• Framlenging á umsóknarfresti vegna auglýsingar er til 23.mars nk.
 • Gunnar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri UÍA

  Gunnar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri UÍA

  Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) hefur gengið frá ráðningu Gunnars Gunnarssonar sem nýs framkvæmdastjóra sambandsins. Hann tekur við starfinu af Ester S. Sigurðardóttur sem er nýr rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi.

  Lesa meira
 • UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni í fullt starf.

  UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni í fullt starf.

  Helstu verkefni:
  Umsjón með farandþjálfun.
  Undirbúningur og framkvæmd fjölbreyttra íþróttamóta og -viðburða.
  
  Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf að:
  Hafa þekkingu og reynslu af þjálfun barna og unglinga.
  Íþróttafræðimenntun er kostur en ekki skilyrði.
  Vera góð fyrirmynd og get framvísað hreinu sakavottorði.
  Vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
  Vera jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum.
  Hafa brennandi áhuga á íþróttum.
  Hafa bílpróf.
  
  Sumarstarfsmaður starfar með framkvæmdastjóra og stjórn UÍA.
  Umsóknir skulu berast fyrir 15. mars n.k. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s: 4711353 / 8997600 
  eða Gunnar Gunnarsson formaður, 8481981 
  Lesa meira
 • Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

  Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

  Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn
   
  Fyrir þremur vikum birtust frásagnir kvenna innan íslensku íþróttahreyfingarinnar af kynferðislegu ofbeldi. Frásagnirnar birtast undir yfirskriftinni #jöfnumleikinn og eru hluti af hinni alþjóðlegu #MeToo bylgju. Frásagnirnar eru sláandi og kalla á viðbrögð.
   
  Skrifstofa UÍA hefur undanfarnar vikur framsent fræðsluefni frá UMFÍ og ÍSÍ sem tengist þessari umræðu. Eins vísum við á fagráð Æskulýðsvettvangsins, sem við eigum aðild að í gegnum UMFÍ. Þar eru hlutlausir sérfræðingar sem taka á málum sem upp kunna að koma.
   
  Í tengslum við þessa umræðu hefur verið hvatt til þess að íþróttafélög setji sér siðareglur, hegðunarviðmið og komi upp áætlunum til að bregðast við og koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi innan sinna raða.
   
  Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp með forsprökkum #jöfnumleikinn og fulltrúum UMFÍ og ÍSÍ. Starfshópurinn á að skila af sér í mars. Við höfum þær upplýsingar að frá hópnum sé von á tillögum að reglum, áætlunum og stefnum sem íþróttafélög geta tekið upp og eins vonandi stuðning við að gera það. Við bindum vonir við vinnu starfshópsins og að hægt verði að vera með samræmd og fagleg viðbrögð í kjölfarið.
   
  Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef ykkur vantar aðstoð eða nánari upplýsingar.
   
  F.h. stjórnar UÍA
  Gunnar Gunnarsson, formaður
  Lesa meira

UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2017

Launaflsbikarinn 2017

Lesa meira

Verkefnin

 • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Íþrótta- og fjölskylduhátíð sem fer fram aðra helgina í júlí ár hvert, á Egilsstöðum. Keppnisgreinar eru afar fjölbreyttar s.s. frjálsar íþróttir, sund, ljóðaupplestur, borðtennis, bogfimi, boccia, púttmót eldri borgara.
 • Launaflsbikarinn

  Launaflsbikarinn

  Utandeildarkeppni í knattspyrnu. Skráningarblað má finna hér fyrir neðan. Tekið við skráningum til 25. maí.

  Lesa meira

 • Tour de Ormurinn

  Tour de Ormurinn

  Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið sem er haldin árlega og fer fram 13. ágúst í ár. Keppnisleiðir eru tvær Umhverfis Orminn langa 68 km boðið uppá einstaklings og liðakeppni. Hörkutólahringurinn 103 km Eingöngu boðið upp á einstakliðakeppni. Helgina sem keppnin fer fram verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá tengda hjólreiðum, hreyfingu, gleði og gáska. Auk þess sem Héraðshátíðin Ormsteiti verður í fullum gangi og býður hjólreiðafólk og fylgifiska þess hjartanlega velkomið í fjörið.

  Lesa meira

 • Bólholtsbikarinn

  Bólholtsbikarinn

  Utandeildarkeppni í körfuknattleik
 • Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ Sprellfjörugt Evrópuverkefni sem miðar að því að koma allri álfunni á hreyfingu. Austurland lætur sitt ekki eftir liggja í því og boðið upp á fjölbreytta hreyfiviðburði um allan fjórðung.

  Lesa meira

 • Sprettur Sporlangi

  Sprettur Sporlangi

 • Farandþjálfun

 • Sundráð UÍA

 • Frjálsíþróttaráð UÍA

 • Fjölskyldan á fjallið

  Viðburðir

  • Sambandsþing UÍA

  • Hreyfivika UMFÍ

   Hreyfivika UMFÍ

   Austurland allt á ið í tilefni af Moveweek.

   Lesa meira

  • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Fjölbreytt íþróttaveisla fyrir alla fjölskylduna.
  • Tour de Ormurinn
   https://www.facebook.com/TourDeOrmurinn/

   Tour de Ormurinn

   9:00

   Lesa meira

   

  Aðildarfélög

  • Ungmennafélagið Valur
  • Ungmennafélagið Austri
  • Ungmennafélagið Einherji
  • Íþróttafélagið Höttur
  • Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði
  • Íþróttafélagið Huginn Seyðisfirði
  • Ungmennafélagið Leiknir
  • Ungmennafélagið Neisti
  • Samvirkjafélag Eiðaþinghár
  • Skíðafélagið í Stafdal
  • Knattspyrnufélagið Spyrnir
  • Íþróttafélagið Þróttur
  • Ungmennafélagið Þristur
  • Ungmennafélagið Súlan

   Staðsetning og opnunartími

   Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

   Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

   Framkvæmdastjóri er Ester S. Sigurðardóttir.
   Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

   Kennitala UÍA er: 660269-4369.

   Landssambönd

   ÍSÍ
   UMFÍ