Dagskrá Sumarhátíðar UÍA 2019

Það er löng hefð fyrir því á Austurlandi að koma saman á Sumarhátíð UÍA. Mótið er einstök skemmtun sem dregur fólk úr öllum áttum saman í leik og almennt glens. Í ár verður engin breyting þar á en dagskráin er fjölbreytt og er vægast sagt eitthvað í boði fyrir alla.

Við kynnum til sögunnar ýmsar nýjungar en þar bera hæst á góma Góðgerðarmót UÍA og rafíþróttamót. Við hvetjum alla til að skrá sig og sína sem fyrst. Þeir sem vilja svo leggja hönd á plóg eru alltaf velkomnir og mega endilega senda okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Keppnisgjald á Sumarhátíðinni er 2000 kr. á einstakling en 50% systkinaafsláttur er veittur. Keppnisgjald er óháð greinafjölda. Greiða má inn á reikning 0305-26-004104 kt. 660269-4369, kvittun skal send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem nafn keppanda er tekið fram.

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA

Föstudagur, 12. júlí 

19:00 Styrktarmót UÍA fyrir 16 ára og eldri á Vilhjálmsvelli
Safnað er fyrir Geðheilbrigðisteymi HSA. Keppnisgjald er 1500 kr. á Góðgerðarmótinu en tekið er við frjálsum framlögum. Allur ágóði mun renna óskiptur til málefnisins.
Sameiginleg upphitun keppenda hefst klukkan 18:45
Keppt verður í 60 metra spretthlaupi, kúluvarpi, langstökki og 4x100 metra boðhlaupi. Vítaspyrnukeppni verður í gangi á meðan. Eftir það hefst keppni í stígvélakasti og prjónakeppni. Í lok kvölds verður slegið á létta strengi og sungið saman. Salt restaurant býður öllum upp á boozt í lokin, komið með drykkjarmál að heiman.

Laugardagur, 13. júlí

Kl. 9:00-13:00 Sundmót
Sömu greinar og vanalega. Hvetjum keppendur til þess að mæta tímanlega. Tímaseðill er hér: https://live.swimrankings.net/25151/# . Hann gæti tekið minni háttar breytingum fram að móti.
Aldur: 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-17 ára.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.

Kl. 12:00-14:00 Danssmiðja í Íþróttahúsinu
Aldur: 10-12 ára og 13-15 ára
Sett verður saman dansverk sem sýnt verður í Tjarnargarði um kvöldið.
Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 10:30-13:30 Pílukast í Nýung
Opið öllum. Komið við í Nýung hvenær sem er á þessum tíma, kastið pílunum. Sá sem á hæsta skor úr þremur köstum í lok dags verður krýndur Pílumeistari UÍA um kvöldið.

Kl. 11:00 Fjallahjólamót Fjord Bikes í Selskógi
Aldur: 11-14 ára og 15+
Farinn verður ~3 km. hringur í skóginum. Hjálmaskylda.
Fjord Bikes verður með hjól til leigu á staðnum á 3000 kr.
Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 11:00-13:30 Bogfimikynning ofan við Vilhjálmsvöll
Opið öllum. Komdu við, láttu ljós þitt skína og hitaðu upp fyrir bogfimimótið sem hefst kl. 14:30

Kl. 11:30 Pönnubolti í Tjarnargarði
Aldur: 10 ára og yngri
Einn á einn í svokallaðri fótboltapönnu. Skráning á staðnum

Kl. 12:00 Crossfitmót í Crossfit Austur, Lyngási 12
Aldur: 12-18 ára og 18-80 ára
Skráning er kl 11:00-11:30 í Crossfit Austur, Lyngás 12, þegar skráningu lýkur verður farið yfir æfingingar og upphitun hefst.

6 keppa í hverju holli, 12 mín þak
Fyrir frekari upplýsingar benda á póstfangið mitt This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 12:00 Rafíþróttir í Nýung
Allur aldur.
Keppt verður í Fifa og Rocket league. Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 14:00 Folf í Tjarnargarði
Allir velkomnir. Skráning á staðnum.

Kl. 14:30 Bogfimimót ofan við Vilhjálmsvöll
Aldur: 8-10 ára og 11-15 ára.
Hver og einn fær 20 örvar, hæsta skor vinnur.
Takmarkað pláss, skráningarfrestur er til 11. júlí.

Kl. 15:00 Kökuskreytingar í Egilsstaðaskóla
Aldur: 11-12 ára og 13-15 ára, bæði einstaklings og liðakeppni með 2 í liði.
Þema: Himingeimurinn
Reglur: Þátttakendur fá tilbúna hringlaga svampbotna á staðnum. Ýmislegt verður á staðnum til skreytinga: hvítt krem, nammi, kökuskraut o.fl.
Keppendur fá eina klst. til að vinna í skreytingunni. Þátttakendum er heimilt að koma með áhöld til skreytinga, t.d stútar, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífar, skæri, gaffla og það sem ykkur dettur í hug. Kökuskraut er heimilt að koma með að heiman og matarlit til litunar á kremi.
Kökurnar eru settar á smjörpappír á keppnisstað en keppendum er velkomið að taka disk með sér að heiman. Ekki er heimilt að vera með tilbúnar myndir til skreytinga.
Skráningu lýkur 10. júlí


Kl. 16:00 Fjölskyldu-Brenniboltamót í Tjarnargarðinum
Allur aldur velkominn, þú skráir fjölskylduna til leiks og skorar á þá næstu. 5 í liði, mega vera 2 varamenn.
Skráningu lýkur kl. 14:00 samdægurs.


Kl. 18:00 Grillveisla í Tjarnagarðinum
Pylsupartý í boði Goða. Danssýning danssmiðjunnar, kynning á Crossneti og verðlaunaafhendingar dagsins.
Crossnet: https://www.youtube.com/watch?v=zRR8GAh2YbA

Sunnudagur, 14. júlí

Kl. 10:00-12:00 Frjálsar 10 og yngri á Vilhjálmsvelli
Keppt verður í 60m., 400 m. hringhlaupi, langstökki og boltakasti.
Tímaseðil má nálgast á næstu dögum á www.thor.fri.is
Skráningu lýkur 11. júlí

Kl. 10:00-12:00 Pútt í Pósthúsgarði
Aldur: 11-16 ára
Leiknar 18 holur. Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 11:00 Bocciamót á Vilhjálmsvelli
Allir velkomnir, þrír í liði.
Skráningu lýkur 11. júlí

Kl. 12:30 Frjálsar 11 ára og eldri á Vilhjálmsvelli
Keppt verður í spretthlaupi(ýmist 60 eða 100 m.), hringhlaupi(ýmist 600 eða 800 m.), 4x100m boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti. Fyrir þá elstu verður einnig keppt í þrístökki, kringlukasti og sleggjukasti.
Tímaseðil má nálgast á næstu dögum á www.thor.fri.is
Skráningu lýkur 11. júlí

Kl. 13:00-15:00 Pútt heldri borgara í Pósthúsgarði
Aldur: 60 ára og eldri
Leiknar 18 holur. Kaffi, bakkelsi og almenn gleði. Skráningu lýkur 12. júlí.

Fylgist með á https://www.facebook.com/events/332156917498911/

Skráningum skal skila á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir tilgreindan tíma. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 865-8433(Gréta Sóley).

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok