Sambandsþing UÍA 2021

Sambandsþing UÍA 2021 fer fram á Seyðisfirði laugardaginn 17. apríl. Þingið hefst kl. 10:30. 

Á þinginu verða veittar viðurkenningar til íþróttamanns UÍA 2020 og til handhafa Hermanns- bikarsins, sem er til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er veittur deild, einstaklingi eða félagi sem hefur staðið fyrir nýsköpun, þróun og uppbyggingu í starfi félags. 

Eftir að formlegt þing klárast þá munu fulltrúar frá UMFÍ kynna:

Horfum saman til framtíðar

UMFÍ vinnur nú að endurnýjun á stefnu landssambandsins, sem ætlunin er að kynna á sambandsþingi UMFÍ í október 2021. 

Mikilvægt er að heyra sem flestar raddir úr hreyfingunni svo stefnan inn í framtíðina verði sem skýrust og skili mestum árangri.

Dagskrá þingsins í ár er sem hér segir:

10:30 Þingsetning og skipan starfsmanna

a) Þingforseti b) Þingritari

10:40 Skýrsla stjórnar

10:50 Ársreikningur 2020 lagður fram

11:00 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning

11:15 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa

11:30 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði

11:35 Mál lögð fyrir þingið og umræður um þau

12:00 Kosningar

12:15 Viðurkenningar

12:45 Hádegismatur og ávörp gesta

13:45 Önnur mál og þingslit

14:00 Fundur með UMFÍ

17:00 Fundur UMFÍ búinn – veitingar áður en allir fara heim

 

Stjórn UÍA leggur áherslu á það að öllum sóttvarnarreglum verði fylgt og þær virtar. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok