Birna Jóna og Viktor Ívan með brons á Meistaramóti í frjálsum

Tveir keppendur frá UÍA lögðu leið sína í Kaplakrika til að keppa á Meistaramóti í frjálsum íþróttum.

Birna Jóna Sverrisdóttir bætti sinn besta árangur í sleggjukasti þegar hún kastaði 4 kg sleggju 41,06 metra. Það kast skilaði henni bronsverðlaunum en hún var jafnframt yngsti keppandinn í riðlinum. 

Viktor Ívan Vilbergsson fékk bronsverðlaun í 800 metra hlaupi karla þegar hann hljóp á 2:12,99 sem er tveimur sekúndum frá hans besta tíma í greininni. 

52175128068 d05292e00d c

52172666632 1fa0d32b7f c

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok