Fjarðabyggð í fyrstu deild

Þau gleði tíðindi áttu sér stað nú um daginn að lið Fjarðabyggðar komst uppí fyrstu deild í knattspyrnu.

 

Og nú um síðustu helgi fór fram síðasta umferð í 2.deild þar sem Fjarðarbyggð sigraði Reynir frá Sandgerði með tveimur mörkum gegn einu og við það sigruðu þeir deildina og eru því deildarmeistarar 2. deildar 2006. Það er orðið æði langt síðan lið frá austurlandi spilaði í fyrstu deild og verður þetta að teljast gleðitíðindi fyrir okkur hér fyrir austan. Á sama tíma og Fjarðarbyggð sigraði deildina féllu Hugins menn því miður niður í 3.deild.

Annað lið að austan sem gerði góða hluti nú um helgina voru Hattarmenn en þeir urðu deildarmeistarar 3.deildar og spila því í 2.deild að ári. UÍA óskar Fjarðarbyggð og Hetti hjartanlega til hamingju með árangurinn og vonar að vel gangi hjá liðunum í nýjum deildum næsta sumar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok