UÍA sækir um ULM 2009

UÍA lagði í gær fram formlega umsókn um að halda Unglingalandsmót 2009 á Egilsstöðum. Ákvörðun um mótsstað verður tekin í dag.

 

 

Sjö héraðssambönd sækjast eftir mótinu í ár, en það losnaði eftir að HSH fékk að fresta mótshaldi í Grundarfirði um eitt ár. Þess vegna er aðdragandi að umsókn stuttur og ákvörðun tekin strax.

UÍA hefur haft áhuga á að sækjast eftir næsta Unglingalandsmóti í nokurn tíma og þegar þetta mót losnað var afráðið að slá til í samstarfi við Fljótsdalshérað, en þar eru öll nauðsyneg íþróttamanvirki til staðar og því raunhæft að halda mót með svo stuttum fyrirvara.

Fari svo að aðrir hreppi hnossið í þetta sinn má búast við því að UÍA falist eftir því að fá að halda næsta Unglingalandsmót sem í boði er, árið 2011.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ