Austfirðingar perluðu 1673 armbönd til styrktar Krafti

Laugardaginn, 9. júní, stóð Kraftur og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Huginn á Seyðisfirði fyrir perluviðburði. Um var að ræða þriðja leikinn í Perlubikarnum. En Perlubikarinn hreppir það íþróttafélag og/eða bæjarfélag sem nær að perla sem flest armbönd á tilteknum tíma. Armböndin eru seld til stuðnings Krafti og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM.

Austfirðingar náðu að slá Eyjamenn út en Austfirðingar perluðu 1673 armbönd. Eyjamenn höfðu áður perlað 1538 armbönd en eins og staðan er í dag er Perlubikarinn í höndum Akureyringa. Um 150 manns mættu á perluviðburðinn á Seyðisfirði og stóð fólkið sig eins og hetjur en reikna má að hver hafi þá perlað meira en 11 armbönd.

Örvar Jóhannsson, formaður íþróttafélagsins Hugins á Seyðisfirði, var að vonum ánægður með sitt fólk. „Við slógum Vestmannaeyinga út og erum því í öðru sæti núna í Perlubikarnum og værum ábyggilega í því fyrsta ef við miðuðum við höfðatölu - það er sko kraftur í okkur. En það er dásamlegt að taka þátt í þessu verkefni og skorum við nú á HSK og Sunnlendinga að gera betur og ná Perlubikarnum til sín“.

Sem stendur eru íþróttafélögin á höfuðborgarsvæðinu einnig að reyna keppast um að ná Perlubikarnum en þá þarf að ná að perla fleiri en 2302 armbönd á fjórum tímum til að slá met Akureyringa. „Við erum handviss um að HSK og Sunnlendingar skorist ekki undan og nái að gera enn betur,“ sagði Örvar að lokum.

Armböndin eru til sölu á vefsíðu Krafts, hjá Útilíf, Errea, Jóa Útherja og Ölveri og rennur allur ágóði þeirra til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok