Sprettur

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Alcoa Fjarðaál gerðu sumarið 2009 með sér samkomulag um að endurreisa afrekssjóðinn Sprett sem starfræktur var á árunum 2005-2007 í samstarfi sömu aðila.

Gerðar voru ákveðnar breytingar á forsendum sjóðsins, hann er nú einkum ætlaður til að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (excellence) að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og utanumhald. Aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjónum.

Úr sjóðnum er úthlutað fjórum gerðum styrkja sem nánar er gerð grein fyrir í úthlutunarreglum. Þetta eru afreksstyrkir, iðkendastyrkir, þjálfarastyrkir og félagastyrkir.

Útlhutað er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti.

Samningur um sjóðinn var undirritaður á Vilhjálmsvelli sem hluti af hátíðardagskrá Sumarhátíðar UÍA 2009. Það voru Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA og Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri mannauðssviðs Alcoa Fjarðaáls sem undirrituðu samninginn.

Allar nánari upplýsingar um samninginn, úthlutunarreglur, úthlutunarnefnd og yfirstandandi og fyrri úthlutanir er að finna hér hægra megin á síðunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok