Unglingalandsmóti UMFÍ lokið

Yfir 20 þáttakendur kepptu fyrir hönd UÍA á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Höfn síðastliðna helgi. Árangur UÍA fólksins var mjög góður og eru úrslitin hér fyrir neðan.

 

Frjálsar

 

Heiðdís Sigurjónsdóttir varð Unglingalandsmótsmeistari í langstökki í flokki 11 ára stelpna þegar hún stökk 4.47 metra í síðustu umferð. Heiðdís varð einnig í 4. sæti í 60. metra hlaupi og hástökki og í 6. sæti í 600 metra hlaupi.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði í kúluvarpi í flokki 13 ára stráka og varð því einnig Unglingalandsmótsmeistari.

Andrés Kristleifsson hafnaði í 2 sæti í 600 m hlaupi, 3 sæti í langstökki og 4-5 sæti í hástökki í flokki 12 ára stráka.

Daði Fannar Sverrisson varð annar í spjótkasti og fjórði í kúluvarpi í flokki 11 ára stráka.

Þorgeir Óli Þorsteinsson varð fjórði í langstökki, annar í 100 metra hlaupi og fjórði í 800 metra hlaupi 15-16 ára drengja.

Brynjar Gauti Snorrason varð sjöundi í 800 metra hlaupi 15-16 ára drengja.

Erla Gunnlaugsdóttir varð fjórða í 600 metra hlaupi, í 5-6 sæti í 60. metra hlaupi og í 8. sæti í langstökki.

Elísa Marey Sverrisdóttir lenti í 5. sæti í kúluvarpi 14 ára telpna.

Freydís Edda Benediktsdóttir varð í 5. sæti í langstökki og varð í 11. sæti í úrslitum í 100 metra hlaupi 15-16 ára meyja.

Sigurður Vopni Gíslason komst einnig í úrslit í 60 metra hlaupi 11 ára stráka og endaði í 11 sæti.

 

Glíma

Hekla María Samúelsdóttir sigraði í flokki 11-12 ára stúlkna og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði einnig í flokki 13-14 ára drengja. Þá varð Hjalti Þórarinn Ásbjörnsson annar í flokki 15-16 ára drengja.

Sund

Guðlaug Jóna Karlsdóttir varð í 7. sæti í 50 metra skriðsundi 11-12 ára stelpna.

Guðdís Benný Eiríksdóttir varð 8. í sama sundi og í sjötta sæti í 50 metra bringusundi.

Birta Hörn Guðmundsdóttir lenti í fimmta sæti í 50 metra bringusundi 11-12 ára stelpna og Sunna Valsdóttir varð í því tólfta.

Hestaíþróttir

Í hestaíþróttunum varð Berglind Rós Bergsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í barnaflokki á Myrva frá Ketilsstöðum bæði í fjórgangi og tölti.

Golf

Steinar Aron Magnússon varð Unglingalandsmótsmeistari í flokki 11-12 ára stráka.

Eins og sjá má var árangur UÍA keppendanna einkar glæsilegur og er þessi árangur til að byggja á fyrir næsta Unglingalandsmót.

 

Öll úrslit mótsins má finna á http://www.ulm.is og úrslitin í frjálsum gegnum vefinn http://fri.is undir mótaforrit.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok