Skráning hafin á Unglingalandsmót 2017

Skráning á Unglingalandsmót 2017 sem haldið verður á Egilsstöðum er hafin.Mótið er fyrir 11-18 ára og hver keppandi greiðir einungis eitt þátttökugjald og hægt er að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi hefur áhuga á. Mótið hefst 3. ágúst með keppni í golfi og verður því slitið sunnudaginn 6. ágúst. Gert er ráð fyrir miklum fjölda á Egilsstöðum yfir mótshelgina, jafnvel allt upp i 10.000 manns. 

 

Á Unglingalandsmótinu verður keppt í 23 greinum : Boccia, bogfimi, fimleikalíf, fjallahjólreiðar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, knattspyrna, kökuskreytingar, körfuknattleikur, motocross, ólympískar lyftingar, rathlaup, skák, stafsetning, strandblak, sund, UÍA þrekmót, upplestur og íþróttr fatlaðra. 

Kvöldvökurnar verða á sínum stað og eru þær ekki á verri endanum í ár. Á meðal þeirra sem stíga á svið eru Úlfur Úlfur, Hildur, Aron Hannes, Emmsjé Gauti, hljómsveitarnar Amabadama og Mur Mur, Jón Jónsson og fleiri.

Einnig mun danski sýningarhópurinn sem sló í gegn í Denmark Got Talent mæta á svæðið og sýnir listir sínar. Hópurinn kemur hingað til landsins í boði fyrirtækisins Motus.

Skráning fer fram hér:
https://umfi.felog.is/

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér:
http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi

 

Ákveðið var á stjórnarfundi UÍA fyrr í vikuni að UÍA myndi greiða niður þátttökugjaldið um 2.000 kr. og þurfa því keppendur aðeins að greiða 5.000 kr. Einnig munu allir keppendur sem keppa fyrir UÍA fá bol merktan félaginu þegar þeir sækja mótsgögnin sín.

Við hvetjum alla til að skrá sig, það er margt í boði og allir ættu að geta fundið sér eitthvað. Einnig er Unglingalandsmótið frábær fjölskylduskemmtun og afþreyingardagskráin er glæsileg.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok