Góður árangur á MÍ

Keppendur frá UÍA nældu í tvö gull og þrjú brons á MÍ 11-14 ára sem fram fór á Laugum um helgina.

 

Daði Fannar Sverrisson sigraði í spjótkasti í flokki 12 ára stráka með kasti upp á 36,62 metra. Hann nældi sér einnig í bronsverðlaun í kúluvarpi.

Heiðdís Sigurjónsdóttir náði gullverðlaunum í langstökki 12 ára stelpna er hún stökk 4,95 metra. Að auki náði Heiðdís bronsverðlaunum í hástökki og 800 metra hlaupi.

Sannarlega frábær árangur.

 

Tvenn gullverðlaun á unglingalandsmóti

Tvenn gullverðlaun skiluðu sér í tjald UÍA á unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn og nokkuð af silfur og bronsverðlaunum. Hrafn Guðlaugsson sigraði í golfi 16-18 ára á 155 höggum, ríflega 20 höggum minna en næsti maður. Í spjótkasti 12 ára stráka sigraði Daði Fannar Sverrisson með kasti upp á 37,78 metra. Árangur keppenda UÍA var eftirfarandi:

 

Glíma

Stelpur 11-12 ára
2. Telma Sif Steinarsdóttir, 2

Piltar 13-14 ára:
2. Hjörtur Elí Steindórsson 1

Golf

16-18 ára
1 Hrafn Guðlaugsson 75 80 155

Sund

Stelpur 11-12 ára 50 metra skriðsund
7 Guðdís Benný Eiríksdóttir 41,5

Strákar 13-14 100 metra bringusund
5 Einar Bjarni Hermannsson 01:47,1

Stelpur 11-12 50 metra bringusund
10 Guðdís Benný Eiríksdóttir 51,71

Strákar 13-14 50 metra bringusund
7 Einar Bjarni Hermannsson 49,27

Strákar 13-14 50 metra flugsund
8 Einar Bjarni Hermannsson 46,19

Frjálsar íþróttir

Hástökk Stelpur 12 ára
4-5 1,35 Heiðdís Sigurjónsdóttir
4-5 1,35 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir

Langstökk Telpur 13 ára
4 4,21 Erla Gunnlaugsdóttir

Spjótkast (400 gr) Piltar 13 ára
3 37,05 Andrés Kristleifsson

Kúluvarp 2,0 kg. Strákar 12 ára
2 10,54 Daði Fannar Sverrisson

Langstökk Sveinar 15 - 16 ára
16 4,79 Brynjar Gauti Snorrason

Langstökk Strákar 12 ára
15 3,60 Daði Fannar Sverrisson

800 m. Telpur 13 ára
8 2:52,47 Erla Gunnlaugsdóttir

800 m. Piltar 13 ára
5 2:39,66 Andrés Kristleifsson

60 m. úrslit Stelpur 12 ára
3 09,02 Heiðdís Sigurjónsdóttir

Kúluvarp 4,0 kg. Sveinar 15 - 16 ára
3 12,82 Bjarmi Hreinsson

5 11,96 Brynjar Gauti Snorrason

Hástökk Strákar 12 ára
7 1,20 Daði Fannar Sverrisson

Spjótkast(400 gr) Telpur 13 ára
11 19,60 Erla Gunnlaugsdóttir

Hástökk Piltar 13 ára
3 1,45 Andrés Kristleifsson

Kúluvarp 3,0 kg. Telpur 13 ára
19 6,35 Erla Gunnlaugsdóttir

800 m. Sveinar 15 - 16 ára
9 2:25,07 Brynjar Gauti Snorrason

600 m. Stelpur 12 ára
3 1:52,88 Heiðdís Sigurjónsdóttir
25 2:29,98 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir

Hástökk Telpur 13 ára
8-9 1,35 Erla Gunnlaugsdóttir

Langstökk Stelpur 12 ára
2 4,51 0 Heiðdís Sigurjónsdóttir

Spjótkast (600 gr) Sveinar 15 - 16 ára
7 41,33 Brynjar Gauti Snorrason
8 40,70 Bjarmi Hreinsson

100 m. úrslit. Telpur 13 ára
9 14,50 Erla Gunnlaugsdóttir

Langstökk Piltar 13 ára
5 4,33 Andrés Kristleifsson

4*100 m. boðhl. Telpur 13 ára
6 1:00,75 Sveit ÚÍA

Kúluvarp 2,0 kg. Stelpur 12 ára
4 8,76 Birta Hörn Guðmundsdóttir
19 6,66 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir
29 6,23 Heiðdís Sigurjónsdóttir

Spjótkast(400 gr) Strákar 12 ára
1 37,78 Daði Fannar Sverrisson

 

Sautján keppendur á unglingalandsmóti

Sautján keppendur frá UÍA taka þátt í unglingalandsmóti UMFÍ sem hófst í Þorlákshöfn í morgun.

Hrafn Guðlaugsson, kylfingur, var fyrstur af stað af keppendum UÍA en hann hóf leik klukkan átta í morgun. Í dag verður að auki keppt í frjálsum íþróttum og fótbolta. UÍA sendir einnig keppendur í glímu og sundi en þær greinar hefjast á morgun. Nokkrir foreldrar eru með í för enda mótið fjölskylduhátíð. Lovísa Hreinsdóttir þjálfar frjálsíþróttahópinn og Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, verður við setningarathöfnina í kvöld. Mótinu lýkur á sunnudag en hægt er að fylgjast með á www.ulm.is.

Borgfirðingum dugir stig

<p><em>UMFB dugir jafntefli gegn 06. apríl til að tryggja sér Malarvinnslubikarinn 2008. Liðin mætast á Seyðisfirði í lokaumferð keppninnar. Dynamó Höfn hefur skráð sig úr leik.</em></p><p />

<p>UÍA fékk í dag staðfestingu frá Hornfirðingum á að þeir væru hættir þátttöku. „Það er búið að vera þétt prógramm hjá mfl. karla hér á Höfn ásamt 3.flokk kk en mikið af þeim leikmönum spila með Dýnamó, einnig er fólk farið að flykkjast aftur í bæinn í skóla. Við viljum bara biðjast afsökunar á þessu hjá okkur, þar sem við vildum auðvitað aldrei að þetta myndi gerast,“ segi í tilkynningu Dynamó. Liðið hafði lokið fimm leikjum af níu sem áttu að hafa verið leiknir og erfiðlega gekk að ná í forsvarsmenn liðsins.</p><p>Liðið telst hafa tapað öllum leikjum sínum 0-3. Úrslit keppninnar ráðast um helgina þegar 06. apríl tekur á móti UMFB og BN á móti KR. Borgfirðingar eru efstir með 21 stig og dugir jafntefli. Tapi Borgfirðingar getur BN stolið titlinum með að vinna KR. Stigin duga reyndar ekki ein, Borgfirðingar eru með 13 mörk í plús en Norðfirðingar 10. </p>

Dulbúin gæfa í tugatali

<p><em>Malarvinnslubikarkerfið er komið í lag. Hægt er að sjá stöðuna í keppninni með að smella á linkinn hér til vinstri.</em></p><p><em><font face="Times New Roman" color="#000000" size="3"></font></em></p>

 

Malarvinnslubikarinn: Sjötta og sjöunda umferð

<p><em>Allnokkrir leikir hafa verið leiknir í Malarvinnslubikarnum undanfarnar tvær vikur.</em></p>

<p>Sjötta umferð keppninnar var leikin sunnudaginn 20. júlí. KR-ingar gerðu góða ferð suður í Hornafjörð og unnu heimamenn í Dynamó Höfn 2-0.</p><p>Ferð Þristar til Borgarfjarðar var sömuleiðis ferð til fjár en þeir unnu góðan 2-1 sigur á heimamönnum. UMFB átti ívið meira í leiknum en það eru jú mörkin sem telja.</p><p>Síðasti leikur umferðarinnar var á Seyðisfirði en þar höfðu gestirnir í BN ´96 sigur gegn liði 06. apríl 1-3. Alir leikir umferðarinnar unnust því á útivelli.</p><p>Sjöunda umferðin fór fram um liðna helgi. BN ´96 gerði góða ferð á Fellavöll og unnu stórsigur á Þristarmönnum 2-6.</p><p>Á Seyðisfirði gerðu KR og 06. apríl 1-1 jafntefli í hörkuleik.</p><p>Leikur UMFB og Dynamó Hafnar sem fram fór á Borgarfirði var flautaður af undir lok fyrri hálfleiks eftir að leikmaður gestana veittist að dómara með höggum. Staðan þegar leikurinn var flautaður af var 7-3 heimamönnum í vil. UÍA lítur málið vitaskuld mjög alvarlegum augum og er með það til skoðunar hvaða viðurlögum verður beitt og hver úrslit leiksins verða. Verður tilkynnt innan tíðar hver niðurstaða málsins verður.</p><p>Til viðbótar við þetta var einum leik í 8. umferð keppninnar flýtt um viku. KR-ingar tóku á móti Þristi og unnu 1-0 sigur.</p><p>Eins og fram hefur komið er var stöðusíða Malarvinnslubikarsins hökkuð af óprúttnum aðilum. Unnið er að því að setja hana upp að nýju og vonandi verður hún komin í gagnið sem allra fyrst.</p>

Meistarmót í frjálsum 11-14 ára

Nú um helgina verður Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára haldið á Laugum.

 

Að þessu sinni munu 3 keppendur frá UÍA taka þátt í mótinu. Það eru þau Daði Fannar Sverrisson, Erla Gunnlaugsdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir. Öll stóðu þau sig með miklum sóma á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn og við hjá UÍA vonumst til þess að þau standi sig jafnvel betur nú um helgina. Þjálfari krakkanna er Lovísa Hreinsdóttir.

 

Sautján keppendur á unglingalandsmóti

Sautján keppendur frá UÍA taka þátt í unglingalandsmóti UMFÍ sem hófst í Þorlákshöfn í morgun.

Hrafn Guðlaugsson, kylfingur, var fyrstur af stað af keppendum UÍA en hann hóf leik klukkan átta í morgun. Í dag verður að auki keppt í frjálsum íþróttum og fótbolta. UÍA sendir einnig keppendur í glímu og sundi en þær greinar hefjast á morgun. Nokkrir foreldrar eru með í för enda mótið fjölskylduhátíð. Lovísa Hreinsdóttir þjálfar frjálsíþróttahópinn og Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, verður við setningarathöfnina í kvöld. Mótinu lýkur á sunnudag en hægt er að fylgjast með á www.ulm.is.

Íslands ógæfu verður allt að vopni

<em>Heimasíða Malarvinnslubikarsins hefur verið hökkuð.</em>

Í stað stöðunnar birtast skilaboð á tyrknesku. Þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að þýða annað orð en „ást“ í skilaboðunum. Unnið er að viðgerð á kerfinu.<br />Einn leikur verður í keppninni í kvöld, UMFB tekur á móti BN.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok