Fundargerð 20150930

Stjórnarfundur 30. september 2015. Haldinn kl 17:30 á skrifstofu UÍA.
Mættir Gunnar, Jósef, Elsa, Hlöðver, Hildur
Pálína og Auður Vala boða forföll.

1.Síðasta fundargerð
Fundargerð samþykkt samhljóða.

2.Innsend erindi
Tölvupóstur frá ÍSÍ, dagsettur 16. sept. Tilkynning um dagsetningu formannafundar ÍSÍ sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 27. nóvember næstkomandi.
- Athuga hver fer þegar nær dregur

Tölvupóstur frá ÍSÍ dagsettur 10. sept. Fyrirmyndarhéraðssambönd ÍSÍ, skilyrði sem fyrirmyndarhéraðssambönd skulu uppfylla liggja fyrir.
- Stefnt á að faran nánar yfir skilyrðin á næsta fundi.

Tölvupóstur frá ÍSÍ dagsettur 4. sept. Nýr bæklingur um íþróttir barna.
- Lagt fram til kynningar.

Tölvupóstur frá ÍSÍ dagsettur 28. ágúst. Yfirlit yfir þau félög sem enn eiga eftir að skila starfskýrslu í FELIX.
- Hildur er í sambandi við þau félög sem enn eiga eftir að skila.

3. Skýrsla skrifstofu:

Sprettur opið fyrir umsóknir til 4. október.
- Hildur lýsti sig vanhæfa til að annast umsýslu Spretts að þessu sinni vegna tengsla við einn umsækjanda.

Hreyfivika í síðustu viku. Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Vopnafjörður, Breiðdalsvíkurhreppur og Fljótsdalshreppur bætast við. Um 80 viðburðir á Austurlandi.
UÍA bauð upp á að halda viðburð í öllum sveitarfélögum sem tækju þátt.
Rathlaup á Héraði, Ringó og hláturjóga á Seyðisfirði, Ringó á Fáskrúðsfirði, Fjölskylduganga á Laugarfell fjall UÍA 2015 í Fljótsdal. Ætluðum með víðavangshlaup á Vopnafjörð en komumst ekki fyrir í dagskrá og förum síðar.

Sótt um í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ fyrir:
Farandþjálfun
Ungverjalandi.

Verkefnin framundan
Heimsókn SSÍ 2.-4. október. Fræðslu- og æfingahelgi ætluð þjálfurum, sundiðkendum og foreldrum þeirra.

Minningarmót um Hermann Níelsson 10. okt. Eiðavinir hafa óskað eftir aðkomu UÍA að minningarmóti um Hermann Níelsson fyrrum formann og framkvæmdastjóra. Körfuboltamót og víðavangshlaup á dagskrá.

Þing UMFÍ 17.-18. okt á Vík. Eigum 7 sæti. Þingfulltrúar:

Ferð til Vopnafjarðar, víðavangshlaup, Sprettsupptökur, fundað með sveitarstjórn og félögum.
Ást geng hatri á Austurlandi 200.000 kr styrkur úr Samfélagssjóði Landsvirkjunnar dugar ekki til. Fjármagns leitað áfram.
Snæfell. Auglýsingasala, efnistök.
Framkvæmdastýra á sæti á “S.O.A.P. – Sports, Outdoor Activities and Participation” Erasmus+ verkefni á Kýpur 2.-8. nóvember.
4. Sumarið
Farandþjálfun 6. júní-10. júlí
Frjálsíþróttaskóli 22.-26. júní
Launaflsbikarinn 8. júní-17. ágústa
Sumarhátíð 10.-12. júlí
Greinamót eitt á mánuði yfir sumarið
Álkarlinn (Urriðavatnssund, Barðsneshlaup og Ormur)
Urriðavatnssundið 25. júlí
Unglingalandsmót 31.júlí -3. ágúst
Tour de Ormurinn 14.-16. ágúst
Skógarhlaup 16. ágúst
Spretts sporlangaleikar 18. ágúst

- Rætt um mikið álag á skrifstofu á ákveðnum tímum síðastliðið sumar. Ljóst að endurskoða þarf sumardagskrána til að dreifa álagi betur. Gunnar lagði til að á næsta ári verði Frjálsíþróttaskólanum sleppt en farandþjálfunin efld í staðinn. Í því sambandi verði athugað hvort UMFÍ vilji setja fjármagn í farandþjálfunina í staðinn fyrir Frjálsíþróttaskólann. Samþykkt samhljóða.

5. Ungmennaskiptaverkefni í Ungverjalandi.
- Hildur og Gunnar sögðu frá ungmennaskiptaverkefni sem 12 ungmenni frá UÍA tóku þátt í í Ungverjalandi.

6. Önnur mál
- Hildur óskaði eftir 25.000 kr. líkamsræktarstyrk. Samþykkt samhljóða.

7. Næsti fundur
Næsti fundur boðaður þann 26. október á Reyðarfirði. Pálínu falið að finna fundarstað.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:07.

Fundargerð ritaði Elsa Guðný

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok