Landsmóti UMFÍ lokið

Alls kepptu 3 lið auk 11 einstaklinga fyrir hönd UÍA á Landsmóti UMFÍ sem fram fór í Kópavogi um síðustu helgi.

 

Í handknattleik karla sigraði lið UÍA fyrsta leik sinn á móti HSÞ 28-23. Þeir töpuðu síðan næstu tveimur og lentu í 3.sæti mótsins. Fyrir þann árangur hlutu þeir 80 stig fyrir UÍA. Í körfuknattleik spilaði lið UÍA 3 leiki sem þeir töpuðu en naumlega þó fyrir HSK 36-34. Þeir sögðu sig síðan úr keppni vegna manneklu. Briddssveitin náði sé ekki á strik á mótinu og hafnaði í 12.sæti.

Í frjálsum íþróttum hafnaði Lovísa Hreinsdóttir í 4.sæti í kringlukasti kvenna og Einar Hróbjartur Jónsson í 6.sæti í spjótkasti karla. Samtals fengu þau 12 stig fyrir UÍA.

Í glímu sigraði Snær Seljan Þóroddsson alla andstæðinga sína og bar sigur úr bítum í -80 kg flokk karla. Magnús Karl Ásmundsson lenti í 4 sæti í -90 kg flokki karla og Sindri Freyr Jónsson lenti í 4. sæti í 90 kg flokki karla. Samtals fengu þeir 24 stig fyrir UÍA.

Í skotíþróttum, nánar tiltekið 60 skotum liggjandi, kepptu þeir Viðar Finnsson og Sigvaldi H. Jónsson. Viðar lenti í 3. sæti og Sigvaldi í því 4. Samtals fengu félagarnir 15 stig fyrir UÍA.

Í starfsgreinum kepptu feðgarnir Ólafur Sigfús Björnsson og Björn Ármann Ólafsson í gróðursetningu. Ólafur sigraði keppnina og faðir hans lenti í 3.sæti. Fyrir þennan frækna árangur fengu þeir feðgar 18 stig fyrir UÍA. Anna Sigríður Karlsdóttir lenti í 16.sæti í stafsetningu og Guðmundur Hallgrímsson í 18.sæti í starfshlaupi.

Alls hlaut UÍA 149 stig og var í 15. sæti af 25 félögum. Er það mjög góður árangur ef miðað er við keppendafjölda UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ