• Sjóðir sem opnir eru til umsóknar þessa dagana.

  Hér kemur ofurlítill listi, ekki tæmandi þó, um sjóði sem opnir eru til umsóknar þessa dagana.

  Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa. Hægt að sækja um ferns konar styrk; Afreksstyrki (fyrir 18 ára og yngri), iðkendastyrki (fyrir 18 ára og yngri), þjáflarstyrki og félagastyrki. Opið fyrir umsóknir til 15. október og allar nánari upplýsingar hér http://www.uia.is/verkefnin/sprettur.

  Afreks- og fræðslusjóður UÍA. Þrenns konar styrkir eru veittir úr sjóðunum; styrkir fyrir afreksfólk sem skarar framúr í sinni íþróttagrein, styrkir til æfinga- og keppnisferða fyrir iðkendur sem sýna stórstígar framfarir og þjálfunar- og fræðslustyrkir til félaga eða sérgreinaráða UÍA. Ólíkt Spretti er Afreks- og fræðslusjóður opinn allt árið um kring og er sjóðurinn ekki hvað síst ætlaður þeim íþrótta- og afreksmönnum sem komnir eru yfir 18 ára og því ekki gjaldgengir í Sprett. Nánari upplýsingar http://www.uia.is/um-uia/reglugerd-um-afreks-og-fraedslusjod

  Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Opið fyrir umsóknir til 1. október, og umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má sjá http://www.umfi.is/sjodir

  Íþróttasjóður, við styrkveitingar er einkum horft til verkefna sem miða að því að bæta aðstöðu ti íþróttaiðkunnar, útbreiðslu- og fræðsluverkefna og íþróttarannsókna. Opið fyrir umsóknir til 2. október og allar nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/

  Æskulýðssjóður, sjóðurinn tekur til verkefna sem eru fyrir börn og ungmenni 6-25 ára og eru til þess fallin að auka möguleika æskulýðsfélaga (þ.m.t. ungmenna- og íþróttafélög) til að bjóða uppá fjölbreyttari starfsemi. Opið fyrir umsóknir til 16. október og allar nánari upplýsingar má sjá: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/

  Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki
  Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í haustúthlutun rennur út þann 1. október nk.
  Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi góðra mála á Austurlandi í eftirfarandi flokkum:
  Umhverfi og náttúruvernd
  Öryggi og heilsa
  Menntun og þjálfun
  Menning, tómstundir og félagsstörf
  Vinsamlegast skoðið síðuhttp://www.alcoa.com/iceland/ic/community/default.asp um samfélagsstyrki til þess að hlaða niður umsóknareyðublaði. Athugið að af sérstökum ástæðum hefur umsóknarfrestur nú verið framlengdur til 1. október, þótt annar skiladagur sé tilgreindur á síðunni.

  Að auki er rétt að benda á að í gegnum skrifstofu Evrópu unga fólksins má sækja um ýmsiskonar Erasmus + styrki til ungmennaskiptaverkefna, EVS sjálfboðaliðaverkefna, þjálfunar aðila í æskulýðsstarfi, stefnumiðaðra samstarfsverkefna, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Þar má einnig finna ýmis konar námskeið, sem haldin eru víðsvegar um Evrópu og taka á hinum ýmsu þáttum sem nýtast ungu fólki eða fólki sem starfar innan æskulýðsgeirans. Allar nánari upplýsingarhttp://www.euf.is/
  Við minnum á að það borgar sig að kynna sér vel reglur þeirra sjóða sem sækja á um í og vanda til verka við gerð umsóknar, það stóreykur líkurnar á að styrkur fáist. Gangi ykkur vel.

  Lesa meira
 • Sprettur - Afrekssjóður UÍA og Alcoa

  Sprettur - Afrekssjóður UÍA og Alcoa

  Umsóknarfrestur í haustúthlutun úr

  styrktarsjóðnum Spretti rennur út

  15. október.

  Allar nánari upplýsingar og

  umsóknareyðublað má finna á

  http://www.uia.is/verkefnin/sprettur/senda-inn-umsokn

  www.uia.is / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 471-1353.

  Lesa meira
 • Leiknir varði Launaflsbikarinn

  Leiknir varði Launaflsbikarinn

  Leiknir Fáskrúðsfirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls, annað árið í röð en liðið lagði Einherja í úrslitaleik í síðustu viku 4-1.

  Lesa meira
 • Sumarlokun skrifstofu

  Sumarlokun skrifstofu

  Skrifstofa UÍA er lokuð til mánudagsins 4. september vegna sumarleyfa starfsfólks. Tölvupósti er svarað eftir föngum. Ef erindið er brýnt má hafa samband við Gunnar Gunnarsson, formann, í síma 848-1981.

   

  Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2017

Launaflsbikarinn 2017

Lesa meira

Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UIA og Alcoa

Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UIA og Alcoa

Lesa meira

Verkefnin

 • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Íþrótta- og fjölskylduhátíð sem fer fram aðra helgina í júlí ár hvert, á Egilsstöðum. Keppnisgreinar eru afar fjölbreyttar s.s. frjálsar íþróttir, sund, ljóðaupplestur, borðtennis, bogfimi, boccia, púttmót eldri borgara.
 • Launaflsbikarinn

  Launaflsbikarinn

  Utandeildarkeppni í knattspyrnu. Skráningarblað má finna hér fyrir neðan. Tekið við skráningum til 25. maí.

  Lesa meira

 • Tour de Ormurinn

  Tour de Ormurinn

  Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið sem er haldin árlega og fer fram 13. ágúst í ár. Keppnisleiðir eru tvær Umhverfis Orminn langa 68 km boðið uppá einstaklings og liðakeppni. Hörkutólahringurinn 103 km Eingöngu boðið upp á einstakliðakeppni. Helgina sem keppnin fer fram verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá tengda hjólreiðum, hreyfingu, gleði og gáska. Auk þess sem Héraðshátíðin Ormsteiti verður í fullum gangi og býður hjólreiðafólk og fylgifiska þess hjartanlega velkomið í fjörið.

  Lesa meira

 • Bólholtsbikarinn

  Bólholtsbikarinn

  Utandeildarkeppni í körfuknattleik
 • Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ Sprellfjörugt Evrópuverkefni sem miðar að því að koma allri álfunni á hreyfingu. Austurland lætur sitt ekki eftir liggja í því og boðið upp á fjölbreytta hreyfiviðburði um allan fjórðung.

  Lesa meira

 • Sprettur Sporlangi

  Sprettur Sporlangi

 • Farandþjálfun

 • Sundráð UÍA

 • Frjálsíþróttaráð UÍA

 • Fjölskyldan á fjallið

  Viðburðir

  • Sambandsþing UÍA

  • Hreyfivika UMFÍ

   Hreyfivika UMFÍ

   Austurland allt á ið í tilefni af Moveweek.

   Lesa meira

  • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Fjölbreytt íþróttaveisla fyrir alla fjölskylduna.
  • Tour de Ormurinn
   https://www.facebook.com/TourDeOrmurinn/

   Tour de Ormurinn

   9:00

   Lesa meira

   

  Aðildarfélög

  • Ungmennafélagið Valur
  • Ungmennafélagið Austri
  • Ungmennafélagið Einherji
  • Íþróttafélagið Höttur
  • Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði
  • Íþróttafélagið Huginn Seyðisfirði
  • Ungmennafélagið Leiknir
  • Ungmennafélagið Neisti
  • Samvirkjafélag Eiðaþinghár
  • Skíðafélagið í Stafdal
  • Knattspyrnufélagið Spyrnir
  • Íþróttafélagið Þróttur
  • Ungmennafélagið Þristur
  • Ungmennafélagið Súlan

   Staðsetning og opnunartími

   Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

   Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

   Framkvæmdastjóri er Ester S. Sigurðardóttir.
   Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

   Kennitala UÍA er: 660269-4369.

   Landssambönd

   ÍSÍ
   UMFÍ