Góður árangur á Sumarleikum HSÞ

Keppendur frá UÍA unnu til fjölda verðlauna á Sumarleikum HSÞ sem fram fóru um helgina. Einn keppandi komst með árangri sínum í úrvalshóp FRÍ.

 

Þrír keppendur frá UÍA kepptu á leikunum, þeir Brynjar Gauti Snorrason, Atli Pálmar Snorrason og Bjarmi Hreinsson, allir frá Egilsstöðum.

Brynjar, sem keppti í flokki sveina 15-16 ára, vann til gullverðlauna í spjótkasti og 1500 metra hlaupi, silfurverðlauna í kúluvarpi og bronsverðlauna í kringlukasti og 800 metra hlaupi.

Bjarmi, sem einnig keppti í sveinaflokki, sigraði í bæði kúluvarpi og sleggjukasti. Hann kastaði sleggjunni 44,48 metra og komst með því inn í úrvalshóp FRÍ í greininni.

Við hjá UÍA erum stolt af árangri drengjanna og búumst við miklu af þeim í framtíðinni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok