UÍA óskar eftir fulltrúum í umræðupartý UMFÍ

UMFÍ mun standa fyrir umræðupartýi fyrir ungt fólk (18-30 ára) föstudaginn 3. febrúar þar sem rætt verður um stefnu UMFÍ og framtíðarsýn.

Umræðupartýið fer fram milli kl 17:00 – 19:30 í húsnæði UMFÍ í Reykjavík. Tilgangur partýsins er að ná fólki saman, bæði forystufólki innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungmennum. Jafnframt er markmiðið með partýinu að gefa ungmennum tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á það hvernig UMFÍ vinnur með verkefni sem hugsuð eru fyrir ungt fólk.
Ungmenni á aldrinum 18 – 30 ára eru því sérstaklega hvött til þess að mæta með stjórnendum félaganna. Ungmennaráð UMFÍ mun sjá um að stýra stuðinu.
Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. UMFÍ styrkir ferðakostnað þeirra sem þurfa að ferðast lengra en 50km aðra leið til þess að taka þátt í umræðupartýinu. Athygli er vakin á því að aðeins ódýrasti ferðamátinn er endurgreiddur. Þátttakendur þurfa að skila inn kvittunum til þess að fá ferðakostnað endurgreiddan. Skoðið því endurgreiðslueyðublaðið í viðhenginu. Ef bóka þarf flug til þess að koma í umræðupartýið þá hvetjum við ykkur til þess að ganga frá því sem allra fyrst.
Þeir sem hafa áhuga á að fara eru beðnir að hafa samband við skrifstofu UÍA This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok