Höttur svartir unnu Bólholtsbikarinn

Liðið Höttur svartir vann Bólholtsbikarinn í körfuknattleik eftir úrslitaleik gegn Egilsstaðanautunum. Höttur oldboys varð í þriðja sæti.

Fimm lið spiluðu deildakeppnina í vetur en fjögur þeirra léku í úrslitakeppninni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þann 21. apríl.

Í fyrri undanúrslitum unnu Höttur svartir oldboys 57-50 en í hinum lögðu Egilsstaðanautin Fjarðabyggð 60-57.

Oldboys unnu Fjarðabyggð 59-58 í leik um þriðja sætið með að skora síðustu fimm stigin. Sigur svartra á Egilsstaðanautunum var öllu öruggari, 51-46.

Þá fékk Einar Bjarni Helgason verðlaun fyrir að vera stigahæsti leikmaður keppninnar í vetur með 179 stig.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok