Bjarmi í úrvalshópi FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur verið valinn til æfinga með úrvalshóp FRÍ. Alls mæta 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

Lesa meira

Skoðunarmenn reikninga

Eftirtaldir voru kjörnir skoðunarmenn reikninga á 59. sambandsþingi UÍA.

Aðalskoðunarmenn:
Sigurbjörg Hjaltadóttir, Reyðarfirði
Sigurjón Bjarnson, Egilsstöðum

Varaskoðunarmenn:
Gunnar Jónsson, Eskifirði
Margrét Vera Knútsdóttir, Seyðisfirði

Jólamót Hattar og Hitaveitunnar

Nú er orðið ljóst í hvaða greinum verður keppt á Jólamóti frjálsíþróttadeildar Hattar og Hitaveitunnar.

Mótið verður laugardaginn 2. des og hefst kl.13.00

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

Sprettur, langstökk án atrennu og boltakast.

11 til 12 ára.

Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúla

og 300m hlaup.

13 til 14 ára.

Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúla,

600m hlaup og þrístökk án atrennu.

15 ára og eldri.

Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúla,

600m hlaup og þrístökk án atrennu.

Skráning fer fram á staðnum og er ekkert þáttökugjald.

Nánari upplýsingar eru í síma 6603066.

Mótið er opið fyrir alla sem áhuga hafa og

fá allir keppendur verðlaun og glaðning.

10 ára og yngri.

 

Þingi frestað

UÍA þingi, sem vera átti á Seyðisfirði 4. apríl, hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Ný dagsetning verður staðfest á allra næstu dögum.

Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins lokið

Þá er fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins lokið að undanskildum leik Hattar og Einherja.

 

Einhver flensa herjar á Vopnfirðinga þessa dagana og eiga þeir því erfitt með að manna sitt lið. Höttur hefur samþykkt að fresta leik þeirra sem átti að vera í fyrstu umferð um óákveðin tíma. En óhætt er að segja að menn séu á skotskónum því hvorki fleiri né færri en 27 mörk hafa litið dagsins ljós í fjórum leikjum. Ef fólk hefur áhuga á að sjá skemmtun og mörg mörk er tilvalið að fara á völlinn og sjá aðra umferð Malarvinnslubikarsins sem verður leikin á sunnudag og mánudag.

Önnur umferð:

A-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 Þristur - Höttur B Eiðavöllur

06/25/2006 16:00 UÍB - UMFB Þórshafnarvöllur

B-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 BN96 - KE Neskaupsstað

06/25/2006 20:00 Súlan - 06. apríl Stöðvarfjarðarvelli

06/26/2006 20:00 Dýnamó - HRV FC Mánavöllur, Höfn

Tap á Seyðisfirði

Huginn tók á móti Leikni Reykjavík á Seyðisfjarðarvelli í blíðskaparveðri í gærkvöld. Leiknismönnum er spáð sigri í deildinni og voru efstir fyrir leikinn. Huginn var í 6. sæti.

Leiknir komst yfir á 38. mínútu leiksins þegar Helgi Pétur Jóhannsson skallaði boltann í mark Hugins eftir fyrirgjöf. Huginn sótti stíft og átti nokkur góð marktækifæri en allt kom fyrir ekki. Í upphafi seinni hálfleiks kom Tómas Mikael Reynisson Leiknismönnum í 2-0 og Huginn átti erfitt verk fyrir höndum. Eftir að hafa verið mun betri aðilinn kom loks mark á 63. mínútu og var það Andri Sveinsson sem skoraði af markteig. Eftir þetta sóttu Huginsmenn af krafti en báru ekki heppnina með sér og lokastaðan 2-1, óverðskuldað.

Dregið í Malarvinnslubikarnum

Það skráðu sig 11 lið til keppni í Malarvinnslubikarnum að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri.

Það er ljóst að fótboltaáhugamönnum hefur fjölgað frá því í fyrra eða þeir vaknað af dvala, en það má geta þess að HM í knattspyrnu er um þessar mundir og því kannski einhverjir sem fá fiðring í tærnar. Það eru þrjú ný lið sem hafa tilkynnt þátttöku sína þetta sumarið en það eru HRVfc, 06apríl og hið fornfræga lið Súlunnar. Fundur verður haldin með forsvarsmönnum félaganna í kvöld á skrifstofu UÍA og hefst hann klukkan 20:00. Stefnt er á að fyrsta umferð í Malarvinnslubikarnum verði á sunnudag.

Í kvöld var dregið í Malarvinnslubikarnum í knattspyrnu og eru númer liðanna sem hér segir.

 

A riðill
1. UÍB
2. UMFB
3. Höttur B
4. Einherji
5. Þristur

B riðill
1. BN’96
2. KE
3. HRV
4. 06. apríl
5. Dynamó Höfn
6. Súlan

 

Leikið í 3. deild í gærkvöld

Neisti og Höttur léku á Djúpavogsvelli í gærkvöld við fín vallarskilyrði. Höttur eru nú búnir að fá til sín tvo makedóníumenn og mæta með sterkt lið til leiks. Samt sem áður lentu þeir í töluverðum vandræðum með lið Neista.

Hallur Ásgeirsson skoraði fyrir Neista strax í upphafi leiks eftir sofanda hátt í vörn Hattar. Þá fóru Hattar menn að sækja í sig veðrið og það var sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Högni Helgason sem skoraði með fallegu skoti af 25 metra færi. Í seinni hálfleik kom Gorazd Mihailov Hattarmönnum yfir og það var svo Aðalsteinn Ingi Magnússon sem sló síðasta smiðshöggið á góðan sigur Hattar. 3-1 sigur Hattar staðreynd og þeir eru nú efstir í riðlinum með 9 stig. Neisti er í 5. sæti með 3 stig.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok