Sumarhátíð UÍA

Sumarhátíð UÍA á sér langa sögu en upphaf hennar má rekja til Eiða þar sem fyrsta hátíðin fór fram á fimmta áratugnum. Þar fór svo hátíðin fram árlega allt þar til árið 2002 að ákveðið var að flytja hana á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum. Stærstu keppnisgreinar hátíðarinnar eru sund og frjálsar íþróttir en hefð hefur myndast fyrir því að hafa dagskránna margbreytilega og keppt í fjölmörgum íþróttagreinum. Hátíðin fer yfirleitt fram aðra helgina í júlí ár hvert.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ