Víðavangshlaup UÍA og sprettsundmót UÍA

Laugardaginn 28. maí verður líf og fjör á Hallormsstað, en þá fer fram Víðavangshlaup UÍA og Sprettsundmót UÍA. UMF Þristur sér um framkvæmd beggja mótanna.

Í Víðavangshlaupinu verður boðið upp á eftirfarandi aldursflokka og leiðir:

10 ára og yngri 1,5 km skemmtiskokk.

11-14 ára 3 km með tímatöku.

15 ára og eldri 10 km með tímatöku og 3 km skemmtiskokk.

Allir sem taka þátt fá viðurkenningarpening og veittur verður skógarbikar fyrir fyrir hlutskörpustu karl og konu í flokkum 11-14 ára og 15 ára og eldri.

10 km hlaupið verður ræst kl 13.45 en aðrir hlauparar kl 14.15. Að hlaupi loknu verður boðið upp á sundlaugarpartý í sundlauginni á Hallormsstað.

Í sundlauginni hefst því næst Sprettsundmót UÍA kl 15.30. Þar verður keppt í eftirfarandi greinum og flokkum.

8 ára og yngri     12.5 bringa         12.5 skrið            12.5 bak               12.5 flug

9-10 ára               25 m bringa        25 m skrið           12.5 m bak          12.5 m flug         50 m fjórsund

11-12 ára             50 m bringa        50 m skrið           25 m bak             25 m flug             50 m fjórsund

13-14 ára             50 m bringa        50 m skirð           50 m bak             50 m flug             50 m fjórsund

15- 18 ára            50 m bringa        50 m skrið           50 m bak             50 m flug             50 m fjórsund

Að sundmóti loknu verður grillað og farið í leiki í skóginum.

Ef áfram heldur sem horfið með veðurfar verður keppt í skíðagöngu í skóginum og skautahlaupi á sundlauginni.

Þátttökugjöld eru 2000 kr ef tekið er þátt í báðum viðburðum og innifalið í því er grill. Ef einungis er tekið þátt í öðru hvoru er þátttökugjald 1000 kr.

Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok