Búið að skipa Landsmótsnefnd

Nefnd um framkvæmd Landmót 50 ára og eldri kom saman til síns fyrsta formlega fundar í félagshúsi Þróttar Neskaupstað, Mýrinni á miðvikudag.

Fundurinn á miðvikudag fór í mestu leyti í umræður um væntanlegar keppnisgreinar og aðstæður. Takmörkuð frjálsíþróttaaðstaða er í Neskaupstað en þannig hefur staðan verið á fleiri stöðum þar sem mótið hefur verið haldið. Ýmsar lausnir eru því í boði.

Mótið verður haldið í Neskaupstað 28. – 30. júní á næsta ári. Gert er ráð fyrir að listi keppnisgreina verði staðfestur þegar nefndin hittist næst í byrjun árs.

Landsmótsnefndin
Formaður: Karl Óttar Pétursson, Fjarðabyggð
Ritari: Gunnar Gunnarsson, UÍA
Gjaldkeri: Eysteinn Þór Kristinsson, Þrótti
Keppnisstjórar: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þorsteinn Ágústsson, Þrótti
Öryggis- og tjaldsvæðisstjóri: Geir Sigurpáll Hlöðversson, Þrótti
Svæðisstjóri: Karl Rúnar Róbertsson, Þrótti
Afþreyingarstjóri: Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Þrótti
Veitinga- og þjónustustjóri: Sigurveig Róbertsdóttir, Þrótti
Starfsmannastjóri: Þorvarður Sigurbjörnsson, Þrótti
Fulltrúi UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ
Með nefndinni starfa Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA og Bjarki Ármann Oddsson, æsku- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar.
Enn má búast við að bætist í nefndina fram að móti.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok