Fundur í sundráði UÍA

Fundargerð Sundráðs UÍA 06.06.2006.

Sundráð UÍA átti að koma saman á skrifstofu UÍA 06.06.06.

 

Þar sem einungis Gunnar Jónsson og Pálína Margeirsdóttir boðaðu komu sína var ákveðið klukkustund fyrir fund að halda símafund á milli þeirra og skrifstofu UÍA þar sem Gísli Sigurðarson er.

Mætt á símafund 06.06.2006. klukkan 17:00 eru:

Gunnar Jónsson (Austra)

Pálína Margeirsdóttir (Leikni)

Gísli Sigurðarson (framkvæmdastjóri UÍA)

Gísli býður þau Gunnar og Pálínu velkomin á símafund. Gunnar og Gísli lýsa yfir óánægju sinni með það hversu fáir sækja fund. Það er áhyggjuefni að aðilar sjái sér ekki fært að mæta á fund með svo löngum fyrirvara hvað þá að svara fundarboði.

Mál rædd

  1. Sumarhátíð UÍA færist til 22-23 júlí. Sundráð gerir ekki beinar athugasemdir við frestun hennar.

  1. Æfingarbúðir á Egilsstöðum 17-18. júní sem búið var að ákveða að halda með þeim Brian Landsliðsþjálfara og Inga Þór virðast vera að detta upp fyrir ! Hattarmenn hafa ekki svarð tölvupósti frá Gunnari. Flestir í stjórn sunddeildar Hattar eru farnir í frí og eru ekki á svæðinu. Einnig hafa viðbrögð hinna deildanna ekki verið á þann veg að margir fengjust í þessar æfingarbúðir. Upp kom sú hugmynd að athuga hvort Neisti hefði áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Gunnar ætlar að hafa uppá Alberti formanni Neista og óska eftir því að þeir taki þetta að sér. Einnig ætlar Gunnar að heyra í Brian og kanna hans hug. Gísli ætlar að hafa upp á Laufeyju þjálfara hjá Hetti og kanna hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að félagið taki verkefnið að sér.

  1. Sunddagar á Eskifirði tókust vel til. Veðrið var reyndar mjög leiðinlegt en það létu fáir það á sig fá. Miklar og jákvæðar umræður sköpuðust á þessum sunddögum og komu þeir Brian og Ingi þór með margar góðar hugmyndir sem sunddeildirnar hér fyrir austan gætu hent í framkvæmd. Meðal annars sem rætt var að auka fjölda móta til muna og jafnvel að forma mótahald á árs basis þar sem mót yrðu haldin ávalt á sama stað.

  1. Rætt var um fyrirkomulag um mótahald og hugmynd frá Gunnari um að halda fleiri mót en gert hefur verið yfir árið hingað til. Gunnar mæltist til þess að haldin yrðu jóla- og bikarmót.

  1. Rætt var um ársplan sundstarfsins hér fyrir austan og hugmynd frá Gunnari um að forma það nánar. Gísli stingur uppá að gera það á fundi og einnig að raða þá mótum niður á félög.

  1. Rætt var um hlutverk sundráðs og í framhaldi sunddeildana. Það er óljóst hvað það er nákvamlega en Gísli ætlar að koma með þær reglur á næsta fund.

  1. Rætt var um mótaforrit og nauðsyn þess að eiga slíkt hér fyrir austan.

  1. Gunnar lýsti yfir óánægju sinni með samskipti milli sunddeilda hér fyrir austan. Deildirnar svara ekki tölvupóstum þó svo að aðilar frá þeim lesi póstinn. Rætt var um að bæta þurfi þessi mál. Gísli tekur undir þetta og bendir á að það sé lágmarks kurteisi að svara tölvupósti þó svo sé ekki meira.

  1. Þar sem fáir mættu til fundar og þeim störfum ekki lokið sem ætlað var er ákveðið að boða til fundar næstkomandi þriðjudag, 13. júní 2006.. Sá fundur verður haldin á Fáskrúðsfirði klukkan 18:00. Gísli boðar til fundar.

Fundi slitið 17:44

Gísli ritaði fundargerð

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok