UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Stjórn UÍA hefur ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra sambandsins eftir að Ester Sigurásta Sigurðardóttir óskaði eftir að láta af störfum í lok síðasta ár þar sem hún hverfur til annarra starfa með vorinu.


Leitað er að drífandi einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Hann annast allan daglegan rekstur sem felur meðal annars í sér skipulag viðburða, umsjón með fjármálum, samskipti við aðildarfélög og stefnumótun í samráði við stjórn.

Hæfniskröfur:
Áhugi á hreyfingu og félagsstarfi
Færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Almenn tölvukunnátta
Að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma

Menntun sem nýtist í starfi, reynsla af viðburðastjórnun og þekking á rekstri, bókhaldi og markaðsstarfi er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar. Umsóknir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson formaður í síma 848-1981.

Upphaf starfstíma og framtíðarstaðsetning skrifstofu UÍA er samkomulagsatriði milli nýs framkvæmdastjóra og stjórnar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ