Malarvinnslubikarinn: Sjötta og sjöunda umferð

<p><em>Allnokkrir leikir hafa verið leiknir í Malarvinnslubikarnum undanfarnar tvær vikur.</em></p>

<p>Sjötta umferð keppninnar var leikin sunnudaginn 20. júlí. KR-ingar gerðu góða ferð suður í Hornafjörð og unnu heimamenn í Dynamó Höfn 2-0.</p><p>Ferð Þristar til Borgarfjarðar var sömuleiðis ferð til fjár en þeir unnu góðan 2-1 sigur á heimamönnum. UMFB átti ívið meira í leiknum en það eru jú mörkin sem telja.</p><p>Síðasti leikur umferðarinnar var á Seyðisfirði en þar höfðu gestirnir í BN ´96 sigur gegn liði 06. apríl 1-3. Alir leikir umferðarinnar unnust því á útivelli.</p><p>Sjöunda umferðin fór fram um liðna helgi. BN ´96 gerði góða ferð á Fellavöll og unnu stórsigur á Þristarmönnum 2-6.</p><p>Á Seyðisfirði gerðu KR og 06. apríl 1-1 jafntefli í hörkuleik.</p><p>Leikur UMFB og Dynamó Hafnar sem fram fór á Borgarfirði var flautaður af undir lok fyrri hálfleiks eftir að leikmaður gestana veittist að dómara með höggum. Staðan þegar leikurinn var flautaður af var 7-3 heimamönnum í vil. UÍA lítur málið vitaskuld mjög alvarlegum augum og er með það til skoðunar hvaða viðurlögum verður beitt og hver úrslit leiksins verða. Verður tilkynnt innan tíðar hver niðurstaða málsins verður.</p><p>Til viðbótar við þetta var einum leik í 8. umferð keppninnar flýtt um viku. KR-ingar tóku á móti Þristi og unnu 1-0 sigur.</p><p>Eins og fram hefur komið er var stöðusíða Malarvinnslubikarsins hökkuð af óprúttnum aðilum. Unnið er að því að setja hana upp að nýju og vonandi verður hún komin í gagnið sem allra fyrst.</p>

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok