Dagskrá Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2016

SUMARHÁTÍÐ UÍA OG SÍLDARVINNSLUNNAR 8.-10. JÚLÍ

Sumarhátíð UÍA og Sildarvinnslunnar fer að vanda fram á Egilsstöðum aðra helgina í júlí. Dagskrá hátíðarinnar er einkar fjölbreytt og glæsileg og alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnað hefur verið fyrir skráningar og við hvetjum Austfirðinga sem og gesti fjórðungsins til að taka duglega þátt í þessu ævintýri með okkur. Þökkum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið.

Dagskrá hátíðarinnar er birt með fyrirvara um að allt í í heiminum hverfult og breytingum háð:

Föstudagur 8. júlí

10:00-12:00  Ritlistarsmiðja í Sláturhúsinu fyrir börn 7-10 ára, í umsjón Kött grá Pjé og Viktoríu Blöndal  ATH Fellur niður vegna dræmrar

13:00-16.00 Ritlistarsmiðja í Sláturhúsinu fyrir unglinga 11-14 ára, í umsjón Kött grá Pjé og Viktoríu Blöndal  

15:00 Landsbankapúttmót eldri borgara í Pósthúsgarðinum, harmonikkuleikur, kaffi og kræsingar.

16:30 Landsbankapúttmót barna og unglinga í Pósthúsgarðinum, safi og kræsingar.

17:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum

17.30 LVF mótið í borðtennis í Kornskálanum við Sláturhúsið

19:00 Kökuskreytingarkeppni Fellabakarís í Sláturhúsinu

20:00 Ljóðaupplestrarkeppni Bókakaffis í Sláturhúsinu

21:00 Úrslit tilkynnt í ljóðaupplestri og kökuskreytingum, kaffi og kósýheit

21.15 Brettafélagið í Fjarðabyggð bregður á leik með Brettalistum og Parkour fyrir utan Sláturhúsið.

21:30-22:00 Partý í Frystiklefanum, Kött grá pje og fleiri, sjá um stuðið

 

Laugardagur 9. júlí

9:00-12:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum,

10:00-12:00 Körfuboltasumar KKÍ, landsliðsmenn í körfuknattleik sjá um æfingar í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Ætlað fyrir 6-17 ára

11:00-16:00 Frjálsíþróttamót  á Vilhjálmsvelli, aldursflokkar 11 ára og eldri

13:00-15:00 Knattþrautir, efri völlur við Vilhjálmsvöll.

16:00 Fornleikar Minjasafns Austurlands í Tjarnargarði og allir velkomnir að kíkja inn á Minjasafn.

17:00 Zumba og gleði í Tjarnagarðinum

17:30 Frisbígolfkynning og mót í Tjarnargarði

19:00 Grill og gaman í Bjarnadal, keppni í ringó og strandblaki

 

Sunnudagur 10. júlí

9:00-13:00 Frjálsíþróttamót á Vilhjálmsvelli, allir aldursflokkar frá 5 ára og yngri og uppúr

10:30 Bocciamót Héraðsprents á Vilhjálmsvelli

11:00 Arionbankamótið í Crossfit í Selskógi, fyrra WOD

11:30-12:30 Rathlaupskeppni N1 í Selskógi

13:00 Litaland Leikhópurinn Lotta, Tjarnargarði. ATH miðverð er 1.900 kr og er ekki innifalið í þátttökugjaldi Sumarhátíðarinnar.

13:00 Byko bogfimikynning og mót í Selskógi

13:30 Bardagasmiðja Sparisjóðs Austurlands í Selskógi

14:00 Arionbankamótið í Crossfit í Selskógi, kynning og seinna WOD

14:00-15:00 Fjölskyldurathlaup N1 í Selskógi

15:00 Fjallahjólakeppni Húsasmiðjunnar í Selskógi

 

Þátttökugjald er 2000 kr á keppenda óháð greinafjölda. Félög eru beðin að greiða fyrir sína þátttakendur í einu lagi.

Skráningarfrestur er fram að hádegi 7. júlí.

Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar um einstök mót og viðburði:

Ritlistarsmiðja fyrir 11-14 ára unglinga föstudag 8. júlí kl 13:00-16:00 í Sláturhúsinu  . Skapandi og skemmtileg vinnusmiðja fyrir unglinga í umsjón listamannanna Kött grá Pjé og Viktoríu Blöndal. Skráningar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir hádegi 7. júlí.

Landsbankapúttmót 50+ föstudaginn 8. júlí kl 15:00

Keppt verður opnum flokkum kvenna og karla í Pósthúsgarðinum.

Léttar veitingar og lifandi tónlist í garðinum.

Landsbankapúttmót 50+ föstudaginn 8. júlí kl 16:30

Keppt verður opnum flokkum stráka og stelpna í Pósthúsgarðinum.

Léttar veitingar.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Eskjumótið í sundi föstudag 8. júlí kl 17:00 og laugardaginn 9. júlí kl 9:00 í

Sundlauginni á Egilsstöðum

Keppt verður í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-17 ára og garpaflokki.

Skráningarfrestur til miðnættis 5. júlí í gegnum mótaforritið Splash.

Félög eru beðin að huga strax að öflun sjálfboðaliða við framkvæmd mótsins, en félögin þurfa að útvega einn starfsmenn fyrir hverja fimm keppendur sem félagið á í mótinu. Skráningar á starfsfólki skulu berast til skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir miðnætti 5. júlí.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Fyrri keppnisdagur

Nr Grein /nafn Kyn Lengd (m)

1 Bringusund sveina 11-12 kk 100

2 Bringusund meyja 11-12 kv 100

3 Fjórsund drengja 13-14 kk 100

4 Fjórsund telpna 13-14 kv 100

5 Fjórsund pilta 15-17 kk 100

6 Fjórsund stúlkna 15-17 kv 100

7 Baksund hnokka 8 og yngri kk 25

8 Baksund hnátur 8 og yngri kv 25

9 Baksund hnokka 9-10 kk 25

10 Baksund hnátur 9-10 kv 25

11 Baksund sveina 11-12 kk 50

12 Baksund meyja 11-12 kv 50

13 Baksund drengja 13-14 kk 50

14 Baksund telpna 13-14 kv 50

15 Baksund pilta 15-17 kk 50

16 Baksund stúlkna 15-17 kv 50

17 Baksund garpar karlar kk 50

18 Baksund garpa konur kv 50

19 Skriðsund hnokka 8 og yngri kk 25

20 Skriðsund hnátur 8 og yngri kv 25

21 Skriðsund hnokka 9-10 kk 50

22 Skriðsund hnátur 9-10 kv 50

23 Skriðsund sveina 11-12 kk 50

24 Skriðsund meyja 11-12 kv 50

25 Skriðsund drengja 13-14 kk 50

26 Skriðsund telpna 13-14 kv 50

27 Skriðsund pilta 15-17 kk 100

28 Skriðsund stúlkna 15-17 kv 100

29 Skriðsund garpar karlar kk 50

30 Skriðsund garpar konur kv 50

31 Boðsund skriðsund 12 ára yngri BL 200

32 Boðsund skriðsund 13-17 ára BL 200

- Síðari keppnisdagur

Nr Grein /nafn Kyn Lengd (m)

33 Flugsund hnokka 0-8 kk 25

34 Flugsund hnátur 0-8 kv 25

35 Flugsund hnokka 9-10 kk 25

36 Flugsund hnátur 9-10 kv 25

37 Flugsund sveina 11-12 kk 50

38 Flugsund meyja 11-12 kv 50

39 Flugsund drengja 13-14 kk 50

40 Flugsund telpna 13-14 kv 50

41 Flugsund pilta 15-17 kk 50

42 Flugsund stúlkna 15-17 kv 50

43 Bringusund hnokka 8 og yngri kk 25

44 Bringusund hnátur 8 og yngri kv 25

45 Bringusund hnokka 9-10 ára kk 25

46 Bringusund hnátur 9-10 ára kv 25

47 Bringusund sveina 11-12 kk 50

48 Bringusund meyja 11-12 kv 50

49 Bringusund drengja 13-14 kk 100

50 Bringusund telpna 13-14 kv 100

51 Bringusund pilta 15-17 kk 200

52 Bringusund stúlkna 15-17 kv 200

53 Bringusund garpar karlar kk 100

54 Bringusund garpar konur kv 100

55 Skriðsund drengja 13-14 kk 100

56 Skriðsund telpna 13-14 kv 100

57 Boðsund fjórsund 12 ára yngri BL 200

58 Boðsund fjórsund 13-17 ára BL 200

 

LVF mótið í borðtennis föstudagur kl 17:30 í Kornskálanum við Sláturhúsið

Keppt í flokkum stráka og stelpna 14 ára og yngri og 15 ára og eldri.

Verðlaun og útdráttarverðlaun í boði LVF.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kökuskreytingarkeppni Fellabakarís föstudagur kl 19:00 í Sláturhúsinu

Þema keppninnar er Ísland/íslenskt.

Þátttakendur fá tilbúna hringbotna á staðnum og þar verður ýmiskonar hráefni til skreytinga s.s. krem, litskrúðugt nammi, kökuskraut og fleira. Hver keppandi má koma með þrennskonar skraut að heiman til keppninnar en það þarf allt að vera ætt.

Keppendur þurfa að koma með áhöld með sér að heiman.

Keppt í flokkum 14 ára og yngri og 15 ára og eldri.

Hægt að keppa sem einstaklingar eða í tveggja manna liðum. Keppendur fá klukkustund til að vinna að skreytingunni.

Dómnefnd skipa Björgvin Kristjánsson, Gréta Mjöll Samúelsdóttir,

Glæsileg verðlaun í boði Húsasmiðjunnar.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Ljóðaupplestrarkeppni Bókakaffis föstudagur kl 20:00 í Sláturhúsinu

Keppt í flokkum 14 ára og yngri og 15 ára og eldri

Keppnin fer þannig fram að hver keppandi les tvisvar upp fyrir dómnefnd og áheyrendur. Í fyrri umferðinni skal keppandi lesa ljóð að eigin vali sem er í einhverju hefðbundnu ljóðformi, þ.e. hefur rím, ljóðstafi, fasta hrynjandi eða einhver þau einkenni sem jafnan eru tengd hefðbundinni ljóðagerð. Ljóðin mega vera bæði gömul og ný og þurfa ekki að hafa til að bera allt það sem að framan er nefnt, en eitthvað af þeim atriðum. Í síðari umferðinni skal keppandi lesa ljóð að eigin vali sem er ekki í hefðbundnu ljóðformi.

Keppendum er velkomið að flytja hvort sem er eigin ljóð eða annarra og hvort sem er verk þekktra eða óþekktra skálda.

Í upphafi keppninnar er dregið um röð keppenda og munu þeir flytja ljóðin í sömu röð í fyrri og síðari umferðinni.

Dómnefndina skipa þrír einstaklingar. Þeir skulu hafa góða þekkingu á upplestri, ljóðum og leikrænni tjáningu. Skrifstofa UÍA sér um að tilnefna dómnefnd keppninnar. Í störfum sínum skal dómnefndin hafa hliðsjón af leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út af Stóru upplestrarkeppninni. Megináhersla er á að leggja mat á eftirfarandi þætti.

Líkamsstöðu - Raddstyrk - Notkun talfæra - Framburð - Tíma og þagnir - Blæbrigði og túlkun - Samskipti við áheyrendur.

Dómnefnd skal leitast við að komast að sameiginlegri niðurstöðu en sé það ekki unnt ræður atkvæði formanns dómnefndar endanlegri niðurstöðu.

Glæsileg verðlaun í boði Bókakaffis.

Dómnefnd skipa Kött grá Pjé, Viktoría Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Körfuboltasumar KKÍ laugardag 9. júlí kl 10:00-12:00 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Landsliðsmennirnir Hörður Axel, Haukur Helgi og Martin Hermannsson koma í heimsókn og verða með æfingu og fyrirlestur fyrir krakka á aldrinum 6-17 ára.

 

Frjálsíþróttamót:

Laugardag 9. júlí kl 11:00 á Vilhjálmsvelli (keppnisgreinar fyrir 11 ára og eldri)

Sunnudag 10. júlí kl 9:00 á Vilhjálmsvelli (keppnisgreinar fyrir alla aldursflokka) Sprettur sporlangi og litríkar persónur frá Leikhópnum Lottu kíkja við á sunnudag.

Skráningarfrestur til miðnættis 5. júlí, í Þór skráningarforrit FRÍ eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skráningarfrestur til miðnættis 5. júlí í gegnum mótaforritið Splash.

Félög eru beðin að huga strax að öflun sjálfboðaliða við framkvæmd mótsins, en félögin þurfa að útvega einn starfsmenn fyrir hverja þrjá keppendur sem félagið á í mótinu. Skráningar á starfsfólki skulu berast til skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir miðnætti 5. júlí.

 

Keppnisgreinar og flokkar

5 ára og yngri. Frjálsíþróttaþrautabraut og fjör

6-8 ára. Frjálsíþróttaþrautabraut og fjör.

9-10 ára: 60 m hlaup, langstökk, boltakast og 400 m hlaup

11 ára stelpur, og strákar: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast, hástökk og 600 m hlaup

12-13 ára, stelpur og strákar: 80 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast, hástökk og 600 m hlaup

14-15 ára, stelpur og strákar: 100 m hlaup, langstökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, hástökk, 800 m hlaup.

16 ára og eldri, konur og  karlar: 100 m hlaup, langstökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, hástökk, 800 m hlaup.

Á laugardag verður keppt í 4x100 m  boðhlaupi, allar samsetningar á liðum leyfilegar þ.e. blandaður aldur og kyn. Ekki verða veitt verðlaun fyrir greinina en dregin út úrdráttarverðlaun úr hópi keppnisliða.

 

Frisbígolfmót laugardaginn 9. júlí kl 17:30 í Tjarnargarðinum

Keppt í barnaflokki (leiknir tveir hringir) og í opnum flokki (leiknir þrír hringir).

Verðlaun í boði Frisbígolfbúðarinnar.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Ringó og strandblaksmót laugardaginn 9. júlí kl 19:00 í Bjarnadal

Grill og gleði fyrir keppendur og starfsfólk Sumarhátíðar og svo skellt í ringóspil og strandblaksmót í framhaldinu.

Í ringó er spilað í fjögurra manna liðum en í strandblaki í tveggja manna liðum.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Bocciamót Héraðsprents sunnudaginn 12. júlí kl 10:30 á Vilhjálmsvelli

Keppni fer fram á Vilhjálmsvelli og er opin öllum aldursflokkum keppt í a.m.k. þriggja manna liðum.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Arionmótið í crossfit sunnudag 10. júlí  í Selskógi:

Fyrra WOD kl 11:00

Crossfit kynning og seinna WOD kl 14:00

Keppt í flokki unglinga, opnum flokki og flokki 40+. WODin verða auglýst síðar.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Rathlaupskeppni N1 sunnudag 10. júlí ræsing milli kl 11.30-12:30 í Selskógi.

Keppt í flokkum 14 ára og yngri og 15 ára og eldri, hægt að keppa sem einstaklingur eða tveir saman í liði.

Skráningarfrestur til hádegis 7. júlí. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Byko bogfimikynning og mót sunnudaginn 10. júlí kl 13:00 í Selskógi

Kynning á bogfimi og mót í framhaldinu. Keppt í flokkum 14 ára og yngri og 15 ára og eldri.

 

Bardagasmiðja Sparisjóðs Norðfjarðar sunnudag 10. Júlí kl 13:30 í Selskógi.

Glímudeild Vals, Taekwondodeild Hattar og karatedeild Þróttar kynna sínar íþróttir. Allir velkomnir að spreyta sig.

 

Fjallahjólreiðakeppni Húsasmiðjunnar sunnudag 10. júlí kl 15:00 í Selskógi.

Keppt í flokkum stáka og stelpna 14 ára og yngri og 15 ára og eldri, stutt en skemmtileg fjallahjólabraut um skóginn.

 

Allir þátttakendur Sumarhátíðar eru velkomir að taka þátt í eftirfarandi viðburðum og ekki þarf að skrá sig sérstaklega á þá:

Brettalistum og Parkour Brettafélags Fjarðabyggðar við Sláturhúsið á föstudagskvöld kl 21:15

Partý í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á föstudagskvöld kl 21:30

Knattþrautum á laugardag kl 13:00 á Vilhjálmsvelli, efra svæði

Fornleikum Minjasafnsins á laugardag kl 16.00 í Tjarnargarði

Zumba og dansgleði á laugardag kl 17:00 í Tjarnargarði

Bardagasmiðju Sparisjóðs Norðfjarðar á sunnudag kl 13:30 í Selskógi

Fjölskyldurathlaupi N1 á sunnudag kl 14:00-15:00 í Selskógi

ATH Litaland sýning Leikhópsins Lottu sem verður á sunnudag kl 13:00 í Tjarnargarði er ekki innifalin í þátttökugjöldum Sumarhátíðar, en miðaverð er 1900 kr og greitt er við innganginn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok