Þróttur Íslandsmeistari í blaki kvenna

Þróttur tryggði sér Íslandsmeistaratitil í blaki kvenna þegar liðið sigraði HK í þriðju viðureign liðanna sem fór fram í Neskaupstað í dag. Leikurinn var jafn og spennandi og hart barist um hvert stig.

 

HK sigraði í fyrstu hrinu 25:17 en Þróttur sótti þá í sig veðrið og vann aðra hrinu 25:21. HK stúlkur létu þó ekki deigan síga og unnu þriðju hrinu, sem varð jöfn og spennandi 19:25. Gestirnir voru samt aldrei langt undan og þurfti Þróttur að hafa mikið fyrir hrinunni. Í fjórðu hrinu sýndu Þróttarstelpur svo um munaði úr hverju þær eru gerðar og sigruðu 25:22.

Í byrjun lokahrinunnar meiddist Miglena Apostolova, blakkona ársins og einn af burðarliðum Þróttarliðsins og þurfti að fara af velli. En Þróttarliðið sýndi þá mikið baráttuþrek og sigurvilja. Yngri leikmenn liðsins gáfu ekkert eftir og sigu hægt og bítandi framúr andstæðingunum og höfðu að lokum sigur 15:10 við gríðarlegan fögnuð heimamanna sem troðfylltu íþróttahúsið.


Til hamingju stelpur!

Nánari fréttir af leiknum má lesa hér á vef agl.is

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok