Héraðsdómstóll

Héraðsdómstóll

Eftirtaldir voru kjörnir til setu í héraðsdómstól UÍA á 59. sambandsþingi UÍA.

Aðalmenn:


Hilmar Gunnlaugsson, Egilsstöðum

Steinunn Elísdóttir, Fáskrúðsfirði

Adolf Guðmundsson, Seyðisfirði

Varamenn:

Bjarni Björgvinsson, Egilsstöðum

Sigurður Aðalsteinsson, Jökuldal

Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum

Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum

Keppendur frá 8 aðildarfélögum UÍA reyndu með sér á Meistarmóti UÍA í frjálsum íþróttum innanhúss sem var haldið í Fjarðabyggðarhöllinni síðast liðinn sunnudag.

 

Lesa meira

Afreksbikar afhentur

Framkvæmdastjóri UÍA gerði sér ferð í Brúarás til að afhenda Karítas Hvönn Baldursdóttur, Ásnum, afreksbikar fyrir meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum.

 

Lesa meira

Fjármál í Félagsmálaskólanum

Þriðja námskeiðið, af sex, í Félagsmálaskóla UÍA var kennt á Reyðarfirði í gær. Sigurjón Bjarnason, bókari af Egilsstöðum og ungmenafélagsmaður til margra ára, kenndi um fjármál félaga og hlutverk gjaldkera.

Lesa meira

Stökk inn á forsíðuna

Bergsveinn Ás Hafliðason, stökk sig upp á verðlaunapall og inn á forsíðu Snæfells á seinustu Sumarhátíð.

Bergsveinn Ás, sem er átta ára og keppir fyrir Neista, prýddi forsíðu seinasta tölublaðs Snæfells sem kom út fyrir jól. Hann mun hafa tjáð fjölskyldu sinni að myndin hefði verið tekin þegar hann stökk sig upp í þriðja sæti í langstökki polla 8 ára og yngri á seinustu sumarhátíð með stökki upp á 2,87 metra.
Aðrar forsíðumyndir blaðsins voru teknar á Sumarhátíðinni af Gunnari Gunnarssyni.

UÍA sækir um ULM 2009

UÍA lagði í gær fram formlega umsókn um að halda Unglingalandsmót 2009 á Egilsstöðum. Ákvörðun um mótsstað verður tekin í dag.

Lesa meira

Um UÍA

„Laugardaginn 28. júní 1941 var haldinn fundur að Eiðum og þar rædd og ákveðinn stofnun ungmennasambands fyrir Austurland. Undirbúning að fundinum hafði annazt nefnd, kosin af sambandi Eiðamanna. Nefndina skipuðu þrír menn, skólastjóri og kennarar Eiðaskóla, þeir Þórarinn Þórarinsson, Þóroddur Guðmundsson og Þórarinn Sveinsson. Á fundi þessum voru mættir fulltrúar frá sex félögum, auk fundarboðenda og Ingólfs Kristjánssonar tollvarðar, en hann mætti fyrir hönd Íþróttaráðs Austurlands. Stofnað var Ungmennasamband Austurlands - U. M. S. A. - og samin lög fyrir það. Flestir fundarmanna skrifuðu þó undir lög sambandsins með fyrirvara, þar sem þeir töldu sig ekki hafa nægilega traust umboð frá viðkomandi félögum.
Sambandssvæðið var Múlasýslur báðar. Sambandinu var valið lögheimili að Eiðum.
Kosin var fimm manna stjórn og jafnmargir til vara.
Skólastjóri Eiðaskóla, Þórarinn Þórarinsson, sagði við þetta tækifæri, að allar dyr Eiðaskóla skyldu standa opnar fyrir starfsemi ungmennasambands á Austurlandi. Var þeim orðum vel fagnað og þótti af vinsemd mælt.“

Svo hljóðar lýsing Skúla Þorsteinssonar á stofnfundi héraðssambands á Austurlandi, sem hann ritaði í Snæfell á fimm ára afmæli UÍA. Á sambandsþingi árið eftir var nafni sambandsins breytt í Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og gekk sambandið til liðs við bæði UMFÍ og ÍSÍ, fyrst héraðssambanda.

Alla tíð síðan þá hefur UÍA skapað kjölfestuna í austfirsku æskulýðs- og íþróttastarfi ásamt ungmenna- og íþróttafélögunum og staðið fyrir ótal samkomum, mótum, námskeiðum og síðast en ekki síst verið ötull talsmaður austfirskrar æsku á landsvísu.

Uppskeruhátíð Sunddeildar Austra árið 2008

Sunddeild Austra á Eskifirði hélt sína árlegu uppskeruhátíð í dag á Kaffihúsinu á Eskifirði en þar mættu foreldrar barna sem stundað hafa sundþjálfun auk þjálfara og annarra velunnara deildarinnar.

 

Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og þátttöku í sundstarfinu á árinu. Virkir iðkendur í deildinni eru nú 15 í aldursflokkaþjálfun og hafa reglubundnar æfingar verið allt árið.

Brynja Gunnarsdóttir hlaut titilinn sundmaður ársins 2008. Þá fengu Veiga Petra Guðbjörnsdóttir, Ásbjörn Eðvaldsson og Jónas Orri Wilhelmsson viðurkenningar fyrir bestu ástundunina í hverjum aldursflokk auk Brynju.

Farið var í fáum orðum yfir starf sunddeildarinnar á árinu og árangur. Hefur deildin tekið þátt í sundmótum á Dalvík, Egilsstöðum og Norðfirði. Hefur árangur deildarinnar verið ágætur enda skipa deildina hópur áhugasamra keppenda sem hafa látið til sín taka. Færðar voru þakkir öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn í starfi deildarinnar á árinu. Nú tekur við vetrarfrí sem stendur fram í byrjun febrúar en þá eru áformaðar æfingar. Þá verður stefnan tekin á að bæta og efla starf deildarinnar.

Afhentar voru yfirhafnir frá Cintamani sem nýttar verða sem einkennisfatnaður deildarinnar á mótum og viðburðum. Enginn fór svangur heim úr hófinu því boðið var uppá pizzahlaðborð og spilað var svo “actionary” þar sem tókust á foreldrar og börn og að sjálfsögðu unnu börnin með yfirburðum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok