Dagskrá Sumarhátíðar UÍA 2019

Það er löng hefð fyrir því á Austurlandi að koma saman á Sumarhátíð UÍA. Mótið er einstök skemmtun sem dregur fólk úr öllum áttum saman í leik og almennt glens. Í ár verður engin breyting þar á en dagskráin er fjölbreytt og er vægast sagt eitthvað í boði fyrir alla.

Við kynnum til sögunnar ýmsar nýjungar en þar bera hæst á góma Góðgerðarmót UÍA og rafíþróttamót. Við hvetjum alla til að skrá sig og sína sem fyrst. Þeir sem vilja svo leggja hönd á plóg eru alltaf velkomnir og mega endilega senda okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Keppnisgjald á Sumarhátíðinni er 2000 kr. á einstakling en 50% systkinaafsláttur er veittur. Keppnisgjald er óháð greinafjölda. Greiða má inn á reikning 0305-26-004104 kt. 660269-4369, kvittun skal send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem nafn keppanda er tekið fram.

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA

Föstudagur, 12. júlí 

19:00 Styrktarmót UÍA fyrir 16 ára og eldri á Vilhjálmsvelli
Safnað er fyrir Geðheilbrigðisteymi HSA. Keppnisgjald er 1500 kr. á Góðgerðarmótinu en tekið er við frjálsum framlögum. Allur ágóði mun renna óskiptur til málefnisins.
Sameiginleg upphitun keppenda hefst klukkan 18:45
Keppt verður í 60 metra spretthlaupi, kúluvarpi, langstökki og 4x100 metra boðhlaupi. Vítaspyrnukeppni verður í gangi á meðan. Eftir það hefst keppni í stígvélakasti og prjónakeppni. Í lok kvölds verður slegið á létta strengi og sungið saman. Salt restaurant býður öllum upp á boozt í lokin, komið með drykkjarmál að heiman.

Laugardagur, 13. júlí

Kl. 9:00-13:00 Sundmót
Sömu greinar og vanalega. Hvetjum keppendur til þess að mæta tímanlega. Tímaseðill er hér: https://live.swimrankings.net/25151/# . Hann gæti tekið minni háttar breytingum fram að móti.
Aldur: 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-17 ára.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.

Kl. 12:00-14:00 Danssmiðja í Íþróttahúsinu
Aldur: 10-12 ára og 13-15 ára
Sett verður saman dansverk sem sýnt verður í Tjarnargarði um kvöldið.
Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 10:30-13:30 Pílukast í Nýung
Opið öllum. Komið við í Nýung hvenær sem er á þessum tíma, kastið pílunum. Sá sem á hæsta skor úr þremur köstum í lok dags verður krýndur Pílumeistari UÍA um kvöldið.

Kl. 11:00 Fjallahjólamót Fjord Bikes í Selskógi
Aldur: 11-14 ára og 15+
Farinn verður ~3 km. hringur í skóginum. Hjálmaskylda.
Fjord Bikes verður með hjól til leigu á staðnum á 3000 kr.
Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 11:00-13:30 Bogfimikynning ofan við Vilhjálmsvöll
Opið öllum. Komdu við, láttu ljós þitt skína og hitaðu upp fyrir bogfimimótið sem hefst kl. 14:30

Kl. 11:30 Pönnubolti í Tjarnargarði
Aldur: 10 ára og yngri
Einn á einn í svokallaðri fótboltapönnu. Skráning á staðnum

Kl. 12:00 Crossfitmót í Crossfit Austur, Lyngási 12
Aldur: 12-18 ára og 18-80 ára
Skráning er kl 11:00-11:30 í Crossfit Austur, Lyngás 12, þegar skráningu lýkur verður farið yfir æfingingar og upphitun hefst.

6 keppa í hverju holli, 12 mín þak
Fyrir frekari upplýsingar benda á póstfangið mitt This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 12:00 Rafíþróttir í Nýung
Allur aldur.
Keppt verður í Fifa og Rocket league. Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 14:00 Folf í Tjarnargarði
Allir velkomnir. Skráning á staðnum.

Kl. 14:30 Bogfimimót ofan við Vilhjálmsvöll
Aldur: 8-10 ára og 11-15 ára.
Hver og einn fær 20 örvar, hæsta skor vinnur.
Takmarkað pláss, skráningarfrestur er til 11. júlí.

Kl. 15:00 Kökuskreytingar í Egilsstaðaskóla
Aldur: 11-12 ára og 13-15 ára, bæði einstaklings og liðakeppni með 2 í liði.
Þema: Himingeimurinn
Reglur: Þátttakendur fá tilbúna hringlaga svampbotna á staðnum. Ýmislegt verður á staðnum til skreytinga: hvítt krem, nammi, kökuskraut o.fl.
Keppendur fá eina klst. til að vinna í skreytingunni. Þátttakendum er heimilt að koma með áhöld til skreytinga, t.d stútar, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífar, skæri, gaffla og það sem ykkur dettur í hug. Kökuskraut er heimilt að koma með að heiman og matarlit til litunar á kremi.
Kökurnar eru settar á smjörpappír á keppnisstað en keppendum er velkomið að taka disk með sér að heiman. Ekki er heimilt að vera með tilbúnar myndir til skreytinga.
Skráningu lýkur 10. júlí


Kl. 16:00 Fjölskyldu-Brenniboltamót í Tjarnargarðinum
Allur aldur velkominn, þú skráir fjölskylduna til leiks og skorar á þá næstu. 5 í liði, mega vera 2 varamenn.
Skráningu lýkur kl. 14:00 samdægurs.


Kl. 18:00 Grillveisla í Tjarnagarðinum
Pylsupartý í boði Goða. Danssýning danssmiðjunnar, kynning á Crossneti og verðlaunaafhendingar dagsins.
Crossnet: https://www.youtube.com/watch?v=zRR8GAh2YbA

Sunnudagur, 14. júlí

Kl. 10:00-12:00 Frjálsar 10 og yngri á Vilhjálmsvelli
Keppt verður í 60m., 400 m. hringhlaupi, langstökki og boltakasti.
Tímaseðil má nálgast á næstu dögum á www.thor.fri.is
Skráningu lýkur 11. júlí

Kl. 10:00-12:00 Pútt í Pósthúsgarði
Aldur: 11-16 ára
Leiknar 18 holur. Skráningu lýkur 11. júlí.

Kl. 11:00 Bocciamót á Vilhjálmsvelli
Allir velkomnir, þrír í liði.
Skráningu lýkur 11. júlí

Kl. 12:30 Frjálsar 11 ára og eldri á Vilhjálmsvelli
Keppt verður í spretthlaupi(ýmist 60 eða 100 m.), hringhlaupi(ýmist 600 eða 800 m.), 4x100m boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti. Fyrir þá elstu verður einnig keppt í þrístökki, kringlukasti og sleggjukasti.
Tímaseðil má nálgast á næstu dögum á www.thor.fri.is
Skráningu lýkur 11. júlí

Kl. 13:00-15:00 Pútt heldri borgara í Pósthúsgarði
Aldur: 60 ára og eldri
Leiknar 18 holur. Kaffi, bakkelsi og almenn gleði. Skráningu lýkur 12. júlí.

Fylgist með á https://www.facebook.com/events/332156917498911/

Skráningum skal skila á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir tilgreindan tíma. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 865-8433(Gréta Sóley).

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ