Reglur um úthlutun lottótekna

Úthlutun lottótekna UÍA er sem hér segir frá 1.1.2011

1. gr. Skipting tekna

Heildartekjur af lottó skiptast sem hér segir:
Hlutur UIA 50% (almennur rekstur)
Hlutur afrekssjóðs UIA 10% (til úthlutunar eftir sérstökum reglum1)
Hlutur aðildarfélaga 40%

2. gr. Skipting 40% tekna félaga

Skipting á 40 % hlut til aðildarfélaga:
a) 40% skipt til höfuðfélaga eftir íbúafjölda á félagssvæði þeirra. (Höfuðfélag telst það félag vera sem starfrækir fleiri en eina íþróttagrein eða hefur það í stefnu sinni, nær yfir ákveðið landsvæði, s.s. sveitarfélagamörk ný sem gömul. Höfuðfélög geta ekki deilt með sér landsvæði. [Miðað við fyrri skilgreiningu ungmennafélaganna sem fylgdu sveitarfélagamörkum.])
b) 40% skipt eftir fjölda skráðra iðkenda 17 ára og yngri. (Hver iðkandi telur einu sinni hjá hverju félagi)
c) 20 % skipt jafnt til annarra félaga en þeirra sem teljast höfuðfélög.

 

3. gr. Skilyrði fyrir úthlutun 40% tekna til félag

Skilyrði fyrir úthlutun er.
1. Skila verður ársreikningi og félagatali inn á félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ (FELIX) fyrir útgefinn skiladag.
2. Skila UIA aðalfundargerð fyrir úthlutunardag lottótekna.
3. Félag sendi að lágmarki 1/3 fulltrúafjölda síns á sambandsþing.
Sé eitt skilyrða óuppfyllt fellur úthlutun niður hjá hlutaðeigandi félagi það árið en notist til að hækka pott hjá þeim félögum sem uppfylla skilyrðin.
Lottótekjur eru greiddar út einu sinni á ári í febrúar vegna næstliðins árs.

4. gr. Um aðildargjöld félaga

Árlega verði að auki innheimt kr. 100. á félagsmann.
Sé ekki tekjur á móti félagsgjöldum eru þau innheimt sérstaklega með greiðsluseðli.

 

Samþykkt á 61. sambandsþingi UÍA, Eskifirði 5. mars 2011.

Breytingar samþykktar á 65. sambandsþingi UÍA, Hallormsstað 11. apríl 2015.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ