Undirskrift Malarvinnslubikars

Fyrir stundu var undirritað samkomulag milli UÍA og Malarvinnslunnar um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili bikarkeppni sambandsins í knattspyrnu karla og mun keppnin bera heitið Malarvinnslubikarinn.

 

Malarvinnslan hefur styrkt keppnina undanfarin ár og er komin hefð á nafnið meðal austfirskra áhugaknattspyrnumanna sem líta á keppnina sem einn af vorboðunum. Knattspyrnuráð tók framkvæmd keppninnar fyrir á fundi sínum í vikunni og voru þar samþykktar nokkrar breytingar á reglum keppninnar. Keppnin, ásamt nýju reglunum, verður svo betur kynnt í Snæfelli sem kemur út eftir helgi og á vefnum fljótlega.

Gísli Sigurðarson og Sigurþór Sigurðsson undirrituðu samkomulagið í húsakynnum Malarvinnslunnar. Mynd: Gunnar Gunnarsson

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok