Fundur í sundráði UÍA

Fundargerð Sundráðs UÍA 13.06.2006.

Sundráð UÍA kom saman í Leiknishúsinu á Fáskrúðsfirði 13.06.06.

 

 

Mætt á fund 13.06.2006. klukkan 18:00 eru:

Gunnar (Austra)

Pálína (Leikni)

Oddrún (leikni)

Ómar(Valur)

Dísa Mjöll (Valur)

Elísabet (Þróttur)

Auður Jóna, þjálfari (Þróttur)

Gísli Sigurðarson (framkvæmdastjóri UÍA)

Fundur settur klukkan 18:30

Fundarstjóri er Gunnar Jónsson, Gísli ritar.

  1. Hlutverk sundráðs.

Gísli kynnti drög að starfsreglum sem Arngrímur viðar hafði, árið 2003, unnið uppúr drögum skíðaráðs frá 1986. Einnig hafði Gísli breytt þeim þeim smávægilega.

Enginn í sundráði kannaðist við að slíkt plagg hefi verið kynnt áður. Hlutverk ráðsins var rætt og stefnt er að því að forma starfsreglur enn frekar og fá skýrari deili á skyldum UÍA gagnvart ráðinu.

  1. Æfingarbúðir á Djúpavogi

Rætt um tímasetningu æfingabúða. Valur hefur ekki tök á að mæta, þeir eiga að sjá um hluta af 17. júní hátíðarhöldum í Fjarðarbyggð. Leiknir hefur fáa iðkendur sem eru eldri en 10 ára og því ólíklegt að fjöldmæting verði frá þeim. Austri mætir með sína iðkendur og eins Þróttur. Einnig ætla þjáfarar frá Þrótti, Leikni og Austra að mæta og þjálfari hjá Val stefnir að því.

  1. Árskipulag sundráðs

Rætt um að skipuleggja sundstarfið innan fjórðungs á árs grundvelli. Rætt um nauðsynþess að fjölga mótum og dreifa þeim jafnt yfir árið. Gunnar veltir upp þeirri hugmynd að sunddeildirnar byrji að vinna allt árið og verði með starf yfir vetrar tíman sem ekkihefur tíðkast hingað til. Ómar telur það líklega erfitt fyrir Val því hann hefur ekki trú á því að sundlaugin á Reyðarfirði verði mikið langlífari. Þá var rætt um hugsanlegt samstarf Austra og Vals og jafnvel sameiningu í einhverju formi. Elísabetu list vel á hugmyndina líkt og öllum nema hún nefnir það að kostnaðarliðir gætu leikið deildirnar grátt. Talað er um að allt starfið verði háð samgöngum. Gíisli stingur upp á tvískptingu aldúrshópa 10 ára og eldri verði í því formi sem verið hefur og eldri krakkarnir vinni allt árið og vinni að afreksstefnu. Rætt umað halda Meistaramót UÍA á veturna í Dymbilviku en allir aðilar voru sammála því að breyta ekki því fyrirkomulagi sem verið hefur hingað til, þeas að MMmót UÍA fari fram að hausti til. Ætlunin er að starf deildana verði óbreytt út sumarið og stefnt að því að forma starfð á árs grundvelli í haust. Gunnar stinger uppá að hver og ein deild taki að sér ákveðin hlutverk. Gunnar og Gísli munu forma hugmynd að hugsanlegum starfsemi á ársgrundvelli og kynna það deildunum þegar fram líða stundir.

4.Afrekshópur UÍA

Rætt um þá sniðugu hugmynd að setja þannig hóp á stofn. Fyrirkomulag lauslega rætt, ákveðið að Gísli setur sig í samband við Inga Þór til að kanna hvernig slíkir hópar starfa annars staða á landinu. Í framhaldinu formar hann og sendir út á sunddeildrnar.

  1. Mótaforrit

Nauðsynlegt er fyrir deildirnar að eiga slíkt forrit. Gunnar hefur kynnt sér slík forrit og fór hann stuttlega yfir hvernig ákveðið forrit virkar en það er forrit sem bæði er fyrir mót og einnig fyrir æfingar(þjálfara). Rætt um að deildirnar kaupi slíkan pakka saman og í sameiningu með UÍA. Gísli bendir á styrktarsjóðin Sprett í þeim efnum og telur líka að UÍA þurfi að endurnýja mótaforrit sín fyrir sunmót. Ómar ætlaði að “kanna” málið.

  1. Annað

Rætt um verðlaunapeninga og verðið á þeim. Aðilar sammála um að verðlaunapeningar eru orðnir of dýrir. Gísli og Pálína benda á KLM sem er gott að skipta við og eru ódýrari en flestir aðrir í þessum bransa.

Fyrirspurn kom frá Elísabetu (Þrótti) til UÍA. Hún vildi vita hvernig málum yrði háttað með tjaldstæði á sumarhátið. Hún talar um að vonlaust sé að vera með born og unglinga á Tjaldstæðinu á Egilsstöðum og biðlar til þess að tjaldstæði verði í Selskógi. Gísli bókar og kemur þessu á framfæri.

Fundi slitið 19:45

Fundargerð ritaði Gísli Sigurðarson, framkvæmdastjóri UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok