Endurvakning Frjálsíþróttaráðs

Fyrsti fundur Frjálsíþróttaráðs UÍA í alllangan tíma var haldinn í gær. Hafin er vinna við skipulagningu frjálsíþróttamála á sambandssvæðinu.

 

Tekið var af skarið og ákveðið að stefnt skuli að því að meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum innanhúss verði haldið 25. janúar 2009. Áætluð staðsetning mótsins er Fjarðarbyggðarhöllin en þar er til staðar góð aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta innanhúss. Frjálsíþróttaráð mun funda næst í fyrstu viku janúar á nýju ári og í framhaldi af því mun mótið verða frekar auglýst.

Allir sem áhuga hafa á því að vinna að undirbúningi mótsins eða því að taka þátt í starfi Frjálsíþróttaráðs eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu UÍA.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ