Margfaldir Íslandsmeistarar og frábærar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram dagana 22. og 23. júní á Laugardalsvelli í Reykjavík. Þar telfdi UÍA fram sterku liði 5 einstaklinga sem sóttu heil 90 stig heim fyrir félagið. Miklar bætingar voru hjá þeim öllum í flestum greinum og snéru aftur með alls 7 verðlaun.

Lesa meira

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA 2019

Það er löng hefð fyrir því á Austurlandi að koma saman á Sumarhátíð UÍA. Mótið er einstök skemmtun sem dregur fólk úr öllum áttum saman í leik og almennt glens. Í ár verður engin breyting þar á en dagskráin er fjölbreytt og er vægast sagt eitthvað í boði fyrir alla.

Lesa meira

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.

Lesa meira

Sumarið hjá UÍA og Sumarhátíðin á næsta leiti

Sumarið fer vel af stað hjá UÍA, Launaflsbikarinn er kominn á fullt skrið og nú er nýafstaðið Landsmót 50+ í Neskaupstað. Mótið gekk vonum framar og stóðu Austfirðingar, jafnt keppendur sem sjálfboðaliðar, sig frábærlega á öllum sviðum og getum við verið stolt af því að hafa staðið að eins stórum viðburði sem þessum.

Næst á dagskrá er Sumarhátíðin okkar allra, helgina 12.-14. júlí. Við viljum blása lífi í mótið og gildir það sama hér og með Landsmótið, það er ekki hægt að halda slíka viðburði án fólksins í fjórðungnum, sjálfboðaliðum og keppendum. 

Lesa meira

Farandþjálfun fer af stað 3. júní

 

Nú líður að sumri og mun UÍA að bjóða upp á farandþjálfun líkt og síðustu ár. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og áður. Aðildarfélögum býðst að „leigja“ þjálfara til að sjá um íþrótta-og hreyfiæfingar fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ