Fjögur fengu starfsmerki UÍA

Fjórir einstaklingar fengu starfsmerki UÍA fyrir vel unnin störf á sambandsþingi UÍA á Borgarfirði eystra á laugardag.

Ásgrímur Ingi Arngrímsson, UMFB
Ásgrímur Ingi var formaður UMFB frá árinu 1997 til 2014 og driffjöðrin í margvíslegu starfi félagsins, meðal annars uppbyggingu sparkhallar á Borgarfirði. Eins má nefna framlag Ásgríms Inga til leiklistar- og menningarstarfs á vegum UMFB.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, UMFB
Arngrímur Viðar hefur í gegnum tíðina komið að margvíslegu starfi UMFB. Þá var hann gjaldkeri UÍA á árunum 2001-2008.

Bryndís Snjólfsdóttir, UMFB
Bryndís var meðal þeirra sem leiddu starf UMFB á níunda og tíunda áratugnum. Borgfirðingar muna eftir að hún var ætíð tiltæk þegar á þurfti að halda.

Davíð Þór Sigurðarson, Hetti
Davíð Þór var aðeins 26 ára gamall þegar hann tók við formennsku í íþróttafélaginu Hetti árið 2009 og hefur gegnt henni síðan þá. Davíð hefur einnig verið lykilmaður í Unglingalandsmótunum 2011 og 2017.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok