Viltu læra að nota þögnina?

UÍA, í samvinnu við ungversku ungmennasamtökin GYIÖT, býður upp á þrjú sæti fyrir áhugasama á námskeiðið Sounds of Silence í Ungverjalandi í byrjun október.

Aðaltilgangur námskeiðsins verður að kenna leiðtogum í æskulýðsstarfi að nýta þögnina á meðvitaðan hátt sem samskiptamáta á ólíka vegu, við þjálfun, kennslu, hugleiðslu, einbeitingu og til að segja frá.

Krafa er um að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri og hafi gott vald á ensku.

Námskeiðið verður haldið dagana 4. – 10. október í smábænum Holloko sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Íbúar þorpsins eru ekki nema um 400 talsins en það byggðist upp sem varðstöð á miðöldum eftir innrás Mongóla. Það er í tveggja tíma fjarlægð norðaustur af höfuðborginni Búdapest.

Ferðastyrkur Íslendinga eru 530 evrur, um 66 þúsund krónur á núverandi gengi. Þátttökugjald er 30 evrur, tæplega 4.000 krónur.

Skrifstofa UÍA verður þátttakendum innan handar um ferðatilhögun.

Nánari upplýsingar um námskeiðið ásamt umsóknareyðublaði eru hér.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok