Daði Þór Íslandsmeistari í langstökki og þrístökki

Tveir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur af Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Daði Þór Jóhannsson var í fantaformi og nældi í gull í bæði þrístökki og langstökki 15 ára pilta, að auki hafnaði hann í þriðja sæti í hástökki. Mikael Máni Freysson tók silfur í hástökki pilta 16-17 ára. UÍA átti sjö keppendur á mótinu margir þeirra náðu að bæta sig á mótinu en þó setti flensuskítur sem stakk sér niður í herbúðir UÍA liðsins nokkurt strik í reikninginn.

 

Árangur Daða Þórs, hefur vakið verðskuldaða athygli en hann var einnig sigursæll á Stórmóti ÍR fyrir nokkrum vikum. Daði er búsettur á Reyðarfirði en þar er ekki formlegt frjálsíþróttastarf á veturnar, hann kemur því vikulega til Egilsstaða til að sækja æfingar með frjálsíþróttadeild Hattar. Aðstaðan sem frjálsíþróttaiðkendur búa við á höfðuborgarsvæðinu er mun betri en þekkist hér og því einstaklega gaman að sjá frjálsíþróttafólkið okkar blómstra á mótum syðra.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok