Endurvakning Frjálsíþróttaráðs

Fyrsti fundur Frjálsíþróttaráðs UÍA í alllangan tíma var haldinn í gær. Hafin er vinna við skipulagningu frjálsíþróttamála á sambandssvæðinu.

 

Tekið var af skarið og ákveðið að stefnt skuli að því að meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum innanhúss verði haldið 25. janúar 2009. Áætluð staðsetning mótsins er Fjarðarbyggðarhöllin en þar er til staðar góð aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta innanhúss. Frjálsíþróttaráð mun funda næst í fyrstu viku janúar á nýju ári og í framhaldi af því mun mótið verða frekar auglýst.

Allir sem áhuga hafa á því að vinna að undirbúningi mótsins eða því að taka þátt í starfi Frjálsíþróttaráðs eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu UÍA.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok