• Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

  Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

  Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn
   
  Fyrir þremur vikum birtust frásagnir kvenna innan íslensku íþróttahreyfingarinnar af kynferðislegu ofbeldi. Frásagnirnar birtast undir yfirskriftinni #jöfnumleikinn og eru hluti af hinni alþjóðlegu #MeToo bylgju. Frásagnirnar eru sláandi og kalla á viðbrögð.
   
  Skrifstofa UÍA hefur undanfarnar vikur framsent fræðsluefni frá UMFÍ og ÍSÍ sem tengist þessari umræðu. Eins vísum við á fagráð Æskulýðsvettvangsins, sem við eigum aðild að í gegnum UMFÍ. Þar eru hlutlausir sérfræðingar sem taka á málum sem upp kunna að koma.
   
  Í tengslum við þessa umræðu hefur verið hvatt til þess að íþróttafélög setji sér siðareglur, hegðunarviðmið og komi upp áætlunum til að bregðast við og koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi innan sinna raða.
   
  Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp með forsprökkum #jöfnumleikinn og fulltrúum UMFÍ og ÍSÍ. Starfshópurinn á að skila af sér í mars. Við höfum þær upplýsingar að frá hópnum sé von á tillögum að reglum, áætlunum og stefnum sem íþróttafélög geta tekið upp og eins vonandi stuðning við að gera það. Við bindum vonir við vinnu starfshópsins og að hægt verði að vera með samræmd og fagleg viðbrögð í kjölfarið.
   
  Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef ykkur vantar aðstoð eða nánari upplýsingar.
   
  F.h. stjórnar UÍA
  Gunnar Gunnarsson, formaður
  Lesa meira
 • Lífshlaupið 2018

  Lífshlaupið 2018

  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar.

  Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Skráðu þig til leiks www.lifshlaupid.is

  Lesa meira
 • UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

  UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

  Stjórn UÍA hefur ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra sambandsins eftir að Ester Sigurásta Sigurðardóttir óskaði eftir að láta af störfum í lok síðasta ár þar sem hún hverfur til annarra starfa með vorinu.

  Lesa meira
 • Hátíðarkveðja

  Hátíðarkveðja

  Starfsfólk UÍA, stjórn og Sprettur Sporlangi óska Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra hátíðar og farsælt komandi ár.

  Lesa meira

UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2017

Launaflsbikarinn 2017

Lesa meira

Verkefnin

 • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

  Íþrótta- og fjölskylduhátíð sem fer fram aðra helgina í júlí ár hvert, á Egilsstöðum. Keppnisgreinar eru afar fjölbreyttar s.s. frjálsar íþróttir, sund, ljóðaupplestur, borðtennis, bogfimi, boccia, púttmót eldri borgara.
 • Launaflsbikarinn

  Launaflsbikarinn

  Utandeildarkeppni í knattspyrnu. Skráningarblað má finna hér fyrir neðan. Tekið við skráningum til 25. maí.

  Lesa meira

 • Tour de Ormurinn

  Tour de Ormurinn

  Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið sem er haldin árlega og fer fram 13. ágúst í ár. Keppnisleiðir eru tvær Umhverfis Orminn langa 68 km boðið uppá einstaklings og liðakeppni. Hörkutólahringurinn 103 km Eingöngu boðið upp á einstakliðakeppni. Helgina sem keppnin fer fram verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá tengda hjólreiðum, hreyfingu, gleði og gáska. Auk þess sem Héraðshátíðin Ormsteiti verður í fullum gangi og býður hjólreiðafólk og fylgifiska þess hjartanlega velkomið í fjörið.

  Lesa meira

 • Bólholtsbikarinn

  Bólholtsbikarinn

  Utandeildarkeppni í körfuknattleik
 • Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ

  Hreyfivika UMFÍ Sprellfjörugt Evrópuverkefni sem miðar að því að koma allri álfunni á hreyfingu. Austurland lætur sitt ekki eftir liggja í því og boðið upp á fjölbreytta hreyfiviðburði um allan fjórðung.

  Lesa meira

 • Sprettur Sporlangi

  Sprettur Sporlangi

 • Farandþjálfun

 • Sundráð UÍA

 • Frjálsíþróttaráð UÍA

 • Fjölskyldan á fjallið

  Viðburðir

  • Sambandsþing UÍA

  • Hreyfivika UMFÍ

   Hreyfivika UMFÍ

   Austurland allt á ið í tilefni af Moveweek.

   Lesa meira

  • Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

   Fjölbreytt íþróttaveisla fyrir alla fjölskylduna.
  • Tour de Ormurinn
   https://www.facebook.com/TourDeOrmurinn/

   Tour de Ormurinn

   9:00

   Lesa meira

   

  Aðildarfélög

  • Ungmennafélagið Valur
  • Ungmennafélagið Austri
  • Ungmennafélagið Einherji
  • Íþróttafélagið Höttur
  • Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði
  • Íþróttafélagið Huginn Seyðisfirði
  • Ungmennafélagið Leiknir
  • Ungmennafélagið Neisti
  • Samvirkjafélag Eiðaþinghár
  • Skíðafélagið í Stafdal
  • Knattspyrnufélagið Spyrnir
  • Íþróttafélagið Þróttur
  • Ungmennafélagið Þristur
  • Ungmennafélagið Súlan

   Staðsetning og opnunartími

   Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

   Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

   Framkvæmdastjóri er Ester S. Sigurðardóttir.
   Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

   Kennitala UÍA er: 660269-4369.

   Landssambönd

   ÍSÍ
   UMFÍ