Tour de Ormurinn: Úrslit og myndir

Norðlendingarnir Unnsteinn Jónsson og Halldór G. Halldórsson komu fyrstir í mark í sitt hvorri vegalengdinni í Tour de Ormurinn sem haldin var í fyrsta skipti í gær. Ríflega fimmtán þátttakendur mættu til leiks og hjóluðu Fljótsdalshringinn við kjöraðstæður, skýjað og hægan vind.

Keppendur voru ræstir úr Hallormsstað klukkan níu árdegis og hjólað út í Egilsstaði, norður yfir Lagarfljótsbrú í Fellabæ og upp Fell og Fljótsdal. Við Hengifoss skyldu leiðir, þeir sem skráðir voru til leiks í 68 km vegalengd héldu þar austur yfir Jökulsá í Fljótsdal og í markið í Hallormsstað en þeir sem hjóluðu 103 km fóru alveg innst í Fljótsdal og yfir aðra brú ár.

Fyrstur í mark í styttri vegalengdinni var Halldór G. Halldórsson á tímanum 2:34,31 klst. Unnsteinn Sigurgeirsson varð annar og Rögnvaldur Snorrason þriðji. Tæp mínúta skyldi þá að. Lonneke Gastel varð fremst í kvennaflokki á tímanum 2:59,22 klst. Aðalsteinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Óli Grétar Metúsalemsson mynduðu sigurliðið í liðakeppninni á tímanum 3:14,05 klst.

Unnsteinn Jónsson var fljótastur lengri hringinn, 4:02,31 klst., Valdemar Valdemarsson kom annar í mark og Freyr Ævarsson þriðji. Þrír fremstu í styttri hringnum og tveir fremstu í lengri hringnum æfa allir með Team Bjargi sem er hjólahópur með aðsetur á Akureyri. Þaðan lagði hópurinn af stað klukkan hálf fimm á sunnudagsmorgni til að ná í keppnina.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin en að henni standa Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), ferðaþjónustufyrirtækið Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Við viljum þakka styrktaraðilum okkar: Fljótsdalshrepp, Myndsmiðjunnni, Ölgerðinni Egill Skallagrímsson, Sólskógum, Hestaleigunni Sandfelli, Klausturkaffi, Hótel Héraði og Holt og Heiðum, kærlega fyrir stuðninginn. Þá viljum við einnig þakka þeim sjálfboðaliðum og keppendum sem mættu til að gera keppnina að veruleika.

Tímarnir:

68 km karlar

1. Halldór G. Halldórsson 2:34,31 klst.
2. Unnsteinn Sigurgeirsson 2:34,56 klst.
3. Rögnvaldur Snorrason 2:35,26 klst.
4. Florian Rymon-Lipinski 2:49,22 klst.
5. Guðmundur Herbert Bjarnason 2:54,24 klst.
6. Aðalsteinn Aðalsteinsson 2:57,53 klst.
7. Árni Heiðar Gylfason 3:00,42 klst.
8. Bjarni Jens Kristinsson 3:02,14 klst.
9. Kristófer Ragnarsson 3:18,01 klst.

68 km konur

1. Lonneke Gastel 2:59,22 klst.

68 km lið

1. Gyða Guttormsdóttir, Óli Grétar Metúsalemsson og Aðalsteinn Þórhallsson 3:14,05

103 km karlar

1. Unnsteinn Jónsson 4:02,31 klst.
2. Valdemar Valdemarsson 4:17,58 klst.
3. Freyr Ævarsson 5:46,24 klst.
4. Mikael Máni Freysson 6:21,54 klst.

Myndir frá keppninni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok