Meistaramót Íslands 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum fer fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum laugardag og sunnudag, 23. – 24. júní á vegum UÍA og frjálsíþróttadeildar Hattar.

Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 11-14 ára og keppt í spretthlaupi, 600m hlaupi, grindahlaupi, boðhlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, langstökki, hástökki og í þrístökki sem aukagrein þar sem „keppt er á velli þrístökkvarans“.

Von er á um 150 keppendum auk fjölda fylgdarliðs. Mótið hefst klukkan 10 hvorn dag og er reiknað með að keppni sé lokið um klukkan 16.

Nánari upplýsingar um mótið eru á www.fri.is

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok