• ULM 2017, unga fólkið passar að ekki verið hent í dansiball með Geirmundi og Álftagerðisbræðrum

  ULM 2017, unga fólkið passar að ekki verið hent í dansiball með Geirmundi og Álftagerðisbræðrum

  Það eru 10 mánuðir fram að Unglingalandsmóti 2017 sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgi. Það er óhætt að segja að það sé kominn fiðringur í mannskapinn, undirbúningur jafnt hjá sveitarfélagi og UÍA kominn í fullan gang og gengur vel. Unglingalandsmótsnefnd sem skipuð er fulltrúum frá UÍA og Fljótsdalshéraði, fundaði á dögunum ásamt Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóra mótsins, þar var meðal annars farið yfir hugmyndir að keppnisgreinum mótsins, sem er óhætt að fullyrða að verði fjölbreyttar og skemmtilegar.

  Lesa meira
 • Bólholtsbikarinn 2016-2017 hefst senn

  Bólholtsbikarinn 2016-2017 hefst senn

  Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku árið 2011 höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása til leiks í Bólholtsbikarnum í sjótta sinn.

  Keppnin er ætluð hópum á starfssvæði UÍA og er hugsuð fyrir leikmenn sem ekki spila körfubolta að staðaldri með Meistaraflokki á Íslandsmótum. Leikið verður í umferðum og munu keppnislið spila bæði heima og heiman. Leiktími er 4x10 mínútur. Sigursælasta liðið í lok keppni hlýtur Bólholtsbikarinn en einnig verða veitt verðlaun fyrir stigakóng keppninnar. Ráðgert er að keppnin hefjist í lok október/byrjun nóvember. Lesa meira

 • Haustið, gósentíð styrkjanna

  Haustið, gósentíð styrkjanna

   Þau eru mörg haustverkin, sækja fé af fjalli, týna ber, taka slátur, og fyrir forystufólk innan íþróttahreyfingarinnar, sækja um styrki. Haustið er gósentíð styrkjanna og rétt að benda á og hvetja til að austfirsk ungmenna- og íþróttafélög sæki í þá flesta, til góðra verka.

  Hér kemur ofurlítill listi, ekki tæmandi þó, um sjóði sem opnir eru til umsóknar þessa dagana.

  Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa. Hægt að sækja um ferns konar styrk; Afreksstyrki (fyrir 18 ára og yngri), iðkendastyrki (fyrir 18 ára og yngri), þjáflarstyrki og félagastyrki. Opið fyrir umsóknir til 12. október og allar nánari upplýsingar hér.

  Lesa meira
 • Isavia styrkir UÍA

  Isavia styrkir UÍA

  Fulltrúar austfirskrar barna og ungmenna tóku, á dögunum, á móti myndarlegum styrk sem Isavia veitti til íþróttastarfs barna og ungmenna á Austurlandi.

  Um er að ræða ríflega 1,5 milljón sem ætlað er að styðja við það góða barna og unglingastarf sem unnið innan vébanda UÍA um allan fjórðung.

  Elsa Guðný Björgvinsdóttir varaformaður UÍA tók styrknum ásamt glaðbeittum hópi austfirskra íþróttakrakka. Í þakkarræðu sinni gat hún þess að starf UÍA og aðildarfélaga þess snérist ekki eingöngu um að búa til afreksfólk í íþróttum heldur ekki hvað síst að efla andlega og líkamlega heilsu og félagsþroska barnanna okkar og skila þannig sterkari einstaklingum út í samfélagið. Styrkurinn frá Isavia mun sannarlega nýtast vel og efla starf okkar en frekar á því sviði.

  Lesa meira

Tour de ormurinn 2016

Tour de ormurinn 2016

Lesa meira

Langar þig í ævintýri?

Langar þig í ævintýri?

Lesa meira

Árangursríkt Sambandsþing á Vopnafirði

Árangursríkt Sambandsþing á Vopnafirði

Lesa meira

Ásmundur Hálfdán Glímukóngur Íslands

Ásmundur Hálfdán Glímukóngur Íslands

Lesa meira

Verkefnin

 • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Íþrótta- og fjölskylduhátíð sem fer fram aðra helgina í júlí ár hvert, á Egilsstöðum. Keppnisgreinar eru afar fjölbreyttar s.s. frjálsar íþróttir, sund, ljóðaupplestur, borðtennis, bogfimi, boccia, púttmót eldri borgara.
 • Launaflsbikarinn

  Launaflsbikarinn

  Utandeildarkeppni í knattspyrnu. Skráningarblað má finna hér fyrir neðan. Tekið við skráningum til 25. maí.

  Lesa meira

 • Tour de Ormurinn

  Tour de Ormurinn

  Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið sem er haldin árlega og fer fram 13. ágúst í ár. Keppnisleiðir eru tvær Umhverfis Orminn langa 68 km boðið uppá einstaklings og liðakeppni. Hörkutólahringurinn 103 km Eingöngu boðið upp á einstakliðakeppni. Helgina sem keppnin fer fram verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá tengda hjólreiðum, hreyfingu, gleði og gáska. Auk þess sem Héraðshátíðin Ormsteiti verður í fullum gangi og býður hjólreiðafólk og fylgifiska þess hjartanlega velkomið í fjörið.

  Lesa meira

 • Bólholtsbikarinn

  Bólholtsbikarinn

  Utandeildarkeppni í körfuknattleik
 • Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ Sprellfjörugt Evrópuverkefni sem miðar að því að koma allri álfunni á hreyfingu. Austurland lætur sitt ekki eftir liggja í því og boðið upp á fjölbreytta hreyfiviðburði um allan fjórðung.

  Lesa meira

 • Sprettur Sporlangi

  Sprettur Sporlangi

 • Farandþjálfun

 • Sundráð UÍA

 • Frjálsíþróttaráð UÍA

 • Fjölskyldan á fjallið

  Viðburðir

  • Sambandsþing UÍA

   Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði.
  • Austurlandsmót í svigi og stórsvigi

   Lesa meira

  • Fjölskylduskíðaganga Snæhéranna

   13:30
   Boðið verður upp á 2,5 km og 5,0 km göngur. 5 km gangan getur talist hluti af órþrautinni Fjórðungur, sem samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum (þríþraut) auk skíðagöngu. Frekari kynningu á Fjórðungnum er að inna á heimasíðunni landvaettur.is. Skráning fer fram á staðnum en nánari upplýsingar eru veittar í síma 861 1994 Karl og 899 4396 Hjálmar.
  • Íslandsbankamótið í fimleikum

   13:45
   Keppt verður í tveimur hlutum. Fyrri hluti hefst kl 13:45 og seinni hluti 17:30. Allir velkomnir.
  • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Fjölbreytt íþróttaveisla fyrir alla fjölskylduna.
  • Tour de Ormurinn
   https://www.facebook.com/TourDeOrmurinn/

   Tour de Ormurinn

   9:00

   Lesa meira

  • Hreyfivika UMFÍ

   Hreyfivika UMFÍ

   Austurland allt á ið í tilefni af Moveweek.

   Lesa meira

   

  Aðildarfélög

  • Ungmennafélagið Valur
  • Ungmennafélagið Austri
  • Ungmennafélagið Einherji
  • Íþróttafélagið Höttur
  • Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði
  • Íþróttafélagið Huginn Seyðisfirði
  • Ungmennafélagið Leiknir
  • Ungmennafélagið Neisti
  • Samvirkjafélag Eiðaþinghár
  • Skíðafélagið í Stafdal
  • Knattspyrnufélagið Spyrnir
  • Íþróttafélagið Þróttur
  • Ungmennafélagið Þristur
  • Ungmennafélagið Súlan

   Staðsetning og opnunartími

   Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

   Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

   Framkvæmdastjóri er Hildur Bergsdóttir.
   Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

   Kennitala UÍA er: 660269-4369.

   Landssambönd

   ÍSÍ
   UMFÍ