Góður árangur glímufólks

Frábær árangur náðist á Haustmóti Glímusambands Íslands sem haldið var á Ísafirði um liðna helgi. UÍA sendi níu keppendur á aldrinum 13-15 ára ásamt Sindra Frey Jónssyni þjálfara og Ásmundi Ásmundssyni fararstjóra.

 

Sveitir UÍA í flokki 12-13 ára stráka og stelpna unnu báðar til gullverðlauna í sínum flokki. Að auki varð uppskeran úr einstaklingskeppninni þrjú gull, þrjú silfur og eitt brons. Frekari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni www.glima.is.

Glímustarf stendur með miklum blóma hjá Val á Reyðarfirði. Þar eru æfingar tvisvar í viku, þriðjudaga 18-19 og föstudaga 17-18. Þjálfarar eru Sindri Freyr Jónsson og Hjördís Helga Þóroddsdóttir. Alla jafna stunda um 30 krakkar 10 ára og eldri glímuæfingar þar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ