Þrjú ný aðildarfélög

Þrjú ný aðildarfélög voru tekin inn í UÍA á þingi sambandsins á Reyðarfirði. Þau koma öll úr Fjarðabyggð.

Stjórn UÍA lagði fram til samþykktar aðild Körfuknattleiksfélags Fjarðabyggðar, Blakhópsins Vals og Blakfélags Fjarðabyggðar. Stjórnin hafði samþykkt aðild félaganna með fyrirvara um samþykktir laganefnda UMFÍ og ÍSÍ.

Fulltrúum félaganna var boðið til þingsins og þau boðin velkomin með blómvendi. Bjarki Ármann Oddsson mætti fyrir hönd Körfuknattleiksfélagsins og Þuríður Sigurjónsdóttir fyrir Blakhópinn.

Þar með eru skráð félög innan UÍA orðin 45 talsins.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok