Úrslitaleikur Launaflsbikarsins í kvöld

UMFB og BN leika til úrslita í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu í kvöld. Búast má við markaleik miðað við fyrri leik liðanna í sumar.

Sjö lið hófu keppni í júní en ríkjandi meistarar Leiknis drógu sig fljótlega úr keppni. Sex lið spiluðu því einfalda umferð og svo undanúrslit.

BN vann þar efsta lið deildarkeppninnar Spyrnu 3-7 en UMFB vann Skúmhött 4-2. Liðin úr öðru og fjórða sæti leika því til úrslita í kvöld.

Búast má við markaleik ef marka má úrslitin í fyrri leik liðanna í lokaumferð deildarinnar. UMFB vann hann 14-8. Skrifstofa UÍA sá sig tilneydda til að hringja símtöl til að staðfesta tölurnar.

Auk þeirra liða sem þegar hafa verið nefnd áttu Einherji og Austri lið í keppninni í ár.

Úrslitaleikurinn hefst á Fellavelli klukkan 19:30 í kvöld. Því miður hefur engin sjónvarpsstöð sýnt áhuga á að kaupa útsendingarréttinn þannig þeir sem vilja sjá gæða fótbolta verða að gjöra svo vel og mæta á völlinn.


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok