Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn
 
Fyrir þremur vikum birtust frásagnir kvenna innan íslensku íþróttahreyfingarinnar af kynferðislegu ofbeldi. Frásagnirnar birtast undir yfirskriftinni #jöfnumleikinn og eru hluti af hinni alþjóðlegu #MeToo bylgju. Frásagnirnar eru sláandi og kalla á viðbrögð.
 
Skrifstofa UÍA hefur undanfarnar vikur framsent fræðsluefni frá UMFÍ og ÍSÍ sem tengist þessari umræðu. Eins vísum við á fagráð Æskulýðsvettvangsins, sem við eigum aðild að í gegnum UMFÍ. Þar eru hlutlausir sérfræðingar sem taka á málum sem upp kunna að koma.
 
Í tengslum við þessa umræðu hefur verið hvatt til þess að íþróttafélög setji sér siðareglur, hegðunarviðmið og komi upp áætlunum til að bregðast við og koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi innan sinna raða.
 
Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp með forsprökkum #jöfnumleikinn og fulltrúum UMFÍ og ÍSÍ. Starfshópurinn á að skila af sér í mars. Við höfum þær upplýsingar að frá hópnum sé von á tillögum að reglum, áætlunum og stefnum sem íþróttafélög geta tekið upp og eins vonandi stuðning við að gera það. Við bindum vonir við vinnu starfshópsins og að hægt verði að vera með samræmd og fagleg viðbrögð í kjölfarið.
 
Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef ykkur vantar aðstoð eða nánari upplýsingar.
 
F.h. stjórnar UÍA
Gunnar Gunnarsson, formaður

Hátíðarkveðja

Starfsfólk UÍA, stjórn og Sprettur Sporlangi óska Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra hátíðar og farsælt komandi ár.

Haustúthlutun úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa 2017

Haustúthlutun úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa 2017

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi. Úthlutunarnefnd Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa hittust nú í nóvember og fór yfir þær 64 umsóknir sem bárust í haustúthlutun Spretts þetta árið. Einnig voru teknar umsóknir frá vori 2017 vegna afreksumsókna.

Í úthlutunarnefnd Spretts sitja eftirtaldir:

Fyrir hönd Alcoa:

Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúi og Hilmar Sigurbjörnsson, samskiptastjóri.

Fyrir hönd UÍA:

Elín Rán Björnsdóttir, Mannauðsstjóri Menntaskólans á Egilsstöðum og Helgi Sigurðsson, Tannlæknir

  Ester Sigurðardóttir framkvæmdastjóri UÍA er starfsmaður nefndarinnar og sér um að taka á móti umsóknum og veitir upplýsingar um úthlutanir.

Eftirfarandi aðilar fengu styrk við haustúthlutun 2017.

Afreksstyrkur:

María Rún Karlsdóttir, blak, Þróttur nes. 150.000 kr.

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, blak Þróttur. 150.000 kr.

Kristinn Már Hjaltason, fimleikar Höttur. 150.000 kr.

Mikael Máni Freysson, frísbígolf, UMF Þristur. 150.000 kr

Iðkendastyrkur:

Guðjón Berg Stefánsson, blak, Þróttur Nes. 75.000 kr.

Hafdís Guðlaugsdóttir, sund, Höttur. 75.000 kr.

Hlynur Karlsson, blak, Þróttur. 75.000 kr.

Katrín Anna Halldórsdóttir, fimleikar, Höttur. 75.000 kr.

Særún Birta Eiríksdóttir, blak, Þróttur Nes. 75.000 kr.

Tinna Rut Þórarinsdóttir, blak, Þróttur Nes. 75.000 kr.

Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, blak, Þróttur. 75.000 kr.

Þorsteinn Ivan Bjarkason, bogfimi, Skaust. 75.000 kr.

Þjálfara/félagastyrkur:

Körfuknattleiksdeild Fjarðarbyggðar. 100.000 kr

Glímuráð UMF Vals. 100.000 kr.

Fimmleikadeild Hattar. 100.000 kr.

Lyftingafélag Austurlands. 100.000 kr.

Lífshlaupið 2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Skráðu þig til leiks www.lifshlaupid.is

Nú er hægt að sækja um styrki vegna náms í dönskum lýðháskólum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) vegna náms í lýðháskóla í Danmörku á vorönn 2018. Opið er fyrir umsóknir til 10. janúar næstkomandi.

UMFÍ veitir áhugasömum tvenns konar styrki vegna dvalar í lýðháskóla, annars vegar ferðastyrk og hins vegar dvalarstyrk.

Heildarupphæð ferðastyrks fer eftir fjölda umsókna. Dvalarstyrkur fer jafnframt eftir fjölda umsókna og dvalartíma hvers og eins, þ.e. styrkt er um ákveðna upphæð fyrir hverja viku.

Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila tveimur verkefnum.

Af hverju lýðháskóli?
UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn gerðu með sér samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

Ítarlegri upplýsingar um styrki UMFÍ í lýðháskóla

Keppni í Bólholtsbikarnum 2017-18

Keppni í Bólholtsbikarnum 2017-18

Utandeildarkeppni í körfuknattleik .

Skráningafrestur liða til 9. nóvember.

Skráningargjald á lið er 25.000 kr

skráningar berist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Stjórn UÍA hefur ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra sambandsins eftir að Ester Sigurásta Sigurðardóttir óskaði eftir að láta af störfum í lok síðasta ár þar sem hún hverfur til annarra starfa með vorinu.

Lesa meira

Bikarmót UÍA

Austri sigraði á Bikarmóti UÍA í sundi sem haldið var á Djúpavogi 26. nóvember. En mótið er stigamót þar sem stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands.
Þar átti kappi sundfólk frá Neista, Austra, Sindra og Þrótti. Mikil stemming myndaðist á bakkanum þegar úrslit voru kynnt.
Við óskum Austra til hamingju með árangurinn og þökkum öllum keppendum og starfsfólki fyrir skemmtilegt mót.
Myndir og úrslit af mótinu verða fljótlega settar inn á vefinn.

Sýnum KARAKTER

Sýnum karakter - Allir með er tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar. Þátttakendur eru á aldrinum 13-25 ára, 60+ ungmenni og 20+ einstaklingar starfandi eða í stjórnum í íþróttahreyfingunni.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Ester S. Sigurðardóttir.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ