elísabetu (Þrótti) til UÍA. Hún vildi vita hvernig málum yrði háttað með tjaldstæði á sumarhátið. Hún talar um að vonlaust sé að vera með born og unglinga á Tjaldstæðinu á Egilsstöðum og biðlar til þess að tjaldstæði verði í Selskógi. Gísli bókar og kemur þessu á framfæri.

Fundi slitið 19:45

Fundargerð ritaði Gísli Sigurðarson, framkvæmdastjóri UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok