Höttur svartir unnu Bólholtsbikarinn

Liðið Höttur svartir vann Bólholtsbikarinn í körfuknattleik eftir úrslitaleik gegn Egilsstaðanautunum. Höttur oldboys varð í þriðja sæti.

Fimm lið spiluðu deildakeppnina í vetur en fjögur þeirra léku í úrslitakeppninni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þann 21. apríl.

Í fyrri undanúrslitum unnu Höttur svartir oldboys 57-50 en í hinum lögðu Egilsstaðanautin Fjarðabyggð 60-57.

Oldboys unnu Fjarðabyggð 59-58 í leik um þriðja sætið með að skora síðustu fimm stigin. Sigur svartra á Egilsstaðanautunum var öllu öruggari, 51-46.

Þá fékk Einar Bjarni Helgason verðlaun fyrir að vera stigahæsti leikmaður keppninnar í vetur með 179 stig.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ