Álkarlinn: Svakalega spennandi verkefni!

Nú er nýtt verkefni komið á koppinn hjá UÍA í samstarfi við Alcoa Fjarðarál. Álkarlinn er austfirsk þriggja þrauta keppni sem samanstendur af þátttöku í þremur ólíkum austfirskum keppnum, Urriðavatnssundi, Barðsneshlaupi og Tour de Ormi. Allar eiga þessar keppnir sameiginlegt að vera krefjandi og fara fram í mikilfenglegri austfirskri náttúru. Nafngift keppninnar er annarsvegar skýrskotun í aðalstyrktaraðila hennar, Alcoa Fjarðarál, og hinsvegar í hina víðfrægu þríþraut Járnkarlinn (e.iron man). Þó yfirheiti keppninar sé Álkarlinn þarf vart að taka fram að konur eru að sjálfsögðu hluti af keppendum.

Þrautirnar sem Álkarlar þreyta eru:

  1. Urriðavatnssund sem fram fer 25. júlí n.k. í Urriðavatni á Fljótsdalshéraði.
    Keppendur í Álkarlinum synda 2,5 km.

  2. Barðsneshlaup sem fram fer 1. ágúst n.k. á Norðfirði.
    Keppendur í Álkarlinum hlaupa 27 km utanvegaleið.

  3. Tour de Ormurinn sem fram fer 15. ágúst n.k. á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi.
    Keppendur í Álkarlinum hjóla 103 km leið umhverfis Lagarfljót.

Þeir sem klára þrautirnar þrjár á einu og sama sumrinu hljóta viðurkenningargrip og sæmdarheitið Álkarl eða Álkona.

Einnig verður boðið upp á Hálfkarl en þar synda þátttakendur 1.250 m í Urriðavatnssundi, hlaupa 13 km í Hellisfjarðarhlaupi (sem er hluti af Barðsneshlaupi) og hjóla 68 km í Tour de Orminum. Þeim er veittur viðurkenningargripur og sæmdarheitið Hálfkarl eða Hálfkona.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok